Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?

Sigurjón Árni Eyjólfsson

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?
1. Jesús og hjónabandið

Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konur yðar, en frá upphafi var þetta eigi þannig“ (Mt 19.8). Greinilegt er þó á svari Jesú að hér er um hreina undantekningu að ræða. Þannig leyfir Jesús hjónaskilnaði þótt hann sé í raun andsnúinn þeim. Sama má segja um afstöðu Lúthers.

Jesús fjallaði lítið um hjónabandið og það sem það stendur fyrir. Vissulega gaf hann ráð, en hann setti engar fastar reglur um hvernig daglegt atferli hjóna ætti að vera. Þetta merkir þó ekki að við vitum ekkert um afstöðu hans, því þau fáu orð sem Jesús hafði um hjónabandið eru afdráttarlaus og gefa skýra mynd af hugsun hans. Af þeim má ráða að Jesús leit á hjónabandið sem stofnun um samlíf karls og konu sem Guð stofnsetti í Paradís (Mt 19.1–12). Jesús segir að það eigi að einkennast af kærleika, því „þau tvö skulu verða einn maður“ (Mt 19.5). Þessir jákvæðu þættir lágu til grundvallar þegar hann varaði við þeim hættum sem steðjuðu að hjónabandinu og svipti hulunni af uppsprettu þeirra.

Jesús var mjög afdráttarlaus í skoðun sem kom fram í því, að þegar hann gagnrýndi samtímamenn sína fyrir guðleysi fann hann ekki sterkari orð en að kalla þá vonda og ótrúa kynslóð (Mt 12.39). Greinilegt er af þessu að ótrúmennska í hjónabandi er skýlaust brot í huga Jesú, því það er Guð sem leiðir og tengir hjón saman (Mk 10.7–9). Jesús leit því svo á að hjónaskilnaður væri brot á boðorðum Guðs (Mk 10.9). Hve róttæk þessi krafa hans var kemur fram í túlkun hans á sjötta boðorðinu í fjallræðunni: „Þér hafið heyrt, að sagt var: ‚Þú skalt ekki drýgja hór.‘ En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti“ (Mt 5.27–29). Orðið „kona“ vísar í þessu samhengi til eiginkonu annars manns og orðin „að líta girndarhug“ merkja að tæla konu.

Jesús varaði við því að spilla með beinni gjörð eða grípa inn í samband tveggja sem eru heitbundin hvort öðru í hjónabandi. Orð Jesú eru hörð og eiga alls ekki eingöngu við um brot á kynlífssviðinu, heldur almennt um það að afvegaleiða þá sem gátu lítt varið sig í samtíma Jesú eins og konur, börn og smælingja (Mk 9.43–48).

Rétt er að huga að stöðu konunnar í samtíð Jesú í þessu samhengi. Það lá nærri að telja konuna til heimilisins og þess sem því tilheyrði. Hún var eign eiginmannsins og hafði svipaða réttarstöðu á heimilinu og börnin og þrælarnir. Staða kvenna var bundin við heimilið. Þær fengu ekki að taka virkan þátt í guðsþjónustu samkomuhússins, heldur voru hlustendur og stóðu fyrir utan samkomusalinn.

Hver staða konunnar var kemur meðal annars fram í því að sérhver trúaður karlkyns Gyðingur bað daglega og þakkaði Guði fyrir að hafa ekki skapað sig sem konu og rabbínar vöruðu eiginmenn við því að tala of mikið við konu sína. Því var ekki að undra að lærisveinar Jesú skyldu furða sig á því að Jesús talaði við konurnar (Jh 4.27). Og samkvæmt Síraksbók ber konan ábyrgð á syndafallinu, en þar segir: „Syndin á upphaf sitt hjá henni og vegna hennar deyjum við allir“ (Sr 25.24).

Þótt Jesús hafi eins og margir samtíðarmenn hans hafnað hjónaskilnuðum voru ástæður hans aðrar en almennt hinar gyðinglegu. Rabbínar voru mjög mildir gagnvart karlmönnum þegar kom að skilnaði, og ekki þurftu sakirnar að vera miklar til að skilja mætti við konu. Nægði að hún brenndi við matinn eða að karlinum litist betur á aðra. Þegar svo var komið reit karlinn konu sinni skilnaðarbréf og sendi hana frá sér. Höfnun Jesú á hjónaskilnaði ber því að skilja sem vörn gegn þeim órétti sem konur voru beittar.

En Jesús gerir sér aftur á móti fulla grein fyrir því að maðurinn er fallin vera sem lifir í heimi þverstæðna. Í ljósi þessa viðurkenndi hann gildi lagaboðs Móse um skilnað (5M 24.1–4). Skilnaðurinn var fyrir Jesú afleiðing harðúðar hjarta mannsins eða þeirrar neyðar sem maður veldur manni.

