Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?

Árni Helgason

Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað upp á.

Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (73. gr.) tryggir fólki rétt til að láta í ljós skoðanir sínar. Félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (74. gr.) verndar auk þess rétt manna til þess að mynda félög og koma saman til funda. Þar segir í 3. mgr.:
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.
Í mannréttindasáttmála Evrópu eru einnig ákvæði sem tryggja tjáningarfrelsi (10. gr.) og funda- og félagafrelsi (11. gr.).

Mörgum þykir líklega rétturinn til að koma saman og tjá sig vera augljós og sjálfgefinn og þess vegna óþarfi að tryggja hann í stjórnarskrá eða mannréttindasáttmálum. Þessi ákvæði hafa engu að síður mikið gildi.


Mynd frá mótmælum vörubílstjóra vorið 2008.

Réttindin sem stjórnarskráin veitir eru þess eðlis að ekki er hægt að afnema þau með almennum lögum eða ákvörðunum stjórnvalda. Þannig myndu til dæmis lög frá Alþingi sem kvæðu á um bann við útifundum tiltekinna samtaka eða lög sem veittu stjórnvöldum heimild til að stöðva tiltekna útgáfu ekki standast gagnvart stjórnarskrárákvæðunum og dómstólar myndu því dæma slík lög ómerk. Stjórnarskráin gerir þó ráð fyrir því að setja megi tjáningarfrelsi skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Oftast reynir hins vegar á ákvæði stjórnarskrárinnar og réttinn til mótmæla þegar dómstólar þurfa að vega og meta réttinn til að mótmæla andspænis svigrúmi lögreglunnar til þess að grípa til aðgerða og halda almannareglu. Þarna á milli er ákveðin lína, það er hve langt má ganga við mótmæli áður en mótmælendur eru farnir að ganga á rétt annarra, til dæmis hvað varðar eignir og eignarrétt eða ferðafrelsi annars fólks. Þá þarf að vega og meta hve langt er gengið, til dæmis hversu mikilli truflun og skaða mótmælin valdi og svo framvegis.

Í 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, er heimild til lögreglumanna um aðgerðir sem grípa má til. Þar segir meðal annars:
Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.

Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.

Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.
Þá er í 16. gr. lögreglulaganna heimild til lögreglu um að handtaka mann, meðal annars í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu, svo sem ef maður ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum.

Ljóst er því að lögreglan hefur skýra heimild í lögum til þess að beita sér ef á reynir en valdheimildum lögreglu verður að beita í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna um að beita vægasta úrræði sem völ er á þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur hverju sinni. Þetta er raunar áréttað í 14. gr. lögreglulaganna.

Ýmis nýleg dæmi eru um mótmæli hér á landi og viðbrögð lögreglu. Vorið 2008 efndu vörubílstjórar til að mynda til mótmæla með því að stöðva umferð á stórum umferðaræðum í borginni. Lögreglan greip inn í þegar mótmælin ágerðust og voru nokkrir af forsprökkum bílstjóranna handteknir.

Í janúar 2009 urðu mótmæli í miðborg Reykjavíkur nokkra daga í röð. Stærstur hluti þeirra sem tóku þátt beitti sér með friðsamlegum hætti en nokkrir þátttakendur gengu hins vegar lengra, skemmdu eignir, brutu rúður og réðust að lögreglu. Lögreglan brást meðal annars við með handtökum og beitingu piparúða og táragass en það var í fyrsta sinn sem táragasi var beitt hér á landi frá árinu 1949.


Mynd frá mótmælum í Alþingisgarðinum 20. janúar 2009.

Dómstólar og eftirlitsstofnanir hafa fengið til umfjöllunar ýmis mál sem tengjast mótmælum og viðbrögðum lögreglu við þeim. Árið 1999 gekk dómur í Hæstarétti um lögmæti handtöku nokkurra manna sem höfðu staðið fyrir mótmælum á Austurvelli á sama tíma og bein útsending var frá bandaríska sjónvarpsþættinum Good Morning America.

