Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?

Baldur S. Blöndal

Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga.

Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins og samþykktir þess eru þess vegna gagnlegasta heimildin til að svara spurningunni. FEBRANG hefur gert lögin og samþykktirnar aðgengilegar inni á heimasíðu sinni.

Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

Valdsvið og yfirstjórnunarheimildir formanns gagnvart nefndum eru ekki tilteknar með skýrum hætti í þeim lögum. Raunar er hvergi minnst á nefndir í lögunum og því er rétt að gera ráð fyrir að málefni þeirra falli innan málaflokksins „Önnur mál“ sem er að finna í 4. tölulið 7. greinar laganna. Í raun mætti segja að tilefni sé til töluverðra endurbóta laganna, þar sem nefndir virðast gegna mikilvægu hlutverki innan FEBRANG. Í slíkar endurbætur er þó ekki hægt að ráðast í fyrr en á næsta aðalfundi vorið 2020.

Í áðurnefndri 7. gr. laga FEBRANG kemur fram að aðalfundir hafi æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Af því leiðir til að mynda að stjórn félagsins hefur ekki vald til að vísa einstaklingum úr nefndum. Nefndarmenn eru kosnir á aðalfundum félagsins og þar er vettvangur til að skipa nýja nefndarmenn ef þörf þykir á.

Þar sem aðalfundur hefur það hlutverk að kjósa í nefndir, er einnig ljóst að nefndum er veitt ákveðið sjálfstæði gagnvart stjórn félagsins. Ef markmið nefndanna væri að framkvæma vilja stjórnarinnar mætti breyta skipunarferli nefndanna. Það mætti til að mynda gera á þann hátt að einungis sé kosið um stjórn á aðalfundi og stjórnin myndi síðan skipa í nefndirnar. Með því móti hefði stjórnin vald til að skipta nefndarmönnum út og inn eftir sínu höfði á meðan valdatíð hennar stendur.

Það má því segja að ákveðin lagaóvissa ríka innan FEBRANG og æskilegt er að afmarka stjórninni lögákveðið hlutverk gagnvart nefndum, til að mynda á sambærilegan hátt og Landssamband eldri borgara (LEB) hefur gert með sínum lögum . Ekkert kemur fram í lögum FEBRANG um hvað stjórninni sé ætlað að gera eða hvert hlutverk hennar sé. Í lögum LEB er hins vegar kveðið á um að stjórnin fari með æðsta vald sambandsins og annist daglegan rekstur þess milli landsfunda. Einnig er þar tekið sérstaklega fram í 8. gr. að þær nefndir sem kosnar séu á landsfundum skuli starfa á ábyrgð stjórnarinnar ásamt því að stjórninni er veitt vald til að setja nefndum starfslýsingar og tímaramma. Það að auki getur stjórnin kallað eftir skýrslum um störf nefndanna hvenær sem er á skipunartíma þeirra. Æsilegt væri að taka mið af þessu við endurskoðun laga FEBRANG.

Þrátt fyrir að formannshlutverkið hafi ekki verið skilgreint í lögum FEBRANG er sá sem því gegnir formaður stjórnarinnar og kjörin á annan hátt en almennir stjórnarmeðlimir. Stjórnir félaga hafa almennt umsjón með rekstri og þar með starfi nefnda innan félagsins. Því hefur formaðurinn, í skjóli hefðar, venju og nafnsins, ákveðnar valdheimildir og má álykta í ljósi laga FEBRANG að hann sé valdamesti einstaklingurinn innan félagsins. Hann er þó ekki valdameiri en aðalfundurinn vegna áðurnefndrar 7. gr. Nefndarmenn ættu þó að gefa því gaum að formaðurinn er andlit félagsins út á við og var kjörinn til þess sérstaklega á sama aðalfundi og þeir.

Að ofangreindu virtu mætti draga þær ályktanir að nefndir innan FEBRANG njóta töluverðs sjálfstæðis, bæði í skjóli þess að þær eru kjörnar sérstaklega á aðalfundum sem er æðsta ákvörðunarvaldið, og vegna þess að formanni eða stjórn hefur ekki verið ákvarðað neitt lögákveðið hlutverk gagnvart þeim í samþykktum félagsins. Því verður nefndarmeðlimum FEBRANG ekki vikið úr stöðum sínum annars staðar en á landsfundi.

Heimild og mynd:

Öll spurningin hljóðaði svona:
Ég er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Í félaginu tíðkast að aðalfundur skipi í nefndir eins og kjaranefnd, skemmtinefnd o.fl. Eru slíkar nefndir algerlega sjálfstæðar eða eiga þær að lúta stjórn félagsins? Hefðu nefndir annan status ef þær væru skipaðar af stjórninni?

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

20.11.2020

Spyrjandi

Jón Ragnar Björnsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80521.