2. Lúther og hjónabandið

Lúther er að sjálfsögðu barn síns tíma og það endurspeglast í ritum hans. Þannig má greina sterka áherslu á „hreinlífi“ í þeim ritum sem hann skrifar um hjónabandið sem munkur. Dæmi um slíka framsetningu er að finna í riti hans, Um góðu verkin, frá árinu 1520, en þar leggur hann mikið upp úr hreinleika og skírlífi og erfiðleikum þess.

Árið 1525 gekk Lúther að eiga nunnuna Katarínu frá Bóra og fjórum árum síðar kveður nokkuð við annan tón í umfjöllun hans um hjónabandið. Í Fræðunum meiri lagði Lúther enn frekar áherslu á að hjónabandið sé stofnað í Paradís af Guði um sambúð karls og konu þar sem þau ættu að rækta samlíf sitt. Í því samhengi segir Lúther:
Hjónaástin brennur sem eldur og leitar einskis nema maka síns; hún segir: Ég vil þig, ég vil hvorki gull né silfur, hvorki þetta né hitt, ég vil þig, ég vil þig, annars ekkert. Öll önnur ást leitar að einhverju, en ást karls og konu binst þeim sem hún elskar. Þessi ást vill alfarið þann sem hún elskar. Og hefði Adam ekki fallið væri það besta sem til væri, brúður og brúðgumi.
Lúther var trúr vitnisburði Biblíunnar. Hann greindi að maðurinn er firrtur og sá veruleiki mótar ást og ástarsambönd mannsins. Hjónabandið hefur því það hlutverk að vera manninum skjól, heimili og heilsulind í föllnum heimi. Blessun hjónabandsins kemur þó ekki í veg fyrir að maðurinn fari illa með það.

Í afstöðu sinni til skilnaðar fylgdi Lúther Jesú að málum (Mt 19.6). Hann túlkaði bannið við hjónaskilnaði í ljósi kærleiksboðorðsins. Þegar erfiðleikar koma upp í sambúð hjóna sem þau ráða ekki fram úr eiga hjón að leita sér aðstoðar til að ná sáttum. Einungis ef sættir takast ekki eiga stjórnvöld að leyfa hjónum að skilja að mati Lúthers. Ekki er ráðlegt að leyfa hjónum að skilja eftir eigin geðþótta. En það samræmist aftur á móti ekki kærleikanum að neyða fólk til að vera áfram í óhamingjusömu hjónabandi. Skilnaður er því neyðarbrauð.

Höfundur

stundakennari í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.6.2003

Spyrjandi

Björn Reynir Halldórsson

Tilvísun

Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3498.

Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2003, 12. júní). Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3498

Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3498>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?
Upphafleg spurning var á þessa leið:

Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?
1. Jesús og hjónabandið

Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konur yðar, en frá upphafi var þetta eigi þannig“ (Mt 19.8). Greinilegt er þó á svari Jesú að hér er um hreina undantekningu að ræða. Þannig leyfir Jesús hjónaskilnaði þótt hann sé í raun andsnúinn þeim. Sama má segja um afstöðu Lúthers.

Jesús fjallaði lítið um hjónabandið og það sem það stendur fyrir. Vissulega gaf hann ráð, en hann setti engar fastar reglur um hvernig daglegt atferli hjóna ætti að vera. Þetta merkir þó ekki að við vitum ekkert um afstöðu hans, því þau fáu orð sem Jesús hafði um hjónabandið eru afdráttarlaus og gefa skýra mynd af hugsun hans. Af þeim má ráða að Jesús leit á hjónabandið sem stofnun um samlíf karls og konu sem Guð stofnsetti í Paradís (Mt 19.1–12). Jesús segir að það eigi að einkennast af kærleika, því „þau tvö skulu verða einn maður“ (Mt 19.5). Þessir jákvæðu þættir lágu til grundvallar þegar hann varaði við þeim hættum sem steðjuðu að hjónabandinu og svipti hulunni af uppsprettu þeirra.

Jesús var mjög afdráttarlaus í skoðun sem kom fram í því, að þegar hann gagnrýndi samtímamenn sína fyrir guðleysi fann hann ekki sterkari orð en að kalla þá vonda og ótrúa kynslóð (Mt 12.39). Greinilegt er af þessu að ótrúmennska í hjónabandi er skýlaust brot í huga Jesú, því það er Guð sem leiðir og tengir hjón saman (Mk 10.7–9). Jesús leit því svo á að hjónaskilnaður væri brot á boðorðum Guðs (Mk 10.9). Hve róttæk þessi krafa hans var kemur fram í túlkun hans á sjötta boðorðinu í fjallræðunni: „Þér hafið heyrt, að sagt var: ‚Þú skalt ekki drýgja hór.‘ En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti“ (Mt 5.27–29). Orðið „kona“ vísar í þessu samhengi til eiginkonu annars manns og orðin „að líta girndarhug“ merkja að tæla konu.

Jesús varaði við því að spilla með beinni gjörð eða grípa inn í samband tveggja sem eru heitbundin hvort öðru í hjónabandi. Orð Jesú eru hörð og eiga alls ekki eingöngu við um brot á kynlífssviðinu, heldur almennt um það að afvegaleiða þá sem gátu lítt varið sig í samtíma Jesú eins og konur, börn og smælingja (Mk 9.43–48).

Rétt er að huga að stöðu konunnar í samtíð Jesú í þessu samhengi. Það lá nærri að telja konuna til heimilisins og þess sem því tilheyrði. Hún var eign eiginmannsins og hafði svipaða réttarstöðu á heimilinu og börnin og þrælarnir. Staða kvenna var bundin við heimilið. Þær fengu ekki að taka virkan þátt í guðsþjónustu samkomuhússins, heldur voru hlustendur og stóðu fyrir utan samkomusalinn.

Hver staða konunnar var kemur meðal annars fram í því að sérhver trúaður karlkyns Gyðingur bað daglega og þakkaði Guði fyrir að hafa ekki skapað sig sem konu og rabbínar vöruðu eiginmenn við því að tala of mikið við konu sína. Því var ekki að undra að lærisveinar Jesú skyldu furða sig á því að Jesús talaði við konurnar (Jh 4.27). Og samkvæmt Síraksbók ber konan ábyrgð á syndafallinu, en þar segir: „Syndin á upphaf sitt hjá henni og vegna hennar deyjum við allir“ (Sr 25.24).

Þótt Jesús hafi eins og margir samtíðarmenn hans hafnað hjónaskilnuðum voru ástæður hans aðrar en almennt hinar gyðinglegu. Rabbínar voru mjög mildir gagnvart karlmönnum þegar kom að skilnaði, og ekki þurftu sakirnar að vera miklar til að skilja mætti við konu. Nægði að hún brenndi við matinn eða að karlinum litist betur á aðra. Þegar svo var komið reit karlinn konu sinni skilnaðarbréf og sendi hana frá sér. Höfnun Jesú á hjónaskilnaði ber því að skilja sem vörn gegn þeim órétti sem konur voru beittar.

En Jesús gerir sér aftur á móti fulla grein fyrir því að maðurinn er fallin vera sem lifir í heimi þverstæðna. Í ljósi þessa viðurkenndi hann gildi lagaboðs Móse um skilnað (5M 24.1–4). Skilnaðurinn var fyrir Jesú afleiðing harðúðar hjarta mannsins eða þeirrar neyðar sem maður veldur manni.

2. Lúther og hjónabandið

Lúther er að sjálfsögðu barn síns tíma og það endurspeglast í ritum hans. Þannig má greina sterka áherslu á „hreinlífi“ í þeim ritum sem hann skrifar um hjónabandið sem munkur. Dæmi um slíka framsetningu er að finna í riti hans, Um góðu verkin, frá árinu 1520, en þar leggur hann mikið upp úr hreinleika og skírlífi og erfiðleikum þess.

Árið 1525 gekk Lúther að eiga nunnuna Katarínu frá Bóra og fjórum árum síðar kveður nokkuð við annan tón í umfjöllun hans um hjónabandið. Í Fræðunum meiri lagði Lúther enn frekar áherslu á að hjónabandið sé stofnað í Paradís af Guði um sambúð karls og konu þar sem þau ættu að rækta samlíf sitt. Í því samhengi segir Lúther:
Hjónaástin brennur sem eldur og leitar einskis nema maka síns; hún segir: Ég vil þig, ég vil hvorki gull né silfur, hvorki þetta né hitt, ég vil þig, ég vil þig, annars ekkert. Öll önnur ást leitar að einhverju, en ást karls og konu binst þeim sem hún elskar. Þessi ást vill alfarið þann sem hún elskar. Og hefði Adam ekki fallið væri það besta sem til væri, brúður og brúðgumi.
Lúther var trúr vitnisburði Biblíunnar. Hann greindi að maðurinn er firrtur og sá veruleiki mótar ást og ástarsambönd mannsins. Hjónabandið hefur því það hlutverk að vera manninum skjól, heimili og heilsulind í föllnum heimi. Blessun hjónabandsins kemur þó ekki í veg fyrir að maðurinn fari illa með það.

Í afstöðu sinni til skilnaðar fylgdi Lúther Jesú að málum (Mt 19.6). Hann túlkaði bannið við hjónaskilnaði í ljósi kærleiksboðorðsins. Þegar erfiðleikar koma upp í sambúð hjóna sem þau ráða ekki fram úr eiga hjón að leita sér aðstoðar til að ná sáttum. Einungis ef sættir takast ekki eiga stjórnvöld að leyfa hjónum að skilja að mati Lúthers. Ekki er ráðlegt að leyfa hjónum að skilja eftir eigin geðþótta. En það samræmist aftur á móti ekki kærleikanum að neyða fólk til að vera áfram í óhamingjusömu hjónabandi. Skilnaður er því neyðarbrauð. ...