Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 58 trú- og lífsskoðunarfélög löglega skráð hér á landi þann 1. janúar 2023. Í töflunni hér fyrir neðan eru þessi félög talin upp og tiltekinn sá fjöldi sem skráður er í hvert trúfélag eða lífsskoðunarfélag, sem og hlutfall þessa fjölda af heildarfjölda Íslendinga.[1] Upplýsingarnar eru fengnar af vef Hagstofu Íslands og miðast við mannfjöldatölur 1. janúar 2023 en þá voru Íslendingar 387.758 talsins.
Trúfélög
Fjöldi
Hlutfall af heild
Þjóðkirkjan
227.259
58,61%
Kaþólska kirkjan
14.869
3,83%
Fríkirkjan í Reykjavík
9.953
2,57%
Fríkirkjan í Hafnarfirði
7.509
1,94%
Ásatrúarfélagið
5.770
1,49%
Siðmennt
5.401
1,39%
Óháði söfnuðurinn
3.166
0,82%
Hvítasunnukirkjan á Íslandi
2076
0,54%
Búddistafélag Íslands
1101
0,28%
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
783
0,20%
Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi
598
0,15%
Félag Múslima á Íslandi
569
0,15%
Vottar Jehóva
565
0,15%
Stofnun Múslima á Íslandi
551
0,14%
Zuism
525
0,14%
Vegurinn
441
0,11%
ICCI
409
0,11%
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan
391
0,10%
Smárakirkja
363
0,09%
Bahá'í samfélagið
324
0,08%
Hjálpræðisherinn trúfélag
241
0,06%
Íslenska Kristskirkjan
231
0,06%
Zen á Íslandi - Nátthagi
207
0,05%
DíaMat
192
0,05%
Catch The Fire (CTF)
191
0,05%
SGI á Íslandi
158
0,04%
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu
141
0,04%
Betanía
136
0,04%
Wat Phra Dhammakaya búddistasamtökin á Íslandi
131
0,03%
Boðunarkirkjan
118
0,03%
Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists
113
0,03%
Fríkirkjan Kefas
95
0,02%
Lakulish jóga á Íslandi
60
0,02%
Heimakirkja
59
0,02%
Emmanúel baptistakirkjan
55
0,01%
Menningarfélag Gyðinga á Íslandi
55
0,01%
Fyrsta baptistakirkjan
51
0,01%
Félag Tíbet búddista
45
0,01%
Demantsleið Búddismans
38
0,01%
Himinn á jörðu
37
0,01%
Reykjavíkurgoðorð
36
0,01%
Sjónarhæðarsöfnuðurinn
35
0,01%
Lífspekifélag Íslands
28
0,01%
Bænahúsið
26
0,01%
Samfélag trúaðra
24
0,01%
Kirkja hins upprisna lífs
22
0,01%
Eþíópíska Tewahedo rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi
22
0,01%
Endurfædd kristin kirkja
21
0,01%
Ísland kristin Þjóð
19
0,00%
Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar
16
0,01%
Ananda Marga
10
0,00%
Nýja Avalon
5
0,00%
Vitund
3
0,00%
Orð lífsins
0
0
Kletturinn - kristið samfélag
0
0
Menningarsetur múslina á Íslandi
0
0
Vonarhöfn
0
0
Postulakirkjan Beth-Shekhinah
0
0
Utan trú- og lífsskoðunarfélaga
29.883
7,71%
Önnur trúfélög og ótilgreint*
72.631
18,73%
Samtals
348.450
100%
*Þeir sem teljast til trúfélags sem hefur ekki verið viðurkennt, til trúarbragða án trúfélags hér á landi eða þeir sem upplýsingar vantar um eru taldir saman undir þessum lið.
Í töflunni sést vel hvernig dreifingin er milli trúarsafnaða á Íslandi. Meginþorri landsmanna er skráður í þjóðkirkjuna en hún telst vera kristin kirkja, nánar tiltekið evangelísk lúthersk. Fjölmargir aðrir kristnir söfnuðir eru þó skráðir hér á landi og því er erfitt að segja nákvæmlega til um það hversu margir teljast vera kristnir á landinu. Jafnframt er töluverður hluti landsmanna ótilgreindur eða í öðrum trúfélögum, eða 18,73%, sem gæti enn frekar haft áhrif á þessar tölur. Þetta gæti að sama skapi haft áhrif á raunverulegan fjölda annarra trúarhópa.
Það sem er jafnframt áberandi við þessa upptalningu er að mikill fjöldi Íslendinga aðhyllist enga trú, en 7,71% landsmanna skráir að þeir standi utan allra trúfélaga.
Þótt þetta yfirlit sýni hvernig landsmenn skiptast í mismunandi trúfélög er annað mál hvort þetta gefi einhverja mynd af trúariðkun Íslendinga. Trúariðkun fólks er sennilega eins misjöfn og við erum mörg og því er erfitt að meta það hvenær trúin telst í heiðri höfð.
Tilvísun:
^ Þegar leitað er eftir upplýsingum um trúfélög á vef Hagstofunnar geta líka komið upp upplýsingar um fjölda þeirra sem greiða sóknargjöld. Sú tala er aðeins lægri en fjöldi þeirra sem skráður er í trúfélög. Ástæðan er sú að tölur um greiðendur sóknargjalda ná til þeirra sem orðnir eru 16 ára en yngri börn ekki tekin með.
Athugasemd ritstjórnar: Svarið var upphaflega skrifað 4.6.2008 en uppfært af ritstjórn þann 24.5.2024 með tölum frá 1.1.2023.
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hve mörg prósent af Íslendingum halda uppá Ásatrú, Kristna trú, Búddatrú, Gyðinga, Múslima og Baháí?
MBS, FGJ og Ritstjórn Vísindavefsins. „Í hvaða trúfélögum eru Íslendingar?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2024, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47858.
MBS, FGJ og Ritstjórn Vísindavefsins. (2024, 24. maí). Í hvaða trúfélögum eru Íslendingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47858
MBS, FGJ og Ritstjórn Vísindavefsins. „Í hvaða trúfélögum eru Íslendingar?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2024. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47858>.