Sólin Sólin Rís 04:32 • sest 22:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:31 • Sest 04:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:32 • sest 22:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:31 • Sest 04:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að gera dauðaleit að einhverju?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið „að gera dauðaleit“ að einhverju?

Þegar einhver persóna skilar sér ekki heim á tilsettum tíma er yfirleitt fyrst farið að spyrjast fyrir um hana í nærumhverfi en síðan tekur við leit ef grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Fólk tekur sig saman og fer að leita skipulega og því ákafar sem lengra líður frá því að hins horfna er saknað. Þegar leitin er talin upp á líf og dauða, viðkomandi gæti verið í mikilli hættu, hugsanlega látinn, er oft talað um dauðaleit.

Síðar var farið að nota orðasambandið að leita dauðaleit í víðari merkingu um að leita að einhverju dyrum og dyngjum, til dæmis að leita dauðaleit að lyklum, flík, bók eða einhverju öðru sem viðkomandi liggur á að finna.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.5.2025

Spyrjandi

Guðrún Pálína Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að gera dauðaleit að einhverju?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2025, sótt 9. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87184.

Guðrún Kvaran. (2025, 9. maí). Hvað er að gera dauðaleit að einhverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87184

Guðrún Kvaran. „Hvað er að gera dauðaleit að einhverju?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2025. Vefsíða. 9. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87184>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að gera dauðaleit að einhverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið „að gera dauðaleit“ að einhverju?

Þegar einhver persóna skilar sér ekki heim á tilsettum tíma er yfirleitt fyrst farið að spyrjast fyrir um hana í nærumhverfi en síðan tekur við leit ef grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Fólk tekur sig saman og fer að leita skipulega og því ákafar sem lengra líður frá því að hins horfna er saknað. Þegar leitin er talin upp á líf og dauða, viðkomandi gæti verið í mikilli hættu, hugsanlega látinn, er oft talað um dauðaleit.

Síðar var farið að nota orðasambandið að leita dauðaleit í víðari merkingu um að leita að einhverju dyrum og dyngjum, til dæmis að leita dauðaleit að lyklum, flík, bók eða einhverju öðru sem viðkomandi liggur á að finna.

Mynd:

...