Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?

Árni Helgason

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa.

Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf sé á hverju sinni. Þessi regla felur í sér sjónarmið um meðalhóf sem lögreglan verður að gæta að í öllum sínum störfum. Meðalhófsreglan gengur út á að aldrei skuli beitt strangari úrræðum en þörf sé á hverju sinni. Reglan er einnig í 12. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gildir um allar aðgerðir og ákvarðanatöku stjórnvalda.



Í 15. gr. lögreglulaganna kemur fram að lögreglu sé „heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.“

Í 2. mgr. 15. gr. segir svo að í þessu skyni sé
lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.
Í 19. gr. laganna segir að almenningi sé „skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“

Samkvæmt þessum lagaákvæðum hefur lögreglan skýrar heimildir til að framfylgja lögum og hafa afskipti af borgurunum enda slíkt óhjákvæmilegt til að halda uppi lögum og reglu. Þannig ber að fara eftir tilmælum og skipunum lögreglu, til dæmis þegar bifreiðar fólks eru stöðvaðar og ökumenn beðnir um að koma yfir í lögreglubílinn.

Í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga segir að handhafar lögregluvalds skuli gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur. „Ekki mega þeir beita sakaðan mann harðræði fram yfir það sem lög heimila og nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum.“ Þessi regla kveður skýrt á um að gangi lögregla of langt í framkvæmd lögreglustarfa hafi lögreglumenn gerst brotlegir við lög og slíkt athæfi ber umsvifalaust að kæra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru réttindin mín við það að lögreglan stoppi mig? Þarf ég að fara í bíllinn til þeirra og er hægt að skipa mér til þess?

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

19.5.2009

Spyrjandi

Thor Patrikson

Tilvísun

Árni Helgason. „Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27424.

Árni Helgason. (2009, 19. maí). Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27424

Árni Helgason. „Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27424>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa.

Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf sé á hverju sinni. Þessi regla felur í sér sjónarmið um meðalhóf sem lögreglan verður að gæta að í öllum sínum störfum. Meðalhófsreglan gengur út á að aldrei skuli beitt strangari úrræðum en þörf sé á hverju sinni. Reglan er einnig í 12. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gildir um allar aðgerðir og ákvarðanatöku stjórnvalda.



Í 15. gr. lögreglulaganna kemur fram að lögreglu sé „heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.“

Í 2. mgr. 15. gr. segir svo að í þessu skyni sé
lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.
Í 19. gr. laganna segir að almenningi sé „skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“

Samkvæmt þessum lagaákvæðum hefur lögreglan skýrar heimildir til að framfylgja lögum og hafa afskipti af borgurunum enda slíkt óhjákvæmilegt til að halda uppi lögum og reglu. Þannig ber að fara eftir tilmælum og skipunum lögreglu, til dæmis þegar bifreiðar fólks eru stöðvaðar og ökumenn beðnir um að koma yfir í lögreglubílinn.

Í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga segir að handhafar lögregluvalds skuli gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur. „Ekki mega þeir beita sakaðan mann harðræði fram yfir það sem lög heimila og nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum.“ Þessi regla kveður skýrt á um að gangi lögregla of langt í framkvæmd lögreglustarfa hafi lögreglumenn gerst brotlegir við lög og slíkt athæfi ber umsvifalaust að kæra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru réttindin mín við það að lögreglan stoppi mig? Þarf ég að fara í bíllinn til þeirra og er hægt að skipa mér til þess?

Mynd:...