Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?

ÍDÞ

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir peningar byrjuðu að fara til Háskólans.

Stutta svarið við þessari spurningu er að sóknargjöld þeirra sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga renna ekki til Háskóla Íslands heldur verða þau eftir í ríkissjóði.

Á vef innanríkisráðuneytisins segir þetta um sóknargjöld:
Í lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 er kveðið á um að þjóðkirkjan og skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti, svokölluð sóknargjöld. Sóknargjaldið reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjald einstaklings sem skráður er í þjóðkirkjuna rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir. Gjald einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi eða skráðu lífsskoðunarfélagi rennur til hlutaðeigandi félags.

Gjald einstaklinga, sem hvorki voru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi rann áður til Háskóla Íslands. Því fyrirkomulagi var breytt með lögum árið 2009 og frá þeim tíma er gjaldið ekki innheimt.

Sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga renna ekki lengur til Háskóla Íslands. Áður runnu þau í Háskólasjóð en fjármunum hans var varið til að efla menningarstarfsemi innnan háskólans.

Sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga renna því ekki lengur til Háskóla Íslands heldur verða þau eftir í ríkissjóði. Áður runnu sóknargjöld þessi til Háskólasjóðs en háskólaráð fer með stjórn sjóðsins. Fjármunum sjóðsins var varið á eftirfarandi hátt, eins og kemur fram í skipulagsskrá hans:
Fénu skal verja til að efla menningarstarfsemi innan háskólans, s.s. útgáfustarfsemi, fyrirlestrahald fyrir almenning, tónleikahald og til annarrar menningarviðleitni, sem verðug er að mati háskólaráðs. Einnig skal heimilt að leita til sjóðsins vegna óvæntra fjárþarfa háskólans, sem upp kunna að koma, þannig að ekki gefist ráðrúm til að afla fjár eftir venjulegum leiðum.

Þess ber að geta að Háskólasjóður hafði ýmsar tekjulindir og því er ekki hægt að henda reiður á í hvaða verkefni sóknargjöldin runnu eins og kemur fram í svari Umboðsmanns Alþingis við kvörtun þess efnis að sóknargjöldin rynnu óskipt til guðfræðideildar háskólans.

Meira má lesa um sóknargjöld í svari Halldórs Gunnars Haraldssonar við spurningunni: Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Heimildir:

Mynd:
  • Kristinn Ingvarsson.

Höfundur

Útgáfudagur

12.1.2017

Spyrjandi

Unnur Jónsdóttir

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2017, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73236.

ÍDÞ. (2017, 12. janúar). Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73236

ÍDÞ. „Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2017. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73236>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir peningar byrjuðu að fara til Háskólans.

Stutta svarið við þessari spurningu er að sóknargjöld þeirra sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga renna ekki til Háskóla Íslands heldur verða þau eftir í ríkissjóði.

Á vef innanríkisráðuneytisins segir þetta um sóknargjöld:
Í lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 er kveðið á um að þjóðkirkjan og skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti, svokölluð sóknargjöld. Sóknargjaldið reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjald einstaklings sem skráður er í þjóðkirkjuna rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir. Gjald einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi eða skráðu lífsskoðunarfélagi rennur til hlutaðeigandi félags.

Gjald einstaklinga, sem hvorki voru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi rann áður til Háskóla Íslands. Því fyrirkomulagi var breytt með lögum árið 2009 og frá þeim tíma er gjaldið ekki innheimt.

Sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga renna ekki lengur til Háskóla Íslands. Áður runnu þau í Háskólasjóð en fjármunum hans var varið til að efla menningarstarfsemi innnan háskólans.

Sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga renna því ekki lengur til Háskóla Íslands heldur verða þau eftir í ríkissjóði. Áður runnu sóknargjöld þessi til Háskólasjóðs en háskólaráð fer með stjórn sjóðsins. Fjármunum sjóðsins var varið á eftirfarandi hátt, eins og kemur fram í skipulagsskrá hans:
Fénu skal verja til að efla menningarstarfsemi innan háskólans, s.s. útgáfustarfsemi, fyrirlestrahald fyrir almenning, tónleikahald og til annarrar menningarviðleitni, sem verðug er að mati háskólaráðs. Einnig skal heimilt að leita til sjóðsins vegna óvæntra fjárþarfa háskólans, sem upp kunna að koma, þannig að ekki gefist ráðrúm til að afla fjár eftir venjulegum leiðum.

Þess ber að geta að Háskólasjóður hafði ýmsar tekjulindir og því er ekki hægt að henda reiður á í hvaða verkefni sóknargjöldin runnu eins og kemur fram í svari Umboðsmanns Alþingis við kvörtun þess efnis að sóknargjöldin rynnu óskipt til guðfræðideildar háskólans.

Meira má lesa um sóknargjöld í svari Halldórs Gunnars Haraldssonar við spurningunni: Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Heimildir:

Mynd:
  • Kristinn Ingvarsson.

...