Hópurinn var þar að eigin sögn til að stunda friðsamleg mótmæli gegn framferði bandarískra stjórnvalda. Í dóminum er því lýst hvernig áttmenningarnir hófu að hrópa ýmis slagorð, einkum orðin: „Free Mumia Abu Jamal“, þar til lögreglan handtók þá eftir um það bil hálfa mínútu (þess má geta að Abu Jamal þessi er bandarískur fangi sem bíður dauðadóms). Lögregla á staðnum hafði fengið þau fyrirmæli að fjarlægja alla á staðnum sem voru með óæskilega háreysti. Í niðurstöðu dómsins segir að í háttsemi mótmælendanna að koma með mótmælaspjöld og fána á Austurvöll og hafa í frammi nokkra háreysti hafi ekki falist meiri truflanir á upptöku sjónvarpsþáttarins en almennt má vænta við slíka atburði á almannafæri. Að sama skapi taldi dómurinn að handtakan hefði ekki verið nauðsynlegt úrræði, þar sem beita hefði mátt hóflegri aðgerðum og handtakan var því ekki talin lögmæt.

Annað mál sem tengist mótmælum er álit Umboðsmanns Alþingis frá árinu 2005 um þær ferðatakmarkanir sem íslensk stjórnvöld beittu meðlimi úr Falun Gong sem ætluðu að koma til landsins árið 2002 vegna heimsóknar forseta Kína. Takmarkanirnar gengu út á að meðlimir Falun Gong fengu ekki að koma um borð í flugvélar á leið til landsins þar sem fyrir lá að þeir myndu ekki fá heimild til að fara inn í landið. Í áliti Umboðsmanns er komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið lagagrundvöllur fyrir því að taka þessa ákvörðun.

Rétturinn til mótmæla er því fyrir hendi og varinn í stjórnarskrá enda mikilvægur þáttur í lýðræðislegu samfélagi. Hann er hins vegar ekki ótakmarkaður og lögregla hefur heimild til að grípa inn í þegar mótmæli ganga of langt. Það er svo dómstóla að skera úr um hvar þessi mörk liggja í hverju tilfelli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

8.5.2009

Spyrjandi

Óskar Ericsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2009, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47329.

Árni Helgason. (2009, 8. maí). Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47329

Árni Helgason. „Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2009. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47329>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?
Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað upp á.

Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (73. gr.) tryggir fólki rétt til að láta í ljós skoðanir sínar. Félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (74. gr.) verndar auk þess rétt manna til þess að mynda félög og koma saman til funda. Þar segir í 3. mgr.:
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.
Í mannréttindasáttmála Evrópu eru einnig ákvæði sem tryggja tjáningarfrelsi (10. gr.) og funda- og félagafrelsi (11. gr.).

Mörgum þykir líklega rétturinn til að koma saman og tjá sig vera augljós og sjálfgefinn og þess vegna óþarfi að tryggja hann í stjórnarskrá eða mannréttindasáttmálum. Þessi ákvæði hafa engu að síður mikið gildi.


Mynd frá mótmælum vörubílstjóra vorið 2008.

Réttindin sem stjórnarskráin veitir eru þess eðlis að ekki er hægt að afnema þau með almennum lögum eða ákvörðunum stjórnvalda. Þannig myndu til dæmis lög frá Alþingi sem kvæðu á um bann við útifundum tiltekinna samtaka eða lög sem veittu stjórnvöldum heimild til að stöðva tiltekna útgáfu ekki standast gagnvart stjórnarskrárákvæðunum og dómstólar myndu því dæma slík lög ómerk. Stjórnarskráin gerir þó ráð fyrir því að setja megi tjáningarfrelsi skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Oftast reynir hins vegar á ákvæði stjórnarskrárinnar og réttinn til mótmæla þegar dómstólar þurfa að vega og meta réttinn til að mótmæla andspænis svigrúmi lögreglunnar til þess að grípa til aðgerða og halda almannareglu. Þarna á milli er ákveðin lína, það er hve langt má ganga við mótmæli áður en mótmælendur eru farnir að ganga á rétt annarra, til dæmis hvað varðar eignir og eignarrétt eða ferðafrelsi annars fólks. Þá þarf að vega og meta hve langt er gengið, til dæmis hversu mikilli truflun og skaða mótmælin valdi og svo framvegis.

