Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?

Óskar Rudolf Kettler

Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi.

Til eru margar tegundir af piparúða og er innihald þeirra nokkuð mismunandi. Í þeim piparúða sem oftast er notaður er virka efnið kapsæsín (e. capsaicin) (8-Methyl-N-vanillyl-trans-6-nonenamide). Það er dregið út úr piparávöxtum á borð við chile-pipar og cayenne-pipar, og síðan er því blandað meðal annars við própýlenglýkól í styrkleikanum 0,5-10 %.

Virka efnið í piparúða er oftast svonefnt kapsæsín. Það er dregið úr piparávöxtum. Á myndinni sést lögregla úða piparúða á mótmælendur í Seattle 30. nóvember 1999.

Kapsæsín er það sem kallað er tárvekjandi (e. lachrymator) en svo nefnist flokkur efna sem veldur ertingu í augum og slímhúð. Einnig getur það valdið sviða og ertingu á venjulegri húð ef piparúðinn er sterkur. Það er óhemju sársaukafullt að fá piparúða í andlitið en það er sem betur fer ekki að sama skapi hættulegt. Hluti af þjálfun lögreglumanna víða um heim felst í því að láta þá reyna hvernig það er að fá piparúða framan í sig. Fólk sem hefur astma ætti þó sérstaklega að varast piparúða enda getur allt sem fer niður í lungun kallað fram astmakast. Ef astmasjúklingar fá piparúða framan í sig ættu þeir að leita læknis sem fyrst. Yfirleitt er ekki talið samkvæmt heimildum okkar að piparúði einn og sér geti valdið dauðsföllum en slíkt er þó hugsanlegt þegar fólk er með astma.

Hér er reynt að skola piparúða úr andlitinu á ungum manni. Samkvæmt heimildum okkar er þetta skásta meðferðin sem völ er á.

Fyrir þann sem fær piparúða í andlitið er mikilvægt að koma sér sem fyrst af vettvangi til að sem minnst af úðanum komist í snertingu við hann. Miklu skiptir að nudda vökvanum ekki í andlit eða augu. Þá þarf að fjarlæga föt sem eru menguð og þvo hendurnar vel. Einnig er gott að depla augunum ótt og títt til þess að auka táramyndun þannig að efnið skolist burt. Ef hægt er að komast í vatn þá ætti að skola augun vel til þess að ýta olíukennda vökvanum hreinlega úr augunum. Þá hefur reynst vel að nota barnasjampó til þess að þvo vökvann úr andlitinu og augunum. Engin töfralausn er til við einkennunum og verður fólk hreinlega að þola óþægindin sem fylgja úðanum. Eftir um 30-40 mínútur eru verstu einkennin horfin og eftir tvo til þrjá daga eru menn algjörlega einkennalausir.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Óskar Rudolf Kettler

lífefnafræðingur

Útgáfudagur

25.11.2008

Spyrjandi

Grétar Eiríksson

Tilvísun

Óskar Rudolf Kettler. „Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2008, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50461.

Óskar Rudolf Kettler. (2008, 25. nóvember). Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50461

Óskar Rudolf Kettler. „Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2008. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50461>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?
Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi.

Til eru margar tegundir af piparúða og er innihald þeirra nokkuð mismunandi. Í þeim piparúða sem oftast er notaður er virka efnið kapsæsín (e. capsaicin) (8-Methyl-N-vanillyl-trans-6-nonenamide). Það er dregið út úr piparávöxtum á borð við chile-pipar og cayenne-pipar, og síðan er því blandað meðal annars við própýlenglýkól í styrkleikanum 0,5-10 %.

Virka efnið í piparúða er oftast svonefnt kapsæsín. Það er dregið úr piparávöxtum. Á myndinni sést lögregla úða piparúða á mótmælendur í Seattle 30. nóvember 1999.

Kapsæsín er það sem kallað er tárvekjandi (e. lachrymator) en svo nefnist flokkur efna sem veldur ertingu í augum og slímhúð. Einnig getur það valdið sviða og ertingu á venjulegri húð ef piparúðinn er sterkur. Það er óhemju sársaukafullt að fá piparúða í andlitið en það er sem betur fer ekki að sama skapi hættulegt. Hluti af þjálfun lögreglumanna víða um heim felst í því að láta þá reyna hvernig það er að fá piparúða framan í sig. Fólk sem hefur astma ætti þó sérstaklega að varast piparúða enda getur allt sem fer niður í lungun kallað fram astmakast. Ef astmasjúklingar fá piparúða framan í sig ættu þeir að leita læknis sem fyrst. Yfirleitt er ekki talið samkvæmt heimildum okkar að piparúði einn og sér geti valdið dauðsföllum en slíkt er þó hugsanlegt þegar fólk er með astma.

Hér er reynt að skola piparúða úr andlitinu á ungum manni. Samkvæmt heimildum okkar er þetta skásta meðferðin sem völ er á.

Fyrir þann sem fær piparúða í andlitið er mikilvægt að koma sér sem fyrst af vettvangi til að sem minnst af úðanum komist í snertingu við hann. Miklu skiptir að nudda vökvanum ekki í andlit eða augu. Þá þarf að fjarlæga föt sem eru menguð og þvo hendurnar vel. Einnig er gott að depla augunum ótt og títt til þess að auka táramyndun þannig að efnið skolist burt. Ef hægt er að komast í vatn þá ætti að skola augun vel til þess að ýta olíukennda vökvanum hreinlega úr augunum. Þá hefur reynst vel að nota barnasjampó til þess að þvo vökvann úr andlitinu og augunum. Engin töfralausn er til við einkennunum og verður fólk hreinlega að þola óþægindin sem fylgja úðanum. Eftir um 30-40 mínútur eru verstu einkennin horfin og eftir tvo til þrjá daga eru menn algjörlega einkennalausir.

Heimildir:

Myndir:

...