Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er leyfilegt fyrir húsfreyju/húsvörð að leita í herbergjum leigjenda á heimavist framhaldsskóla?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Starfsfólk heimavista hefur ekki heimild til að leita í herbergjum íbúa án samþykkis þeirra. Grundvallast þessi niðurstaða á 1. og 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar sem verndar friðhelgi heimilis og einkalífs og einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem Alþingi hefur lögfest með lögum nr. 62/1994.

Herbergi á heimavist telst heimili í skilningi stjórnarskrárinnar enda hafa leigutakar aðsetur þar og geyma sína persónulegu muni í herberginu. Þeir njóta því friðhelgi heimilis og einkalífs þar inni. Húsleit í herbergjum þeirra væri því eingöngu heimil samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild, til dæmis ef lögregla þyrfti nauðsynlega að komast inn til að halda uppi allsherjarreglu, gæta öryggis einstaklinga eða afstýra afbrotum, sbr. 1. og 2. mgr 15. greinar lögreglulaga.

Starfsfólk heimavista hefur ekki undir neinum kringumstæðum heimild til að framkvæma húsleit í óþökk leigutaka. Eingöngu lögregla hefur til þess heimild að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Heimildir lögreglu til húsleitar ber ávallt að túlka þröngt enda telst friðhelgi einkalífs og heimilis til grundvallarmannréttinda sem tilgreind er í flestum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Til þess að fallist yrði á lögmæti húsleitar þyrftu veigamiklir hagsmunir að vera fyrir hendi, svosem rökstuddur grunur um yfirvofandi hættu eða rannsókn sakamáls.

Grunur um meðferð áfengis á heimavist eða óskráða næturgesti nægðu ekki til ryðja vernd 71. gr úr vegi. Ef grunur léki á um vörslu ólöglegra ávana- og fíkniefna á heimavistarherbergi þyrfti slíkt að fara í gegnum lögreglu eins og í hverju öðru fíkniefnamáli og þyrfti þá að afla dómsúrskurðar vegna gruns um meðferð slíkra efna.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Björgu Thorarensen fyrir yfirlestur.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

1.10.2019

Spyrjandi

Katla Torfadóttir

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis?“ Vísindavefurinn, 1. október 2019. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77197.

Baldur S. Blöndal. (2019, 1. október). Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77197

Baldur S. Blöndal. „Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2019. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77197>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er leyfilegt fyrir húsfreyju/húsvörð að leita í herbergjum leigjenda á heimavist framhaldsskóla?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Starfsfólk heimavista hefur ekki heimild til að leita í herbergjum íbúa án samþykkis þeirra. Grundvallast þessi niðurstaða á 1. og 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar sem verndar friðhelgi heimilis og einkalífs og einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem Alþingi hefur lögfest með lögum nr. 62/1994.

Herbergi á heimavist telst heimili í skilningi stjórnarskrárinnar enda hafa leigutakar aðsetur þar og geyma sína persónulegu muni í herberginu. Þeir njóta því friðhelgi heimilis og einkalífs þar inni. Húsleit í herbergjum þeirra væri því eingöngu heimil samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild, til dæmis ef lögregla þyrfti nauðsynlega að komast inn til að halda uppi allsherjarreglu, gæta öryggis einstaklinga eða afstýra afbrotum, sbr. 1. og 2. mgr 15. greinar lögreglulaga.

Starfsfólk heimavista hefur ekki undir neinum kringumstæðum heimild til að framkvæma húsleit í óþökk leigutaka. Eingöngu lögregla hefur til þess heimild að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Heimildir lögreglu til húsleitar ber ávallt að túlka þröngt enda telst friðhelgi einkalífs og heimilis til grundvallarmannréttinda sem tilgreind er í flestum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Til þess að fallist yrði á lögmæti húsleitar þyrftu veigamiklir hagsmunir að vera fyrir hendi, svosem rökstuddur grunur um yfirvofandi hættu eða rannsókn sakamáls.

Grunur um meðferð áfengis á heimavist eða óskráða næturgesti nægðu ekki til ryðja vernd 71. gr úr vegi. Ef grunur léki á um vörslu ólöglegra ávana- og fíkniefna á heimavistarherbergi þyrfti slíkt að fara í gegnum lögreglu eins og í hverju öðru fíkniefnamáli og þyrfti þá að afla dómsúrskurðar vegna gruns um meðferð slíkra efna.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Björgu Thorarensen fyrir yfirlestur.

...