Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í hvívetna, ekki síst þegar verið er að sinna skyldustörfum. Þetta er meginregla sem á við um öll störf sem fela í sér einhverskonar eftirlit, hvort sem um er að ræða leikskólakennara eða fangavörð. Um starfsemi og reglur lögreglumanna gilda almenn lög, hin svokölluðu lögreglulög, nr. 90 frá árinu 1996. Þetta eru nokkuð almennt orðuð ákvæði og eru þá frekar almennar vísireglur en skýrt skorðaðar reglur um hvert og eitt atvik sem lögreglan þarf að fást við. Almennustu vísireglurnar um skyldur lögreglumanna er að finna í III. kafla þessara laga, nánar tiltekið 13. gr., og segir þar meðal annars í 1. mgr.: „Handhafa lögregluvalds ber að sýna árvekni í starfi sínu og kunna glögg skil á skyldum sínum og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.“

Meginregla hjá yfirlögregluþjónum við embætti lögreglunnar í Reykjavík er að hvetja lögreglumenn til að vera sýnilegir við störf, til dæmis til að hindra of hraðan akstur, en forvarnir eru er hluti af löggæslunni.
- Lögreglan 2007 Volvo S80 - Wikimedia Commons. (Sótt 05.02.21).