Sólin Sólin Rís 07:25 • sest 19:11 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:27 • Sest 19:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:17 í Reykjavík

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?

Baldur S. Blöndal

Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009.

Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkraskrám látinna einstaklinga. Náinn aðstandandi er til að mynda maki, foreldri eða afkomandi. Ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til að þeir fái aðgang að sjúkraskrám látinna einstaklinga. Í ákvæðinu er einnig áréttað að tekið skal tillit til vilja hins látna ásamt hagsmunum þess sem óskar eftir upplýsingunum.

Bandarískir hermenn flokka sjúkraskrár.

Greinin er svonefnd vísiregla og því ræðst það af hverju tilfelli fyrir sig og mati umsjónaraðila sjúkraskrárinnar hvort aðstandendur hljóti aðgang. Greinin er því að einhverju leyti matskennd en þó er gerð krafa um að sá sem óski eftir gögnunum sé „náinn aðstandandi“ og að „ríkar ástæður" mæli með því að hann fái gögnin afhent.

Með hliðsjón af 12. grein laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, sem lýsir þagnarskyldu starfsmanna heilbrigðisþjónustu, má draga þá ályktun að það sé meginregla að þagnarskylda ríki um heilsufar látina manna. Afrit af sjúkraskrá yrði því ekki veitt á grundvelli forvitnissaka ef vilji hins látna lægi ekki fyrir. Öðru máli gegndi til dæmis ef erfingi vildi hnekkja erfðaskrá vegna meints heilsubrests þess sem lætur eftir sig erfðaskrá eða ef grunur léki á um að eitthvað hafi farið úrskeiðis við meðferð hins látna á sjúkrahúsi.

Þessa ríku vernd má rekja til þess að sjúkraskrár eru trúnaðarmál samkvæmt áðurnefndri meginreglu og falla undir friðhelgi einkalífs sem eru stjórnarskrárvarin mannréttindi í 71. grein hennar. Því ber að túlka þröngt allar undantekningar frá þeirri meginreglu, sérstaklega þegar vilji hins látna til að deila þessum upplýsingum liggur ekki fyrir.

Heimildir:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

M.A.-nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.1.2020

Spyrjandi

Dóra Jónsdóttir

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2020. Sótt 27. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=77741.

Baldur S. Blöndal. (2020, 15. janúar). Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77741

Baldur S. Blöndal. „Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2020. Vefsíða. 27. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77741>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?
Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009.

Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkraskrám látinna einstaklinga. Náinn aðstandandi er til að mynda maki, foreldri eða afkomandi. Ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til að þeir fái aðgang að sjúkraskrám látinna einstaklinga. Í ákvæðinu er einnig áréttað að tekið skal tillit til vilja hins látna ásamt hagsmunum þess sem óskar eftir upplýsingunum.

Bandarískir hermenn flokka sjúkraskrár.

Greinin er svonefnd vísiregla og því ræðst það af hverju tilfelli fyrir sig og mati umsjónaraðila sjúkraskrárinnar hvort aðstandendur hljóti aðgang. Greinin er því að einhverju leyti matskennd en þó er gerð krafa um að sá sem óski eftir gögnunum sé „náinn aðstandandi“ og að „ríkar ástæður" mæli með því að hann fái gögnin afhent.

Með hliðsjón af 12. grein laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, sem lýsir þagnarskyldu starfsmanna heilbrigðisþjónustu, má draga þá ályktun að það sé meginregla að þagnarskylda ríki um heilsufar látina manna. Afrit af sjúkraskrá yrði því ekki veitt á grundvelli forvitnissaka ef vilji hins látna lægi ekki fyrir. Öðru máli gegndi til dæmis ef erfingi vildi hnekkja erfðaskrá vegna meints heilsubrests þess sem lætur eftir sig erfðaskrá eða ef grunur léki á um að eitthvað hafi farið úrskeiðis við meðferð hins látna á sjúkrahúsi.

Þessa ríku vernd má rekja til þess að sjúkraskrár eru trúnaðarmál samkvæmt áðurnefndri meginreglu og falla undir friðhelgi einkalífs sem eru stjórnarskrárvarin mannréttindi í 71. grein hennar. Því ber að túlka þröngt allar undantekningar frá þeirri meginreglu, sérstaklega þegar vilji hins látna til að deila þessum upplýsingum liggur ekki fyrir.

Heimildir: