Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?
Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra.

Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa nema 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá. Barn á erfðarétt óháð því hve langt er liðið frá dauða foreldris. Það er rétt að ýmsar fjárkröfur fyrnast eftir illskiljanlegum og flóknum reglum laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14/1905. Arfshluti barns er hins vegar eign þess, þótt hann hafi ekki verið greiddur út.

Ef foreldrar eru giftir og annað þeirra deyr er meginreglan sú að hitt fær leyfi til setu í óskiptu búi. Það þýðir að eignir hjónanna koma ekki til skiptingar þó að annað þeirra deyi. Ef eftirlifandi foreldrið giftist aftur þarf að skipta búinu. Sá sem situr í óskiptu búi getur hvenær sem er krafist skipta og erfingjar geta líka, eftir ákveðnum reglum og skilyrðum, krafist þess að fá sinn hlut úr búinu. Það er samt gert ráð fyrir því sem meginreglu að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi til dánardags. Það þýðir að barn fær þá ekki greiddan arf sinn fyrr en báðir foreldrar eru látnir, en þá fær það líka arf eftir foreldrið sem er löngu látið.

Í flóknu fjölskylduumhverfi nútímans þar sem mörg börn eiga "tvö sett" af foreldrum eru málin þó sjaldan svona einföld. Þá eru erfðamál öllu erfiðari og flóknari ef foreldrar hafa verið í sambúð en ekki giftir.

Ef barn er svo ólánsamt að missa báða foreldra sína hverfur forsjá barnsins til barnaverndaryfirvalda, nema foreldrar hafi ákveðið hver skuli taka að sér barnið að þeim látnum. Sá sem fer með forsjá barns er alla jafna fjárhaldsmaður þess og hefur umsjá með eignum barnsins. Barnið tekur því arf eftir foreldra sína en getur ekki ráðstafað honum, og það getur fjárhaldsmaðurinn ekki heldur nema með samþykki og undir eftirliti sýslumanns. Lögráðamaður á að sjá um að ávaxta fé barnsins og gæta hagsmuna þess og mjög strangar reglur gilda um meðferð eigna þess sem er ófjárráða.

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.3.2006

Spyrjandi

Helga Hólmfríðardóttir

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5714.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 17. mars). Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5714

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5714>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?
Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra.

Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa nema 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá. Barn á erfðarétt óháð því hve langt er liðið frá dauða foreldris. Það er rétt að ýmsar fjárkröfur fyrnast eftir illskiljanlegum og flóknum reglum laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14/1905. Arfshluti barns er hins vegar eign þess, þótt hann hafi ekki verið greiddur út.

Ef foreldrar eru giftir og annað þeirra deyr er meginreglan sú að hitt fær leyfi til setu í óskiptu búi. Það þýðir að eignir hjónanna koma ekki til skiptingar þó að annað þeirra deyi. Ef eftirlifandi foreldrið giftist aftur þarf að skipta búinu. Sá sem situr í óskiptu búi getur hvenær sem er krafist skipta og erfingjar geta líka, eftir ákveðnum reglum og skilyrðum, krafist þess að fá sinn hlut úr búinu. Það er samt gert ráð fyrir því sem meginreglu að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi til dánardags. Það þýðir að barn fær þá ekki greiddan arf sinn fyrr en báðir foreldrar eru látnir, en þá fær það líka arf eftir foreldrið sem er löngu látið.

Í flóknu fjölskylduumhverfi nútímans þar sem mörg börn eiga "tvö sett" af foreldrum eru málin þó sjaldan svona einföld. Þá eru erfðamál öllu erfiðari og flóknari ef foreldrar hafa verið í sambúð en ekki giftir.

Ef barn er svo ólánsamt að missa báða foreldra sína hverfur forsjá barnsins til barnaverndaryfirvalda, nema foreldrar hafi ákveðið hver skuli taka að sér barnið að þeim látnum. Sá sem fer með forsjá barns er alla jafna fjárhaldsmaður þess og hefur umsjá með eignum barnsins. Barnið tekur því arf eftir foreldra sína en getur ekki ráðstafað honum, og það getur fjárhaldsmaðurinn ekki heldur nema með samþykki og undir eftirliti sýslumanns. Lögráðamaður á að sjá um að ávaxta fé barnsins og gæta hagsmuna þess og mjög strangar reglur gilda um meðferð eigna þess sem er ófjárráða.

Heimildir:...