Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því.

Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði er að brot sem verið er að rannsaka sé alvarlegt. Einnig þarf dómsúrskurð áður en gripið er til þessara aðgerða.

Að taka upp samtöl manna án vitneskju þeirra er mjög gróf árás á friðhelgi einkalífsins svo að eðlilegt er að þessu úrræði sé beitt af varfærni. Varla er hægt að álykta sem svo að lögreglumenn, vegna stöðu sinnar, njóti ekki slíkra mannréttinda. Til þess að heimilt sé að taka upp samtöl við lögreglu þarf að vera til þess skýr lagaheimild, en hún er ekki til staðar.

Lögreglumenn fara með mikið vald og hætt getur verið við að menn í valdastöðum misnoti vald sitt. Löggjafinn hefur þó gert sitt til að koma í veg fyrir misbeitingu valds af hálfu opinberra starfsmanna. Þannig eru sérstök ákvæði í almennum hegningarlögum sem fjalla um brot opinberra starfsmanna í starfi og í lögum um opinbera starfsmenn eru gerðar ýmiss konar vammleysiskröfur til þeirra. Hinn almenni borgari ætti því að geta sótt rétt sinn, sé á honum brotið, með öðrum hætti en þeim að taka upp samtöl við lögreglumenn.

Á Vísindavefnum má finna svör um svipað efni, til dæmis:

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.6.2006

Spyrjandi

Gunnar Þórðarson

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6020.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 16. júní). Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6020

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?
Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því.

Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði er að brot sem verið er að rannsaka sé alvarlegt. Einnig þarf dómsúrskurð áður en gripið er til þessara aðgerða.

Að taka upp samtöl manna án vitneskju þeirra er mjög gróf árás á friðhelgi einkalífsins svo að eðlilegt er að þessu úrræði sé beitt af varfærni. Varla er hægt að álykta sem svo að lögreglumenn, vegna stöðu sinnar, njóti ekki slíkra mannréttinda. Til þess að heimilt sé að taka upp samtöl við lögreglu þarf að vera til þess skýr lagaheimild, en hún er ekki til staðar.

Lögreglumenn fara með mikið vald og hætt getur verið við að menn í valdastöðum misnoti vald sitt. Löggjafinn hefur þó gert sitt til að koma í veg fyrir misbeitingu valds af hálfu opinberra starfsmanna. Þannig eru sérstök ákvæði í almennum hegningarlögum sem fjalla um brot opinberra starfsmanna í starfi og í lögum um opinbera starfsmenn eru gerðar ýmiss konar vammleysiskröfur til þeirra. Hinn almenni borgari ætti því að geta sótt rétt sinn, sé á honum brotið, með öðrum hætti en þeim að taka upp samtöl við lögreglumenn.

Á Vísindavefnum má finna svör um svipað efni, til dæmis:

Heimildir:...