Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?

Árni Helgason

Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.

Orðrétt segir svo í 15. gr.:
Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.

Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.

Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu skv. 2. og 3. mgr. getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.

Lögreglunni er því falið að halda uppi röð og reglu og veittar ýmsar heimildir til þess án þess að tilgreint sé nákvæmlega hvaða aðferðum skuli beita í hvert skipti. Lögreglumenn lenda í ótal atvikum og aðstæðum dag hvern og ómögulegt væri að reyna að ákvarða fyrirfram hvaða aðferð eða leið væri best að fara í hverju tilfelli. Það verður að byggja á mati á aðstæðum og almennum reglum. Í lögreglulögum er kveðið á um að lögreglan megi aldrei ganga lengra í beitingu valds en þörf sé á hverju sinni. Þeir sem orðið hafa fyrir valdbeitingu af hálfu lögreglunnar og telja að gengið hafi verið of langt geta að sjálfsögðu lagt fram kæru.


Lögregla sprautar piparúða á mótmælendur í Alþingisgarðinum 20. janúar 2009.

Meðal þeirra valdbeitingartækja sem lögreglan hefur er piparúði. Beiting piparúða er afar íþyngjandi aðgerð og er því aðeins beitt ef aðrar og vægari aðgerðir ganga ekki. Ríkislögreglustjóri hefur sett reglur um beitingu piparúða og lögreglumenn verða að hafa ákveðna þjálfun til að nota slíkan búnað og hafa sjálfir prófað að fá piparúða framan í sig.

Afar sársaukafullt er að fá piparúðann í andlit eða í snertingu við líkama en það er ekki hættulegt. Í svari Óskars Rudolfs Kettlers við spurningunni Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann? má finna nánari lýsingu á virkni efnisins og hvernig best er að bregðast við komist maður í snertingu við það.

Lögreglan getur einnig beitt táragasi en það er hættulegra efni en piparúði. Aðeins hefur verið beitt táragasi tvisvar sinnum hér á landi og í bæði skiptin á Austurvelli. Í fyrra skiptið árið 1949 þegar til átaka kom fyrir framan Alþingishúsið á meðan þingið fjallaði um aðildarsamning Íslands að Atlantshafsbandalaginu en í síðara skiptið í kjölfar mótmæla í miðbænum í janúar 2009.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Nei!. Sótt 8.5.2009.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

13.5.2009

Spyrjandi

Sigurður Óli Árnason, f. 1990

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2009. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48109.

Árni Helgason. (2009, 13. maí). Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48109

Árni Helgason. „Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2009. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48109>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?
Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.

Orðrétt segir svo í 15. gr.:
Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.

Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.

Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu skv. 2. og 3. mgr. getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.

Lögreglunni er því falið að halda uppi röð og reglu og veittar ýmsar heimildir til þess án þess að tilgreint sé nákvæmlega hvaða aðferðum skuli beita í hvert skipti. Lögreglumenn lenda í ótal atvikum og aðstæðum dag hvern og ómögulegt væri að reyna að ákvarða fyrirfram hvaða aðferð eða leið væri best að fara í hverju tilfelli. Það verður að byggja á mati á aðstæðum og almennum reglum. Í lögreglulögum er kveðið á um að lögreglan megi aldrei ganga lengra í beitingu valds en þörf sé á hverju sinni. Þeir sem orðið hafa fyrir valdbeitingu af hálfu lögreglunnar og telja að gengið hafi verið of langt geta að sjálfsögðu lagt fram kæru.


Lögregla sprautar piparúða á mótmælendur í Alþingisgarðinum 20. janúar 2009.

Meðal þeirra valdbeitingartækja sem lögreglan hefur er piparúði. Beiting piparúða er afar íþyngjandi aðgerð og er því aðeins beitt ef aðrar og vægari aðgerðir ganga ekki. Ríkislögreglustjóri hefur sett reglur um beitingu piparúða og lögreglumenn verða að hafa ákveðna þjálfun til að nota slíkan búnað og hafa sjálfir prófað að fá piparúða framan í sig.

Afar sársaukafullt er að fá piparúðann í andlit eða í snertingu við líkama en það er ekki hættulegt. Í svari Óskars Rudolfs Kettlers við spurningunni Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann? má finna nánari lýsingu á virkni efnisins og hvernig best er að bregðast við komist maður í snertingu við það.

Lögreglan getur einnig beitt táragasi en það er hættulegra efni en piparúði. Aðeins hefur verið beitt táragasi tvisvar sinnum hér á landi og í bæði skiptin á Austurvelli. Í fyrra skiptið árið 1949 þegar til átaka kom fyrir framan Alþingishúsið á meðan þingið fjallaði um aðildarsamning Íslands að Atlantshafsbandalaginu en í síðara skiptið í kjölfar mótmæla í miðbænum í janúar 2009.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Nei!. Sótt 8.5.2009.
...