Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?

Haukur Már Helgason

Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta er samofið þeim greinarmun kenninganna að lútherskir vísa aðeins til Biblíunnar sem kennivalds en kaþólskir til Biblíunnar og erfikenningarinnar, en erfikenningunni fylgja nákvæmari leiðbeiningar en finnast í Biblíunni um réttar gjörðir og framkvæmd dyggða.

Ef kaþólskur maður bergir brauðið við altarisgöngu verður brauðið að holdi Krists í munni honum vegna þess að presturinn framkvæmir athöfnina fyrir hönd kirkjunnar og Jesú Krists. Hvort sá sem gengur til altaris eða veitir sakramentið trúir á athöfnina er málinu óviðkomandi í kaþólskum sið. Altarisganga lútherskra hefur ekkert gildi sem slík, heldur aðeins ef trúaður maður tekur þátt í henni. (Þá breytist raunar brauðið í líkama Krists en hvernig það gerist er mönnum hulið) Trúin kemur á undan athöfninni, meðal lútherskra, en er að nokkru fólgin í athöfninni meðal kaþólskra.


Samkvæmt hefð er í þessu svari talað jöfnum höndum um kaþólska og rómversk-kaþólska kirkju þegar átt er við þá kirkju sem heyrir undir páfann í Róm, enda þótt kaþólsk þýði almenn og fleiri söfnuðir vilji nefna sig kaþólska.

Á 16. öld er Marteinn Lúther meðal þeirra manna sem berjast fyrir umbótum innan hinnar rómversk-kaþólsku kirkju sem þá var stærsta og öflugasta valdastofnun Evrópu. Á þessum tíma fóru miklar sögur af spillingu og bílífi innan páfadóms og mörgum kirkjunnar mönnum þótti nóg um og vildu gera þar bragarbót. En Lúther vildi ekki aðeins uppræta spillingu heldur sagði og stóran hluta af kenningu kirkjunnar rangan.

Kirkjan hafði kennivald í tvennu lagi, Biblíuna og erfikenninguna eða hefðina sem biskupinn í Róm, páfinn, áleit sig útleggja réttast. Á tíma Lúthers var þetta að vísu deiluefni innan kirkjunnar en frá 1870 hefur páfinn verið skilgreindur sem óskeikull meðal kaþólskra. Lúther vildi að aðeins væri vísað til eins kennivalds um trúna, Biblíunnar.

Vald páfans innan kaþólskrar kirkju er skýrt með vísan til þess er Jesús útnefnir Símon Pétur stofnmann kirkju sinnar:
Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum. (Mt. 16;18—19)
Kaþólska kirkjan lítur svo á að þetta vald Símonar Péturs erfist með páfadæminu.

Lúther hafnaði þessari útleggingu. Áður hafði kirkjan klofnað í grísku rétttrúnaðarkirkjuna og þá rómversk-kaþólsku (1054). Rétttrúnaðarkirkjan leit svo á að allir biskupar væru erfingjar að valdi Péturs. Þar er því samkunda biskupa æðsti dómur. Lúther túlkaði þennan texta Mattheusarguðspjalls svo að Pétur væri til dæmis um sannkristinn mann en Kristur væri kletturinn – öllum mönnum verður þá fyrir trú sína jafnfært að nálgast lykla himnaríkis.

---

Lúther lagði um leið fram nýja túlkun á Biblíunni. Kenning hans um réttlætingu af trú vék frá opinberri túlkunarhefð kirkjuyfirvalda. Vel þekkt er að menn gátu á tíma Lúthers keypt sér aflausn synda innan kirkjunnar – stytt sér gegn gjaldi biðina í hreinsunareldinum á leið til Himnaríkis. Kaþólskir líta svo á að synd sé fólgin í verknaði – hún sé drýgð með rangri breytni og bæta megi fyrir hana með réttri breytni. Lúther neitar þessu, segir syndina ekki fólgna í einstökum verkum og því verði aldrei bætt fyrir syndir með góðum verkum, hvorki eigin né annarra. Syndin komi á undan verknaðinum, liggi í hjarta mannsins og verði aðeins leiðrétt með trú. Maðurinn réttlætist aðeins með trú sinni. Góð verk fylgi trúnni sjálfkrafa, en þó að maður geri öllum stundum aðeins það sem rétt og gott er sé hann engan veginn hólpinn, því að það gerir hann ekki trúaðan.

