Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.Þetta eru ein af grundvallarréttindum okkar hér á landi og þau eru nátengd 72. gr. Stjórnarskrárinnar sem fjallar um eignarétt. Ef leita á í eignum fólks eða framkvæma líkamsleit þá verður einstaklingurinn sjálfur að gefa leyfi fyrir leitinni. Aðstandendur útihátíða geta engu að síður sett reglur sem heimila gæslumönnum að leita á einstaklingum og í farangri þeirra og farartækjum. Ef viðkomandi er ekki reiðubúinn að veita leyfi fyrir leitinni, má vísa honum af svæðinu eða varna honum inngöngu þangað. Að sama skapi er gæslumönnum og aðstandendum hátíða óheimilt að gera hluti upptæka nema með leyfi viðkomandi. Ef viðkomandi er ekki reiðubúinn að láta af hendi hlutinn sem þrætuefnið stendur um, þá er hægt að vísa viðkomandi af svæðinu eða meina honum inngöngu.
Sendu inn spurningu
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Útgáfudagur
11.8.2003
Spyrjandi
Guðmundur Ómarsson, f. 1985
Tilvísun
Magnús Viðar Skúlason. „Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2003. Sótt 17. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3649.
Magnús Viðar Skúlason. (2003, 11. ágúst). Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3649
Magnús Viðar Skúlason. „Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2003. Vefsíða. 17. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3649>.
Vísindadagatalið
Anna Heiða Ólafsdóttir
1974
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunnar þar sem hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Anna Heiða vinnur nú að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi.