Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag?

Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar byssur eru í raun ekki bannaðar hér á landi en þær teljast til skotvopna í vopnalögum og því þarf skotvopnaleyfi til að eiga þær og nota.

Litboltaleikur (e. paintball) voru lögleiddir samkvæmt sérstakri reglugerð hér á landi og keppendur þurfa því ekki skotvopnaleyfi til að taka þátt. Sá sem er í forsvari fyrir fyrirtæki eða félag sem sér um rekstur liboltaleikja þarf hins vegar skotvopnaleyfi eins og fram kemur í svari Lenu Mjallar Markúsdóttur við spurningunni Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Menn í airsoft-leik

Spyrjandi spyr sérstaklega um það hvort hægt væri að stofna airsoft-íþróttafélag hér á landi. Réttur til að stofna félög er varinn af sérstökum ákvæðum í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu en félögin verða þó að starfa í löglegum tilgangi. Starfsemi airsoft-íþróttafélags yrði því fljótt stöðvuð ef þar væru einstaklingar án skotvopnaleyfis með airsoft-byssur. Hins vegar væri hægt að stofna félag áhugamanna um airsoft sem gæti hvatt dómsmálaráðherra að gera sambærilega undanþágu og á við um litboltaleiki.

Höfundur færir Nökkva Nils Bernhardssyni sérstakar þakkir fyrir faglegar ráðleggingar.

Heimildir og mynd:
  • Alþingi. Frumvarp til vopnalaga. Sótt 08.05.20 af althingi.is
  • Dómsmálaráðuneytið. Reglur um litmerkibyssur. Sótt 08.05.20 af stjornarradid.is
  • Shakirov. Airsoft. Sótt 08.05.20 af flickr.com og birt undir CC-BY SA 2.0 leyfinu
  • Wikipedia frjálsa alfræðiritið. Legal Issues in Airsoft. Sótt 08.05.20 af wikipedia.org

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

9.7.2020

Spyrjandi

Jason Hagalín Jónasson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2020, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79154.

Baldur S. Blöndal. (2020, 9. júlí). Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79154

Baldur S. Blöndal. „Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2020. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79154>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag?

Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar byssur eru í raun ekki bannaðar hér á landi en þær teljast til skotvopna í vopnalögum og því þarf skotvopnaleyfi til að eiga þær og nota.

Litboltaleikur (e. paintball) voru lögleiddir samkvæmt sérstakri reglugerð hér á landi og keppendur þurfa því ekki skotvopnaleyfi til að taka þátt. Sá sem er í forsvari fyrir fyrirtæki eða félag sem sér um rekstur liboltaleikja þarf hins vegar skotvopnaleyfi eins og fram kemur í svari Lenu Mjallar Markúsdóttur við spurningunni Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Menn í airsoft-leik

Spyrjandi spyr sérstaklega um það hvort hægt væri að stofna airsoft-íþróttafélag hér á landi. Réttur til að stofna félög er varinn af sérstökum ákvæðum í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu en félögin verða þó að starfa í löglegum tilgangi. Starfsemi airsoft-íþróttafélags yrði því fljótt stöðvuð ef þar væru einstaklingar án skotvopnaleyfis með airsoft-byssur. Hins vegar væri hægt að stofna félag áhugamanna um airsoft sem gæti hvatt dómsmálaráðherra að gera sambærilega undanþágu og á við um litboltaleiki.

Höfundur færir Nökkva Nils Bernhardssyni sérstakar þakkir fyrir faglegar ráðleggingar.

Heimildir og mynd:
  • Alþingi. Frumvarp til vopnalaga. Sótt 08.05.20 af althingi.is
  • Dómsmálaráðuneytið. Reglur um litmerkibyssur. Sótt 08.05.20 af stjornarradid.is
  • Shakirov. Airsoft. Sótt 08.05.20 af flickr.com og birt undir CC-BY SA 2.0 leyfinu
  • Wikipedia frjálsa alfræðiritið. Legal Issues in Airsoft. Sótt 08.05.20 af wikipedia.org

...