Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?

Baldur S. Blöndal

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanlega.

Samkvæmt 12. og 29. gr. reglna um valdbeitingu lögreglumanna mega aðeins lögreglumenn sem hafa hlotið tilskylda þjálfun nota piparúða. Eins og farið er yfir í svari við spurningunni Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann? getur piparúði verið afar sársaukafullur og hættulegur þeim sem þjást af astma eða öðrum öndunarfærasjúkdómum. Reglurnar tiltaka hvenær megi beita slíkum úða og þær kveða einnig á um að lögregluþjónar eigi að veita einstaklingum sem verða fyrir úðanum fyrstu hjálp með því að skola augu þeirra með vatni.

Aðeins lögregluþjónar sem hlotið hafa tilskylda þjálfun mega beita piparúða á grundvelli reglna um valdbeitingu lögreglu.

Árið 1995 skipaði dómsmálaráðherra nefnd sem var falið að endurskoða þágildandi vopnalög. Helstu forsendur nefndarinnar fyrir takmörkun á vopnaeigu almennings voru settar fram í fjórum liðum:
  • Að vopn væru hættuleg tæki og almennt bæri að stuðla að því að þau væru ekki höfð um hönd nema í undantekningartilvikum þegar það styddist við gild rök.
  • Að það sé þekkt vandamál um allan heim að vopn tengjast afbrotum og af þeirri ástæðu verði að leitast við að takmarka vopnaeign svo sem kostur er.
  • Að meginreglan sé sú að öll vopn séu bönnuð nema þau séu sérstaklega leyfð samkvæmt lögum.
  • Að samræmi eigi að vera á milli löggjafar í landinu um meðferð skotvopna.

Ofangreindar fjórar ástæður liggja til grundvallar takmörkunum á vopnaburði hér á landi. Í sumum öðrum löndum ríkja önnur viðhorf. Í Bandaríkjunum er rétturinn til að bera vopna til að mynda stjórnarskrárbundinn. Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2017 eru Bandaríkin eina landið í heiminum þar sem fjöldi skotvopna er meiri en íbúafjöldi. Í Bandaríkjunum eru um 120 skotvopn á hverja hundrað íbúa en á Íslandi eru skotvopn á hverja hundrað íbúa 31,7.

Heimildir og mynd

Upprunalega spurningin:
Af hverju má ekki hafa piparúða á íslandi? Myndi það ekki gefa konum meira öryggi og mögulega minka nauðganir á þessu litla landi. Af hverju má lögreglan vera með piparúða en ekki fólk sem býr t.d. í Breiðholtinu eða öðrum stöðum sem eru að verða hættulegri með deginum? Af hverju mega konur sem þurfa að labba heim á næturnar ekki vera með þetta? Eða ef þær eru á djamminu? Auðvitað ætti að vera hægt að kæra ef þetta er notað til að meiða en þetta ætti ekki að vera bannað. Af hverju má ég ekki vera með piparúða þegar krakkfíklar í Breiðholti labba um með hnífa? Ég vill frekar stöðva klikkaðann einstakling með úða en að vera stunginn eða þurfa að stinga hann.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

18.3.2021

Spyrjandi

Gunnar Davíð Andrason

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2021, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78556.

Baldur S. Blöndal. (2021, 18. mars). Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78556

Baldur S. Blöndal. „Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2021. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78556>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanlega.

Samkvæmt 12. og 29. gr. reglna um valdbeitingu lögreglumanna mega aðeins lögreglumenn sem hafa hlotið tilskylda þjálfun nota piparúða. Eins og farið er yfir í svari við spurningunni Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann? getur piparúði verið afar sársaukafullur og hættulegur þeim sem þjást af astma eða öðrum öndunarfærasjúkdómum. Reglurnar tiltaka hvenær megi beita slíkum úða og þær kveða einnig á um að lögregluþjónar eigi að veita einstaklingum sem verða fyrir úðanum fyrstu hjálp með því að skola augu þeirra með vatni.

Aðeins lögregluþjónar sem hlotið hafa tilskylda þjálfun mega beita piparúða á grundvelli reglna um valdbeitingu lögreglu.

Árið 1995 skipaði dómsmálaráðherra nefnd sem var falið að endurskoða þágildandi vopnalög. Helstu forsendur nefndarinnar fyrir takmörkun á vopnaeigu almennings voru settar fram í fjórum liðum:
  • Að vopn væru hættuleg tæki og almennt bæri að stuðla að því að þau væru ekki höfð um hönd nema í undantekningartilvikum þegar það styddist við gild rök.
  • Að það sé þekkt vandamál um allan heim að vopn tengjast afbrotum og af þeirri ástæðu verði að leitast við að takmarka vopnaeign svo sem kostur er.
  • Að meginreglan sé sú að öll vopn séu bönnuð nema þau séu sérstaklega leyfð samkvæmt lögum.
  • Að samræmi eigi að vera á milli löggjafar í landinu um meðferð skotvopna.

Ofangreindar fjórar ástæður liggja til grundvallar takmörkunum á vopnaburði hér á landi. Í sumum öðrum löndum ríkja önnur viðhorf. Í Bandaríkjunum er rétturinn til að bera vopna til að mynda stjórnarskrárbundinn. Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2017 eru Bandaríkin eina landið í heiminum þar sem fjöldi skotvopna er meiri en íbúafjöldi. Í Bandaríkjunum eru um 120 skotvopn á hverja hundrað íbúa en á Íslandi eru skotvopn á hverja hundrað íbúa 31,7.

Heimildir og mynd

Upprunalega spurningin:
Af hverju má ekki hafa piparúða á íslandi? Myndi það ekki gefa konum meira öryggi og mögulega minka nauðganir á þessu litla landi. Af hverju má lögreglan vera með piparúða en ekki fólk sem býr t.d. í Breiðholtinu eða öðrum stöðum sem eru að verða hættulegri með deginum? Af hverju mega konur sem þurfa að labba heim á næturnar ekki vera með þetta? Eða ef þær eru á djamminu? Auðvitað ætti að vera hægt að kæra ef þetta er notað til að meiða en þetta ætti ekki að vera bannað. Af hverju má ég ekki vera með piparúða þegar krakkfíklar í Breiðholti labba um með hnífa? Ég vill frekar stöðva klikkaðann einstakling með úða en að vera stunginn eða þurfa að stinga hann.

...