Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?

Árni Helgason

Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið má meðal annars rekja til bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingarinnar 1776 og setningu stjórnarskrár Bandaríkjanna 1787 og svo frönsku stjórnarbyltingarinnar sem leiddi til þess að franska réttindayfirlýsingin var sett árið 1789. Ýmsar stjórnarskrár í Evrópu sóttu fyrirmynd sína til frönsku yfirlýsingarinnar, þar á meðal stjórnarskrá Belgíu sem var sett árið 1831 en grundvallarlög Danmerkur byggðu á henni. Því byggði stjórnarskráin sem Íslendingar fengu, á því sem var að gerast í Evrópu á 19. öld.

Ákvæði um fundafrelsi var í 56. gr. upphaflegu stjórnarskrárinnar í mannréttindakafla hennar. Önnur ákvæði í kaflanum voru um trúfrelsi (46. og 47. gr.), rétt handtekins manns og skilyrði gæsluvarðhalds (48. gr.), friðhelgi heimilisins (49. gr.), friðhelgi eignarréttarins (50. gr.), atvinnufrelsi (51. gr.), rétt til framfærslustyrks (52. gr.), rétt til menntunar (53. gr.), prentfrelsi (54. gr.), félagafrelsi (55. gr.), skyldu vopnfærra manna til að taka þátt í vörn landsins (57. gr.), réttindi sveitarfélaga (58. gr.), skyldu til þess að skipa skattamálum með lögum (59. gr.) og afnám laga sem binda sérréttindi við aðal, nafnbætur eða tign (60. gr.).

Mannréttindakaflinn frá 1874 stóð nánast óbreyttur til ársins 1995, að því undanskildu að smávægilegar orðalagsbreytingar urðu og númer efnisgreina breyttist. Árið 1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar tekinn til gagngerrar endurskoðunar og hann meðal annars lagaður að alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í mannréttindamálum, sérstaklega að ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafði verið lögfestur ári áður. Ákveðnar breytingar voru gerðar á félagafrelsisákvæðinu, meðal annars hvað orðalag og framsetningu varðar, en sú efnisbreyting var gerð að réttur manna til að standa utan félaga, hið svokallaða neikvæða félagafrelsi, var sett með skýrum hætti í greinina. Sú breyting byggði meðal annars á dómi Hæstaréttar frá árinu 1988 þar sem fram kom að þessi réttur væri ekki nægjanlega vel tryggður í íslenskum lögum.

Í greinargerð með breytingum á stjórnarskránni 1995 voru tilgreindar ýmsar ástæður fyrir þessari breytingu, meðal annars þær að annars gæti „sú staða komið upp að manni verði gert að eiga aðild að félagi sem starfar að málefnum gagnstætt sannfæringu hans eða skoðunum og greiða jafnvel framlög til þess“ og bent var á að slíkt stæðist til dæmis ekki önnur ákvæði stjórnarskrárinnar um að vernda skoðanafrelsi manna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

27.5.2009

Spyrjandi

Karl Aspelund

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2009, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52201.

Árni Helgason. (2009, 27. maí). Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52201

Árni Helgason. „Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2009. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52201>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?
Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið má meðal annars rekja til bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingarinnar 1776 og setningu stjórnarskrár Bandaríkjanna 1787 og svo frönsku stjórnarbyltingarinnar sem leiddi til þess að franska réttindayfirlýsingin var sett árið 1789. Ýmsar stjórnarskrár í Evrópu sóttu fyrirmynd sína til frönsku yfirlýsingarinnar, þar á meðal stjórnarskrá Belgíu sem var sett árið 1831 en grundvallarlög Danmerkur byggðu á henni. Því byggði stjórnarskráin sem Íslendingar fengu, á því sem var að gerast í Evrópu á 19. öld.

Ákvæði um fundafrelsi var í 56. gr. upphaflegu stjórnarskrárinnar í mannréttindakafla hennar. Önnur ákvæði í kaflanum voru um trúfrelsi (46. og 47. gr.), rétt handtekins manns og skilyrði gæsluvarðhalds (48. gr.), friðhelgi heimilisins (49. gr.), friðhelgi eignarréttarins (50. gr.), atvinnufrelsi (51. gr.), rétt til framfærslustyrks (52. gr.), rétt til menntunar (53. gr.), prentfrelsi (54. gr.), félagafrelsi (55. gr.), skyldu vopnfærra manna til að taka þátt í vörn landsins (57. gr.), réttindi sveitarfélaga (58. gr.), skyldu til þess að skipa skattamálum með lögum (59. gr.) og afnám laga sem binda sérréttindi við aðal, nafnbætur eða tign (60. gr.).

Mannréttindakaflinn frá 1874 stóð nánast óbreyttur til ársins 1995, að því undanskildu að smávægilegar orðalagsbreytingar urðu og númer efnisgreina breyttist. Árið 1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar tekinn til gagngerrar endurskoðunar og hann meðal annars lagaður að alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í mannréttindamálum, sérstaklega að ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafði verið lögfestur ári áður. Ákveðnar breytingar voru gerðar á félagafrelsisákvæðinu, meðal annars hvað orðalag og framsetningu varðar, en sú efnisbreyting var gerð að réttur manna til að standa utan félaga, hið svokallaða neikvæða félagafrelsi, var sett með skýrum hætti í greinina. Sú breyting byggði meðal annars á dómi Hæstaréttar frá árinu 1988 þar sem fram kom að þessi réttur væri ekki nægjanlega vel tryggður í íslenskum lögum.

Í greinargerð með breytingum á stjórnarskránni 1995 voru tilgreindar ýmsar ástæður fyrir þessari breytingu, meðal annars þær að annars gæti „sú staða komið upp að manni verði gert að eiga aðild að félagi sem starfar að málefnum gagnstætt sannfæringu hans eða skoðunum og greiða jafnvel framlög til þess“ og bent var á að slíkt stæðist til dæmis ekki önnur ákvæði stjórnarskrárinnar um að vernda skoðanafrelsi manna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...