Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:20 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:06 • Síðdegis: 13:38 í Reykjavík

Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?

Halldór Gunnar Haraldsson

Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þetta ákvæði veitir einstaklingum vernd jafnt fyrir ágangi hins opinbera og einkaaðila, til dæmis atvinnuveitanda. Þá segir í 2. mgr. að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Enn fremur segir í 3. mgr. að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Þeir munir sem einstaklingur ber innan klæða geta vitaskuld varðað einkalíf hans. Hér mætti til dæmis nefna persónuleg bréf eða krítarkortanúmer. Kerfisbundin leit í fórum starfsmanna við brottför hlýtur því að teljast skerðing á friðhelgi einkalífs.

Í 2. og 3. mgr. stjórnarskrárinnar eru lög áskilin til þess að heimilt sé að skerða friðhelgi einkalífs. Þar er átt við sett lög frá Alþingi. Engin lagaákvæði hafa verið sett sem heimila atvinnuveitanda að leita kerfisbundið í fórum starfsmanna sinna við brottför. Niðurstaðan er því sú að slíkt er óheimilt nema með samþykki hvers og eins starfsmanns. Slíkt samþykki mætti vitaskuld vera almennt. Þannig verður ekki séð að neitt banni fyrirtæki að gera ráðningarsamning við starfsmann sinn sem mælir fyrir um almenna heimild atvinnuveitandans til kerfisbundinnar leitar af þessu tagi. Starfsmaðurinn hefur þá þann kost að leita sér að annarri vinnu ef honum líka ekki ráðningarskilmálarnir.

Höfundur

Útgáfudagur

17.9.2002

Spyrjandi

Harald Halldórsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?“ Vísindavefurinn, 17. september 2002. Sótt 29. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2715.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 17. september). Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2715

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2002. Vefsíða. 29. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2715>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?
Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þetta ákvæði veitir einstaklingum vernd jafnt fyrir ágangi hins opinbera og einkaaðila, til dæmis atvinnuveitanda. Þá segir í 2. mgr. að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Enn fremur segir í 3. mgr. að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Þeir munir sem einstaklingur ber innan klæða geta vitaskuld varðað einkalíf hans. Hér mætti til dæmis nefna persónuleg bréf eða krítarkortanúmer. Kerfisbundin leit í fórum starfsmanna við brottför hlýtur því að teljast skerðing á friðhelgi einkalífs.

Í 2. og 3. mgr. stjórnarskrárinnar eru lög áskilin til þess að heimilt sé að skerða friðhelgi einkalífs. Þar er átt við sett lög frá Alþingi. Engin lagaákvæði hafa verið sett sem heimila atvinnuveitanda að leita kerfisbundið í fórum starfsmanna sinna við brottför. Niðurstaðan er því sú að slíkt er óheimilt nema með samþykki hvers og eins starfsmanns. Slíkt samþykki mætti vitaskuld vera almennt. Þannig verður ekki séð að neitt banni fyrirtæki að gera ráðningarsamning við starfsmann sinn sem mælir fyrir um almenna heimild atvinnuveitandans til kerfisbundinnar leitar af þessu tagi. Starfsmaðurinn hefur þá þann kost að leita sér að annarri vinnu ef honum líka ekki ráðningarskilmálarnir....