Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.Þetta eru ein af grundvallarréttindum okkar hér á landi og þau eru nátengd 72. gr. Stjórnarskrárinnar sem fjallar um eignarétt. Ef leita á í eignum fólks eða framkvæma líkamsleit þá verður einstaklingurinn sjálfur að gefa leyfi fyrir leitinni. Aðstandendur útihátíða geta engu að síður sett reglur sem heimila gæslumönnum að leita á einstaklingum og í farangri þeirra og farartækjum. Ef viðkomandi er ekki reiðubúinn að veita leyfi fyrir leitinni, má vísa honum af svæðinu eða varna honum inngöngu þangað. Að sama skapi er gæslumönnum og aðstandendum hátíða óheimilt að gera hluti upptæka nema með leyfi viðkomandi. Ef viðkomandi er ekki reiðubúinn að láta af hendi hlutinn sem þrætuefnið stendur um, þá er hægt að vísa viðkomandi af svæðinu eða meina honum inngöngu.
Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?
Útgáfudagur
11.8.2003
Spyrjandi
Guðmundur Ómarsson, f. 1985
Tilvísun
Magnús Viðar Skúlason. „Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2003, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3649.
Magnús Viðar Skúlason. (2003, 11. ágúst). Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3649
Magnús Viðar Skúlason. „Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2003. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3649>.