Innan kaþólskrar kirkju geta menn tryggt sér dvöl í Himnaríki með réttum gjörðum. Meðal lútherskra eru þeir aðeins hólpnir sem trúa, samkvæmt kenningunni um réttlætingu af trú, en aðrir eru upp á náð og miskunn Guðs komnir. (Mt. 19;25–26: „[Lærisveinarnir sögðu:] „Hver getur þá orðið hólpinn?" Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt.")

---

Þegar erfikenningunni er hafnað, Biblían stendur ein eftir sem orð Guðs, og engar leiðir aðrar taldar manninum til bjargar en trúin sem býr innra með manninum en ekki í gjörðum hans, þá leiðir af því að mörgu öðru úr kaþólskum sið er kastað fyrir róða. Lútherskir taka til dæmis enga menn í dýrlingatölu, telja það stangast á við fyrsta boðorðið (5. Mósebók 5;8: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig."). Kaþólskir segja á móti að dýrlingarnir séu þeir menn sem taka megi til fyrirmyndar um hvernig nálgast skuli Krist. Þeir varpi á hann engum skugga en lýsi leiðina til hans.

Sakramenti er verknaður sem látinn er tákna nærveru Krists, nokkuð sem hann er sagður hafa látið eftir sig á jörðinni til að auðvelda mönnum að nálgast sig. Sakramenti kaþólskra eru sjö en lútherskir telja sig aðeins finna tveimur þeirra stað í máli Jesú Krists. Skírnin og altarissakramentið eru þau tvö sem bæði kaþólskir og lútherskir iðka. Hin sérkaþólsku eru: Ferming, hjónavígsla, prestsvígsla, sakramenti sjúkra og sakramenti iðrunar (skriftir). Lútheri fannst sjálfum flest sakramenti kaþólskra góðir siðir og skriftir tíðkuðust lengi innan lútherskrar kirkju. En hann neitaði að telja athafnirnar til þeirra sakramenta sem Kristur fyrirlagði.

Sakramenti eru óafturkallanleg fyrir Guði. Því verður hjónavígsla ekki afturkölluð í kaþólskri kirkju, með öðrum orðum hjónaskilnaðir eru bannaðir. Þeir eru hins vegar heimilaðir í lútherskum sið. Munurinn er þó að vísu ekki alveg svo skýr; ef sýnt þykir að heit hafi ekki verið gefið af heilindum, við kaþólska hjónavígslu, má ógilda vígsluna.

Þeir menn eru til, samkvæmt kaþólskum, sem eru syndugir en eru þó ekki allar bjargir bannaðar; þeir munu eiga kvalafulla vist í hreinsunareldinum til að hreinsast af syndum sínum eftir dauðann, en fá þar eftir að lifa með Guði. Lútherskir finna enga stoð í ritningunni fyrir hugmyndunum um hreinsunareldinn og hafna þeim því.

Ýmsir aðrir siðir sem fylgja hinni kaþólsku kirkju vegna hefðarinnar hafa verið niður lagðir meðal lútherskra, til dæmis að konur fái ekki gegnt prestsembætti.

---

Margir guðfræðingar hafa starfað í langri sögu kaþólsku kirkjunnar og greint á um margt. Sama má segja um hinn lútherska söfnuð. Þannig eru til margar misjafnar útleggingar, ekki aðeins á Biblíunni, heldur og á Biblíuskilningi Lúthers. Það sem hér fór á undan er vonandi nokkuð sem flestir útleggjendur myndu þó fallast á.

Við samningu þessa svars var haft sérstakt samráð við Sigurjón Árna Eyjólfsson og sr. Hjalta Þorkelsson og er þeim hér með þökkuð aðstoðin.

Heimildir:

Biblían. Hið íslenska biblíufélag, 1981.

Sigurjón Árni Eyjólfsson; Guðfræði Marteins Lúthers. Hið íslenska bókmenntafélag, 2000.

Vefur kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Britannica.com

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.6.2000

Spyrjandi

Jóhann Hilmarsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=593.

