Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?

Hjalti Hugason

Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í Flatey á Breiðafirði til 1184), Viðey (stofnað 1226) og Skriðu á Fljótsdal (stofnað 1493). Munkaklaustrin störfuðu eftir Ágústínusarreglu nema Þingeyra- og Munkaþverárklaustur. Þau og nunnuklaustrin tvö störfuðu eftir Benediktsreglu.

Fjöldi klausturfólks hefur verið mismunandi frá einum tíma til annars í öllum klaustrunum og erfitt að skapa sér nokkra mynd af stærð þeirra til lengri tíma litið. Þekktar tölur benda til þess að fjöldinn hafi getað verið beggja vegna við 10 hverju sinni. Þó gat farið svo að mun færri munkar eða nunnur væru í klaustrum, til dæmis í kjölfar pesta. Hér hefur því ekki verið um fjölmennar stofnanir að ræða.


Á kortinu sést staðsetning íslensku klaustranna. Kortið er birt með góðfúslegu leyfi Halldórs Baldurssonar.

Auk hins eiginlega klausturfólks höfðust þó ýmsir aðrir við á klausturstöðunum. Þar má nefna hjú sem unnu á klausturbýlunum og svonefnt próventufólk sem gert hafði framfærslusamning við klaustrið en samkvæmt slíkum samningum afsalaði fólk sér eignum til klaustursins gegn því að fá þar húsaskjól, fæði, klæði og jafnvel aðra þjónustu sem það áskildi sér. Þeir sem áttu rétt á framfærslu af eignum og tekjum klaustra voru því fleiri en þeir einir sem unnið höfðu klausturheit. Munkar og nunnur eða forráðamenn þeirra gerðu einnig oft samning við klaustrið þar sem lifibrauð verðandi klausturfólks var að einhverju leyti tryggt.

Eftir siðaskipti var litið á klaustrin sem óþarfar og jafnvel óæskilegar stofnanir. Eignir þeirra runnu til konungs en var haldið saman sem sérstökum umboðum eða eignasamstæðum sem falin voru sérstökum ráðsmönnum, klausturhöldurum, til umhirðu. Þeir sem áttu tilkall til framfærslu af klaustrunum, munkar, nunnur, próventufólk og hugsanlega fleiri hafa dvalið áfram við klaustrin eftir að þeim hafði í raun verið lokað. Nýliðun átti sér ekki stað og klaustrin hafa smám saman breyst í elliheimili og síðustu leifar klausturlífs lagst af með dauða þeirra sem lifað höfðu siðaskiptin. Eins var klausturfólki heimilt að yfirgefa staðina, hverfa til veraldlegs lífs og ganga í hjónabönd líkt og Marteinn Lúther gerði sjálfur en hann hafði verið munkur og gekk að eiga nunnu.

Fáum sögum fer af afdrifum íslensks klausturfólks á siðaskiptatímanum en ekki er ástæða til að ætla að mikil breyting hafi orðið á högum þess við siðaskiptin hvað svo sem leið sjálfsmynd þess, afstöðu almennings til þess og félags- og menningarlegri stöðu að öðru leyti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Um klaustur og klausturlíf má annars lesa meðal annars í eftirfarandi ritum:
  • Anna Sigurðardóttir, 1988: Allt hafði annan róm áður í páfadóm. Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu. Reykjavík.
  • Gunnar F. Guðmundsson, 2000. Íslenskt samfélag og Rómakirkja. (Kristni á Íslandi. 2. b.) Reykjavík. (Einkum bls. 212–245).
  • Janus Jónsson, 1887/1980: „Um klaustrin á Íslandi.“ Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 8. ár Kaupmannahöfn.

Kortið er eftir Halldór Baldursson.

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.2.2010

Spyrjandi

Anna Símonardóttir

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2010, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29203.

Hjalti Hugason. (2010, 22. febrúar). Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29203

Hjalti Hugason. „Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2010. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29203>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?
Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í Flatey á Breiðafirði til 1184), Viðey (stofnað 1226) og Skriðu á Fljótsdal (stofnað 1493). Munkaklaustrin störfuðu eftir Ágústínusarreglu nema Þingeyra- og Munkaþverárklaustur. Þau og nunnuklaustrin tvö störfuðu eftir Benediktsreglu.

Fjöldi klausturfólks hefur verið mismunandi frá einum tíma til annars í öllum klaustrunum og erfitt að skapa sér nokkra mynd af stærð þeirra til lengri tíma litið. Þekktar tölur benda til þess að fjöldinn hafi getað verið beggja vegna við 10 hverju sinni. Þó gat farið svo að mun færri munkar eða nunnur væru í klaustrum, til dæmis í kjölfar pesta. Hér hefur því ekki verið um fjölmennar stofnanir að ræða.


Á kortinu sést staðsetning íslensku klaustranna. Kortið er birt með góðfúslegu leyfi Halldórs Baldurssonar.

Auk hins eiginlega klausturfólks höfðust þó ýmsir aðrir við á klausturstöðunum. Þar má nefna hjú sem unnu á klausturbýlunum og svonefnt próventufólk sem gert hafði framfærslusamning við klaustrið en samkvæmt slíkum samningum afsalaði fólk sér eignum til klaustursins gegn því að fá þar húsaskjól, fæði, klæði og jafnvel aðra þjónustu sem það áskildi sér. Þeir sem áttu rétt á framfærslu af eignum og tekjum klaustra voru því fleiri en þeir einir sem unnið höfðu klausturheit. Munkar og nunnur eða forráðamenn þeirra gerðu einnig oft samning við klaustrið þar sem lifibrauð verðandi klausturfólks var að einhverju leyti tryggt.

Eftir siðaskipti var litið á klaustrin sem óþarfar og jafnvel óæskilegar stofnanir. Eignir þeirra runnu til konungs en var haldið saman sem sérstökum umboðum eða eignasamstæðum sem falin voru sérstökum ráðsmönnum, klausturhöldurum, til umhirðu. Þeir sem áttu tilkall til framfærslu af klaustrunum, munkar, nunnur, próventufólk og hugsanlega fleiri hafa dvalið áfram við klaustrin eftir að þeim hafði í raun verið lokað. Nýliðun átti sér ekki stað og klaustrin hafa smám saman breyst í elliheimili og síðustu leifar klausturlífs lagst af með dauða þeirra sem lifað höfðu siðaskiptin. Eins var klausturfólki heimilt að yfirgefa staðina, hverfa til veraldlegs lífs og ganga í hjónabönd líkt og Marteinn Lúther gerði sjálfur en hann hafði verið munkur og gekk að eiga nunnu.

Fáum sögum fer af afdrifum íslensks klausturfólks á siðaskiptatímanum en ekki er ástæða til að ætla að mikil breyting hafi orðið á högum þess við siðaskiptin hvað svo sem leið sjálfsmynd þess, afstöðu almennings til þess og félags- og menningarlegri stöðu að öðru leyti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Um klaustur og klausturlíf má annars lesa meðal annars í eftirfarandi ritum:
  • Anna Sigurðardóttir, 1988: Allt hafði annan róm áður í páfadóm. Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu. Reykjavík.
  • Gunnar F. Guðmundsson, 2000. Íslenskt samfélag og Rómakirkja. (Kristni á Íslandi. 2. b.) Reykjavík. (Einkum bls. 212–245).
  • Janus Jónsson, 1887/1980: „Um klaustrin á Íslandi.“ Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 8. ár Kaupmannahöfn.

Kortið er eftir Halldór Baldursson....