Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?

Magnús Viðar Skúlason

Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:
Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?
Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í hvívetna, ekki síst þegar verið er að sinna skyldustörfum. Þetta er meginregla sem á við um öll störf sem fela í sér einhverskonar eftirlit, hvort sem um er að ræða leikskólakennara eða fangavörð.

Um starfsemi og reglur lögreglumanna gilda almenn lög, hin svokölluðu lögreglulög, nr. 90 frá árinu 1996. Þetta eru nokkuð almennt orðuð ákvæði og eru þá frekar almennar vísireglur en skýrt skorðaðar reglur um hvert og eitt atvik sem lögreglan þarf að fást við. Almennustu vísireglurnar um skyldur lögreglumanna er að finna í III. kafla þessara laga, nánar tiltekið 13. gr., og segir þar meðal annars í 1. mgr.: „Handhafa lögregluvalds ber að sýna árvekni í starfi sínu og kunna glögg skil á skyldum sínum og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.“

Meginregla hjá yfirlögregluþjónum við embætti lögreglunnar í Reykjavík er að hvetja lögreglumenn til að vera sýnilegir við störf, til dæmis til að hindra of hraðan akstur, en forvarnir eru er hluti af löggæslunni.

Samkvæmt almennum lögum um lögreglusamþykktir nr. 36 frá árinu 1988 skulu settar lögreglusamþykktir fyrir sveitarfélög hér á landi. Ekki er beinlínis kveðið á um starfsreglur lögreglumanna heldur um þá hluti sem lögreglunni er heimilt að hafa afskipti af til að viðhalda almennu velsæmi og allsherjarreglu.

Á sviði löggæslu, eins og á öðrum sviðum í atvinnulífinu, myndast venjur og starfshættir sem eru ekki bundnir í lögum eða reglugerðum heldur almennt viðurkenndar venjur sem geta verið jafnréttháar lögum og jafnvel þokað settum lögum ef því er að skipta.

Lögreglumönnum eru ekki lagðar neinar sérstakar línur um hvernig þeir eigi að haga hraðamælingum. Þeim er gefinn upp staður sem þeir eiga að fara á til að hraðamæla og fylgjast með umferðinni. Hinsvegar má ætla að tilhögun gatnaframkvæmda, alla vega innanbæjar, auðveldi lögreglumönnum ekki þetta starf. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir lögreglumanna um að gert sé ráð fyrir að þeir geti athafnað sig við stórar umferðargötur innanbæjar sem annarstaðar hefur þeim ekki orðið að ósk sinni, þannig að oft getur litið út fyrir að verið sé að reyna að fela lögreglutækin. Í flestum tilvikum er það ekki raunin, enda er eins og áður var sagt ekki gert ráð fyrir lögreglutækjum við akbrautir.

Yfirlögregluþjónar gefa fyrirmæli til lögreglumanna, senda þá út í löggæslu og segja þeim hvert skuli fara og hvað skuli gera. Meginregla hjá yfirlögregluþjónum við embætti lögreglunnar í Reykjavík er að hvetja lögreglumenn til að vera sýnilegir við störf, til dæmis til að hindra of hraðan akstur, en forvarnir eru er hluti af löggæslunni.

Lögreglumönnum er því ekki bannað að „fela“ sig við löggæslustörf en það er heldur ekkert sem leyfir þeim það beinlínis. Miðað við þær sorglegu fréttir sem berast ár hvert um banaslys í umferðinni sem oft má rekja til ógætilegs hraðaksturs má ætla að það geti verið árangursríkt að gera sem mest af því að stoppa og sekta bensínglaða ökumenn og reyna þannig að hafa áhrif á aksturslag þeirra.

Mynd:

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.1.2001

Spyrjandi

Ásgeir E. Garðarsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1274.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 11. janúar). Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1274

Magnús Viðar Skúlason. „Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?
Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:

Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?
Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í hvívetna, ekki síst þegar verið er að sinna skyldustörfum. Þetta er meginregla sem á við um öll störf sem fela í sér einhverskonar eftirlit, hvort sem um er að ræða leikskólakennara eða fangavörð.

Um starfsemi og reglur lögreglumanna gilda almenn lög, hin svokölluðu lögreglulög, nr. 90 frá árinu 1996. Þetta eru nokkuð almennt orðuð ákvæði og eru þá frekar almennar vísireglur en skýrt skorðaðar reglur um hvert og eitt atvik sem lögreglan þarf að fást við. Almennustu vísireglurnar um skyldur lögreglumanna er að finna í III. kafla þessara laga, nánar tiltekið 13. gr., og segir þar meðal annars í 1. mgr.: „Handhafa lögregluvalds ber að sýna árvekni í starfi sínu og kunna glögg skil á skyldum sínum og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.“

Meginregla hjá yfirlögregluþjónum við embætti lögreglunnar í Reykjavík er að hvetja lögreglumenn til að vera sýnilegir við störf, til dæmis til að hindra of hraðan akstur, en forvarnir eru er hluti af löggæslunni.

Samkvæmt almennum lögum um lögreglusamþykktir nr. 36 frá árinu 1988 skulu settar lögreglusamþykktir fyrir sveitarfélög hér á landi. Ekki er beinlínis kveðið á um starfsreglur lögreglumanna heldur um þá hluti sem lögreglunni er heimilt að hafa afskipti af til að viðhalda almennu velsæmi og allsherjarreglu.

Á sviði löggæslu, eins og á öðrum sviðum í atvinnulífinu, myndast venjur og starfshættir sem eru ekki bundnir í lögum eða reglugerðum heldur almennt viðurkenndar venjur sem geta verið jafnréttháar lögum og jafnvel þokað settum lögum ef því er að skipta.

Lögreglumönnum eru ekki lagðar neinar sérstakar línur um hvernig þeir eigi að haga hraðamælingum. Þeim er gefinn upp staður sem þeir eiga að fara á til að hraðamæla og fylgjast með umferðinni. Hinsvegar má ætla að tilhögun gatnaframkvæmda, alla vega innanbæjar, auðveldi lögreglumönnum ekki þetta starf. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir lögreglumanna um að gert sé ráð fyrir að þeir geti athafnað sig við stórar umferðargötur innanbæjar sem annarstaðar hefur þeim ekki orðið að ósk sinni, þannig að oft getur litið út fyrir að verið sé að reyna að fela lögreglutækin. Í flestum tilvikum er það ekki raunin, enda er eins og áður var sagt ekki gert ráð fyrir lögreglutækjum við akbrautir.

Yfirlögregluþjónar gefa fyrirmæli til lögreglumanna, senda þá út í löggæslu og segja þeim hvert skuli fara og hvað skuli gera. Meginregla hjá yfirlögregluþjónum við embætti lögreglunnar í Reykjavík er að hvetja lögreglumenn til að vera sýnilegir við störf, til dæmis til að hindra of hraðan akstur, en forvarnir eru er hluti af löggæslunni.

Lögreglumönnum er því ekki bannað að „fela“ sig við löggæslustörf en það er heldur ekkert sem leyfir þeim það beinlínis. Miðað við þær sorglegu fréttir sem berast ár hvert um banaslys í umferðinni sem oft má rekja til ógætilegs hraðaksturs má ætla að það geti verið árangursríkt að gera sem mest af því að stoppa og sekta bensínglaða ökumenn og reyna þannig að hafa áhrif á aksturslag þeirra.

Mynd:...