Haukur Már Helgason. (2000, 29. júní). Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=593

Haukur Már Helgason. „Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=593>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?
Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta er samofið þeim greinarmun kenninganna að lútherskir vísa aðeins til Biblíunnar sem kennivalds en kaþólskir til Biblíunnar og erfikenningarinnar, en erfikenningunni fylgja nákvæmari leiðbeiningar en finnast í Biblíunni um réttar gjörðir og framkvæmd dyggða.

Ef kaþólskur maður bergir brauðið við altarisgöngu verður brauðið að holdi Krists í munni honum vegna þess að presturinn framkvæmir athöfnina fyrir hönd kirkjunnar og Jesú Krists. Hvort sá sem gengur til altaris eða veitir sakramentið trúir á athöfnina er málinu óviðkomandi í kaþólskum sið. Altarisganga lútherskra hefur ekkert gildi sem slík, heldur aðeins ef trúaður maður tekur þátt í henni. (Þá breytist raunar brauðið í líkama Krists en hvernig það gerist er mönnum hulið) Trúin kemur á undan athöfninni, meðal lútherskra, en er að nokkru fólgin í athöfninni meðal kaþólskra.


Samkvæmt hefð er í þessu svari talað jöfnum höndum um kaþólska og rómversk-kaþólska kirkju þegar átt er við þá kirkju sem heyrir undir páfann í Róm, enda þótt kaþólsk þýði almenn og fleiri söfnuðir vilji nefna sig kaþólska.

Á 16. öld er Marteinn Lúther meðal þeirra manna sem berjast fyrir umbótum innan hinnar rómversk-kaþólsku kirkju sem þá var stærsta og öflugasta valdastofnun Evrópu. Á þessum tíma fóru miklar sögur af spillingu og bílífi innan páfadóms og mörgum kirkjunnar mönnum þótti nóg um og vildu gera þar bragarbót. En Lúther vildi ekki aðeins uppræta spillingu heldur sagði og stóran hluta af kenningu kirkjunnar rangan.

Kirkjan hafði kennivald í tvennu lagi, Biblíuna og erfikenninguna eða hefðina sem biskupinn í Róm, páfinn, áleit sig útleggja réttast. Á tíma Lúthers var þetta að vísu deiluefni innan kirkjunnar en frá 1870 hefur páfinn verið skilgreindur sem óskeikull meðal kaþólskra. Lúther vildi að aðeins væri vísað til eins kennivalds um trúna, Biblíunnar.

Vald páfans innan kaþólskrar kirkju er skýrt með vísan til þess er Jesús útnefnir Símon Pétur stofnmann kirkju sinnar:
Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum. (Mt. 16;18—19)
Kaþólska kirkjan lítur svo á að þetta vald Símonar Péturs erfist með páfadæminu.

Lúther hafnaði þessari útleggingu. Áður hafði kirkjan klofnað í grísku rétttrúnaðarkirkjuna og þá rómversk-kaþólsku (1054). Rétttrúnaðarkirkjan leit svo á að allir biskupar væru erfingjar að valdi Péturs. Þar er því samkunda biskupa æðsti dómur. Lúther túlkaði þennan texta Mattheusarguðspjalls svo að Pétur væri til dæmis um sannkristinn mann en Kristur væri kletturinn – öllum mönnum verður þá fyrir trú sína jafnfært að nálgast lykla himnaríkis.

---

Lúther lagði um leið fram nýja túlkun á Biblíunni. Kenning hans um réttlætingu af trú vék frá opinberri túlkunarhefð kirkjuyfirvalda. Vel þekkt er að menn gátu á tíma Lúthers keypt sér aflausn synda innan kirkjunnar – stytt sér gegn gjaldi biðina í hreinsunareldinum á leið til Himnaríkis. Kaþólskir líta svo á að synd sé fólgin í verknaði – hún sé drýgð með rangri breytni og bæta megi fyrir hana með réttri breytni. Lúther neitar þessu, segir syndina ekki fólgna í einstökum verkum og því verði aldrei bætt fyrir syndir með góðum verkum, hvorki eigin né annarra. Syndin komi á undan verknaðinum, liggi í hjarta mannsins og verði aðeins leiðrétt með trú. Maðurinn réttlætist aðeins með trú sinni. Góð verk fylgi trúnni sjálfkrafa, en þó að maður geri öllum stundum aðeins það sem rétt og gott er sé hann engan veginn hólpinn, því að það gerir hann ekki trúaðan.