Í 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, er heimild til lögreglumanna um aðgerðir sem grípa má til. Þar segir meðal annars:
Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.

Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.

Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.
Þá er í 16. gr. lögreglulaganna heimild til lögreglu um að handtaka mann, meðal annars í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu, svo sem ef maður ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum.

Ljóst er því að lögreglan hefur skýra heimild í lögum til þess að beita sér ef á reynir en valdheimildum lögreglu verður að beita í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna um að beita vægasta úrræði sem völ er á þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur hverju sinni. Þetta er raunar áréttað í 14. gr. lögreglulaganna.

Ýmis nýleg dæmi eru um mótmæli hér á landi og viðbrögð lögreglu. Vorið 2008 efndu vörubílstjórar til að mynda til mótmæla með því að stöðva umferð á stórum umferðaræðum í borginni. Lögreglan greip inn í þegar mótmælin ágerðust og voru nokkrir af forsprökkum bílstjóranna handteknir.

Í janúar 2009 urðu mótmæli í miðborg Reykjavíkur nokkra daga í röð. Stærstur hluti þeirra sem tóku þátt beitti sér með friðsamlegum hætti en nokkrir þátttakendur gengu hins vegar lengra, skemmdu eignir, brutu rúður og réðust að lögreglu. Lögreglan brást meðal annars við með handtökum og beitingu piparúða og táragass en það var í fyrsta sinn sem táragasi var beitt hér á landi frá árinu 1949.


Mynd frá mótmælum í Alþingisgarðinum 20. janúar 2009.

Dómstólar og eftirlitsstofnanir hafa fengið til umfjöllunar ýmis mál sem tengjast mótmælum og viðbrögðum lögreglu við þeim. Árið 1999 gekk dómur í Hæstarétti um lögmæti handtöku nokkurra manna sem höfðu staðið fyrir mótmælum á Austurvelli á sama tíma og bein útsending var frá bandaríska sjónvarpsþættinum Good Morning America.

Hópurinn var þar að eigin sögn til að stunda friðsamleg mótmæli gegn framferði bandarískra stjórnvalda. Í dóminum er því lýst hvernig áttmenningarnir hófu að hrópa ýmis slagorð, einkum orðin: „Free Mumia Abu Jamal“, þar til lögreglan handtók þá eftir um það bil hálfa mínútu (þess má geta að Abu Jamal þessi er bandarískur fangi sem bíður dauðadóms). Lögregla á staðnum hafði fengið þau fyrirmæli að fjarlægja alla á staðnum sem voru með óæskilega háreysti. Í niðurstöðu dómsins segir að í háttsemi mótmælendanna að koma með mótmælaspjöld og fána á Austurvöll og hafa í frammi nokkra háreysti hafi ekki falist meiri truflanir á upptöku sjónvarpsþáttarins en almennt má vænta við slíka atburði á almannafæri. Að sama skapi taldi dómurinn að handtakan hefði ekki verið nauðsynlegt úrræði, þar sem beita hefði mátt hóflegri aðgerðum og handtakan var því ekki talin lögmæt.

Annað mál sem tengist mótmælum er álit Umboðsmanns Alþingis frá árinu 2005 um þær ferðatakmarkanir sem íslensk stjórnvöld beittu meðlimi úr Falun Gong sem ætluðu að koma til landsins árið 2002 vegna heimsóknar forseta Kína. Takmarkanirnar gengu út á að meðlimir Falun Gong fengu ekki að koma um borð í flugvélar á leið til landsins þar sem fyrir lá að þeir myndu ekki fá heimild til að fara inn í landið. Í áliti Umboðsmanns er komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið lagagrundvöllur fyrir því að taka þessa ákvörðun.

Rétturinn til mótmæla er því fyrir hendi og varinn í stjórnarskrá enda mikilvægur þáttur í lýðræðislegu samfélagi. Hann er hins vegar ekki ótakmarkaður og lögregla hefur heimild til að grípa inn í þegar mótmæli ganga of langt. Það er svo dómstóla að skera úr um hvar þessi mörk liggja í hverju tilfelli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...