Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:
Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi. Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.
Þessu ákvæði er ætlað að auðvelda mönnum að stofna félög í löglegum tilgangi. Sé hins vegar ætlunin að félag stundi atvinnustarfsemi gilda um það aðrar og flóknari reglur. Leiðbeiningar um stofnun hlutafélaga og sameignarfélaga er til dæmis að finna á vef iðnaðarráðuneytisins. Um þau gilda sérstök lög og á þeim hvíla margvíslegar skyldur, meðal annars hvað varðar bókhald og skattskil.

Oft hvílir lagaskylda á mönnum um að vera aðilar í félögum, til að mynda í húsfélögum en um þau er fjallað í lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

Það væri of langt mál að telja upp öll þau félög sem skylt er að stofna samkvæmt lögum. Slík lagafyrirmæli eru mjög algeng og þarf þá að skoða í hverju tilviki hvaða reglur gilda um stofnun og starfshætti félags.

Þá er mönnum frjálst að stofna með sér félag um hugðarefni sín og áhugamál en um þannig félög gilda engin sérstök lög, ef undanskilin eru þau lög sem félögin setja sér sjálf. Ekki hvílir sérstök skráningarskylda á þeim og félögin eru hvorki skattskyld né bókhaldsskyld. Þau eru jafnan rekin með framlögum frá félagsmönnum sjálfum en stunda hvorki atvinnustarfsemi né eru rekin í hagnaðarskyni.

Sem dæmi um "frjálst rithöfundafélag" má nefna Hið íslenska glæpafélag. Félagsmenn þess hafa sjálfir sett sér lög og standa ársgjöld undir rekstri félagsins. Það er engin lagaskylda að halda úti þess háttar félagi heldur er þetta snjallt uppátæki hjá höfundum glæpasagna. Það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að stofna sams konar félag ástarsagnahöfunda eða vísindaskáldsagnahöfunda. Þá er einfaldlega tekin ákvörðun um að stofna félagið, haldinn stofnfundur, samin lög og kosið í stjórn. Algengt er félagsstofnunin sé auglýst með fréttatilkynningu eða dreifibréfum til hugsanlegra félagsmanna.

Í höfundalögum, lögum nr. 73/1972, er svo fjallað um sérstök réttargæslusamtök höfunda, sem sjá meðal annars um innheimtu höfundalauna. Til að sinna því hlutverki þarf félag að fá sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins og einungis má vera starfandi eitt félag innan hverrar greinar bókmennta eða tónlistar. Sé ætlunin að stofna samtök sem hafa með hendi einhverja lögbundna réttargæslu er ferlið því flóknara.

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.1.2006

Spyrjandi

Sigurlaug Ásmundsdóttir

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5604.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 31. janúar). Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5604

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5604>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:

Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi. Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.
Þessu ákvæði er ætlað að auðvelda mönnum að stofna félög í löglegum tilgangi. Sé hins vegar ætlunin að félag stundi atvinnustarfsemi gilda um það aðrar og flóknari reglur. Leiðbeiningar um stofnun hlutafélaga og sameignarfélaga er til dæmis að finna á vef iðnaðarráðuneytisins. Um þau gilda sérstök lög og á þeim hvíla margvíslegar skyldur, meðal annars hvað varðar bókhald og skattskil.

Oft hvílir lagaskylda á mönnum um að vera aðilar í félögum, til að mynda í húsfélögum en um þau er fjallað í lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

Það væri of langt mál að telja upp öll þau félög sem skylt er að stofna samkvæmt lögum. Slík lagafyrirmæli eru mjög algeng og þarf þá að skoða í hverju tilviki hvaða reglur gilda um stofnun og starfshætti félags.

Þá er mönnum frjálst að stofna með sér félag um hugðarefni sín og áhugamál en um þannig félög gilda engin sérstök lög, ef undanskilin eru þau lög sem félögin setja sér sjálf. Ekki hvílir sérstök skráningarskylda á þeim og félögin eru hvorki skattskyld né bókhaldsskyld. Þau eru jafnan rekin með framlögum frá félagsmönnum sjálfum en stunda hvorki atvinnustarfsemi né eru rekin í hagnaðarskyni.

Sem dæmi um "frjálst rithöfundafélag" má nefna Hið íslenska glæpafélag. Félagsmenn þess hafa sjálfir sett sér lög og standa ársgjöld undir rekstri félagsins. Það er engin lagaskylda að halda úti þess háttar félagi heldur er þetta snjallt uppátæki hjá höfundum glæpasagna. Það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að stofna sams konar félag ástarsagnahöfunda eða vísindaskáldsagnahöfunda. Þá er einfaldlega tekin ákvörðun um að stofna félagið, haldinn stofnfundur, samin lög og kosið í stjórn. Algengt er félagsstofnunin sé auglýst með fréttatilkynningu eða dreifibréfum til hugsanlegra félagsmanna.

Í höfundalögum, lögum nr. 73/1972, er svo fjallað um sérstök réttargæslusamtök höfunda, sem sjá meðal annars um innheimtu höfundalauna. Til að sinna því hlutverki þarf félag að fá sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins og einungis má vera starfandi eitt félag innan hverrar greinar bókmennta eða tónlistar. Sé ætlunin að stofna samtök sem hafa með hendi einhverja lögbundna réttargæslu er ferlið því flóknara.

Heimildir:...