Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?

Baldur S. Blöndal

Leit er þvingunarráðstöfun og er því ekki beitt af léttúð. Í 1. mgr. 74. gr laga um meðferð sakamála er bifreið tiltekin sem einn af þeim stöðum sem heimilt er að leita í við rannsókn sakamála. Í 75. gr. kemur fram að til þess að leitað verði í bifreiðum þurfi úrskurð dómara. Þar að auki fellur bifreið undir 71. gr. stjórnarskrár sem verndar friðhelgi heimilis eða búsetustaðar.

Meginreglan er sú að úrskurður dómara þurfi að liggja fyrir áður en lögregla leitar á búsetustað, eða í þessu tilfelli bifreið. Þrjár undantekningar eru á þeirri reglu:
  1. Samþykki eiganda liggur fyrir.
  2. Brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.
  3. Ef bifreið er opin almenningi, til dæmis strætó.

Þrjár undantekningar eru á þeirri meginreglu að úrskurður dómara þurfi að liggja fyrir áður en lögregla leitar á búsetustað eða í bifreið.

Við rannsókn sakamála og störf sín ber lögreglu að gæta meðalhófs í hvívetna. Leit samkvæmt öðrum tölulið upptalningarinnar hér að ofan væri einungis heimil í takmarkatilfellum og ber að skýra þröngt. Ef laganna verðir framkvæma leit í bifreið án samþykkis umráðamanns hennar þyrfti að færa sönnur á að brýn nauðsyn hefði verið fyrir hendi.

Ef bifreið er stöðvuð af lögreglu við almennt eftirlit liggur dómsúrskurður til leitar í bifreiðinni almennt ekki fyrir, nema hans hafi verið aflað áður en lögregla stöðvaði bifreiðina. Slíkir úrskurðir eru í flestum tilfellum afmarkaðir við tiltekna rannsókn og þurfa að fara í gegnum ákveðið ferli sem endar á úrskurði héraðsdómara. Ef lögregla stöðvar mann fyrir óreglulegt aksturslag eða við almennt eftirlit er því hér um bil útilokað að hún hafi heimild til að leita í þeirri bifreið nema eitt hinna þriggja skilyrða séu uppfyllt.

Heimild og mynd:

Spurningunni er hér svarað að hluta, en í fullri lengd hljóðaði hún svona:

Hefur lögregla rétt á að leita í bílum sem eru stöðvaðir? Þurfa þeir ekki heimild til þess? Hafa þeir rétt á að biðja þig um að stíga út úr bifreiðinni? Þurfa þeir heimild til að skoða heimahús?

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

15.2.2021

Spyrjandi

Birta

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2021. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81024.

Baldur S. Blöndal. (2021, 15. febrúar). Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81024

Baldur S. Blöndal. „Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2021. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81024>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?
Leit er þvingunarráðstöfun og er því ekki beitt af léttúð. Í 1. mgr. 74. gr laga um meðferð sakamála er bifreið tiltekin sem einn af þeim stöðum sem heimilt er að leita í við rannsókn sakamála. Í 75. gr. kemur fram að til þess að leitað verði í bifreiðum þurfi úrskurð dómara. Þar að auki fellur bifreið undir 71. gr. stjórnarskrár sem verndar friðhelgi heimilis eða búsetustaðar.

Meginreglan er sú að úrskurður dómara þurfi að liggja fyrir áður en lögregla leitar á búsetustað, eða í þessu tilfelli bifreið. Þrjár undantekningar eru á þeirri reglu:
  1. Samþykki eiganda liggur fyrir.
  2. Brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.
  3. Ef bifreið er opin almenningi, til dæmis strætó.

Þrjár undantekningar eru á þeirri meginreglu að úrskurður dómara þurfi að liggja fyrir áður en lögregla leitar á búsetustað eða í bifreið.

Við rannsókn sakamála og störf sín ber lögreglu að gæta meðalhófs í hvívetna. Leit samkvæmt öðrum tölulið upptalningarinnar hér að ofan væri einungis heimil í takmarkatilfellum og ber að skýra þröngt. Ef laganna verðir framkvæma leit í bifreið án samþykkis umráðamanns hennar þyrfti að færa sönnur á að brýn nauðsyn hefði verið fyrir hendi.

Ef bifreið er stöðvuð af lögreglu við almennt eftirlit liggur dómsúrskurður til leitar í bifreiðinni almennt ekki fyrir, nema hans hafi verið aflað áður en lögregla stöðvaði bifreiðina. Slíkir úrskurðir eru í flestum tilfellum afmarkaðir við tiltekna rannsókn og þurfa að fara í gegnum ákveðið ferli sem endar á úrskurði héraðsdómara. Ef lögregla stöðvar mann fyrir óreglulegt aksturslag eða við almennt eftirlit er því hér um bil útilokað að hún hafi heimild til að leita í þeirri bifreið nema eitt hinna þriggja skilyrða séu uppfyllt.

Heimild og mynd:

Spurningunni er hér svarað að hluta, en í fullri lengd hljóðaði hún svona:

Hefur lögregla rétt á að leita í bílum sem eru stöðvaðir? Þurfa þeir ekki heimild til þess? Hafa þeir rétt á að biðja þig um að stíga út úr bifreiðinni? Þurfa þeir heimild til að skoða heimahús?
...