Innan kaþólskrar kirkju geta menn tryggt sér dvöl í Himnaríki með réttum gjörðum. Meðal lútherskra eru þeir aðeins hólpnir sem trúa, samkvæmt kenningunni um réttlætingu af trú, en aðrir eru upp á náð og miskunn Guðs komnir. (Mt. 19;25–26: „[Lærisveinarnir sögðu:] „Hver getur þá orðið hólpinn?" Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt.")

---

Þegar erfikenningunni er hafnað, Biblían stendur ein eftir sem orð Guðs, og engar leiðir aðrar taldar manninum til bjargar en trúin sem býr innra með manninum en ekki í gjörðum hans, þá leiðir af því að mörgu öðru úr kaþólskum sið er kastað fyrir róða. Lútherskir taka til dæmis enga menn í dýrlingatölu, telja það stangast á við fyrsta boðorðið (5. Mósebók 5;8: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig."). Kaþólskir segja á móti að dýrlingarnir séu þeir menn sem taka megi til fyrirmyndar um hvernig nálgast skuli Krist. Þeir varpi á hann engum skugga en lýsi leiðina til hans.

Sakramenti er verknaður sem látinn er tákna nærveru Krists, nokkuð sem hann er sagður hafa látið eftir sig á jörðinni til að auðvelda mönnum að nálgast sig. Sakramenti kaþólskra eru sjö en lútherskir telja sig aðeins finna tveimur þeirra stað í máli Jesú Krists. Skírnin og altarissakramentið eru þau tvö sem bæði kaþólskir og lútherskir iðka. Hin sérkaþólsku eru: Ferming, hjónavígsla, prestsvígsla, sakramenti sjúkra og sakramenti iðrunar (skriftir). Lútheri fannst sjálfum flest sakramenti kaþólskra góðir siðir og skriftir tíðkuðust lengi innan lútherskrar kirkju. En hann neitaði að telja athafnirnar til þeirra sakramenta sem Kristur fyrirlagði.

Sakramenti eru óafturkallanleg fyrir Guði. Því verður hjónavígsla ekki afturkölluð í kaþólskri kirkju, með öðrum orðum hjónaskilnaðir eru bannaðir. Þeir eru hins vegar heimilaðir í lútherskum sið. Munurinn er þó að vísu ekki alveg svo skýr; ef sýnt þykir að heit hafi ekki verið gefið af heilindum, við kaþólska hjónavígslu, má ógilda vígsluna.

Þeir menn eru til, samkvæmt kaþólskum, sem eru syndugir en eru þó ekki allar bjargir bannaðar; þeir munu eiga kvalafulla vist í hreinsunareldinum til að hreinsast af syndum sínum eftir dauðann, en fá þar eftir að lifa með Guði. Lútherskir finna enga stoð í ritningunni fyrir hugmyndunum um hreinsunareldinn og hafna þeim því.

Ýmsir aðrir siðir sem fylgja hinni kaþólsku kirkju vegna hefðarinnar hafa verið niður lagðir meðal lútherskra, til dæmis að konur fái ekki gegnt prestsembætti.

---

Margir guðfræðingar hafa starfað í langri sögu kaþólsku kirkjunnar og greint á um margt. Sama má segja um hinn lútherska söfnuð. Þannig eru til margar misjafnar útleggingar, ekki aðeins á Biblíunni, heldur og á Biblíuskilningi Lúthers. Það sem hér fór á undan er vonandi nokkuð sem flestir útleggjendur myndu þó fallast á.

Við samningu þessa svars var haft sérstakt samráð við Sigurjón Árna Eyjólfsson og sr. Hjalta Þorkelsson og er þeim hér með þökkuð aðstoðin.

Heimildir:

Biblían. Hið íslenska biblíufélag, 1981.

Sigurjón Árni Eyjólfsson; Guðfræði Marteins Lúthers. Hið íslenska bókmenntafélag, 2000.

Vefur kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Britannica.com

...