Baldur S. Blöndal. (2020, 20. nóvember). Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80521

Baldur S. Blöndal. „Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80521>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?
Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga.

Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins og samþykktir þess eru þess vegna gagnlegasta heimildin til að svara spurningunni. FEBRANG hefur gert lögin og samþykktirnar aðgengilegar inni á heimasíðu sinni.

Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

Valdsvið og yfirstjórnunarheimildir formanns gagnvart nefndum eru ekki tilteknar með skýrum hætti í þeim lögum. Raunar er hvergi minnst á nefndir í lögunum og því er rétt að gera ráð fyrir að málefni þeirra falli innan málaflokksins „Önnur mál“ sem er að finna í 4. tölulið 7. greinar laganna. Í raun mætti segja að tilefni sé til töluverðra endurbóta laganna, þar sem nefndir virðast gegna mikilvægu hlutverki innan FEBRANG. Í slíkar endurbætur er þó ekki hægt að ráðast í fyrr en á næsta aðalfundi vorið 2020.

Í áðurnefndri 7. gr. laga FEBRANG kemur fram að aðalfundir hafi æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Af því leiðir til að mynda að stjórn félagsins hefur ekki vald til að vísa einstaklingum úr nefndum. Nefndarmenn eru kosnir á aðalfundum félagsins og þar er vettvangur til að skipa nýja nefndarmenn ef þörf þykir á.

Þar sem aðalfundur hefur það hlutverk að kjósa í nefndir, er einnig ljóst að nefndum er veitt ákveðið sjálfstæði gagnvart stjórn félagsins. Ef markmið nefndanna væri að framkvæma vilja stjórnarinnar mætti breyta skipunarferli nefndanna. Það mætti til að mynda gera á þann hátt að einungis sé kosið um stjórn á aðalfundi og stjórnin myndi síðan skipa í nefndirnar. Með því móti hefði stjórnin vald til að skipta nefndarmönnum út og inn eftir sínu höfði á meðan valdatíð hennar stendur.

Það má því segja að ákveðin lagaóvissa ríka innan FEBRANG og æskilegt er að afmarka stjórninni lögákveðið hlutverk gagnvart nefndum, til að mynda á sambærilegan hátt og Landssamband eldri borgara (LEB) hefur gert með sínum lögum . Ekkert kemur fram í lögum FEBRANG um hvað stjórninni sé ætlað að gera eða hvert hlutverk hennar sé. Í lögum LEB er hins vegar kveðið á um að stjórnin fari með æðsta vald sambandsins og annist daglegan rekstur þess milli landsfunda. Einnig er þar tekið sérstaklega fram í 8. gr. að þær nefndir sem kosnar séu á landsfundum skuli starfa á ábyrgð stjórnarinnar ásamt því að stjórninni er veitt vald til að setja nefndum starfslýsingar og tímaramma. Það að auki getur stjórnin kallað eftir skýrslum um störf nefndanna hvenær sem er á skipunartíma þeirra. Æsilegt væri að taka mið af þessu við endurskoðun laga FEBRANG.

Þrátt fyrir að formannshlutverkið hafi ekki verið skilgreint í lögum FEBRANG er sá sem því gegnir formaður stjórnarinnar og kjörin á annan hátt en almennir stjórnarmeðlimir. Stjórnir félaga hafa almennt umsjón með rekstri og þar með starfi nefnda innan félagsins. Því hefur formaðurinn, í skjóli hefðar, venju og nafnsins, ákveðnar valdheimildir og má álykta í ljósi laga FEBRANG að hann sé valdamesti einstaklingurinn innan félagsins. Hann er þó ekki valdameiri en aðalfundurinn vegna áðurnefndrar 7. gr. Nefndarmenn ættu þó að gefa því gaum að formaðurinn er andlit félagsins út á við og var kjörinn til þess sérstaklega á sama aðalfundi og þeir.

Að ofangreindu virtu mætti draga þær ályktanir að nefndir innan FEBRANG njóta töluverðs sjálfstæðis, bæði í skjóli þess að þær eru kjörnar sérstaklega á aðalfundum sem er æðsta ákvörðunarvaldið, og vegna þess að formanni eða stjórn hefur ekki verið ákvarðað neitt lögákveðið hlutverk gagnvart þeim í samþykktum félagsins. Því verður nefndarmeðlimum FEBRANG ekki vikið úr stöðum sínum annars staðar en á landsfundi.

Heimild og mynd:

Öll spurningin hljóðaði svona:
Ég er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Í félaginu tíðkast að aðalfundur skipi í nefndir eins og kjaranefnd, skemmtinefnd o.fl. Eru slíkar nefndir algerlega sjálfstæðar eða eiga þær að lúta stjórn félagsins? Hefðu nefndir annan status ef þær væru skipaðar af stjórninni?
...