Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var byssan fundin upp?

EDS

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til.

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju eru byssur til? segir meðal annars:
Til þess að byssur yrðu til í aldanna rás þurftu menn aðallega tvennt: Í fyrsta lagi kunnáttu til að smíða byssurnar sjálfar og skotin, og í öðru lagi þekkingu á púðri og púðurgerð. Fyrra atriðið kom til smám saman í Evrópu í framvindu sögunnar frá steinöld til bronsaldar og þaðan til járnaldar. Að því er varðar síðara atriðið, púðurgerðina, þá tókst Kínverjum það fyrstum manna á áttundu öld eftir Krist eða svo. Þessi þekking og kunnátta barst svo til Evrópu frá Kína á þrettándu öld.

Til eru lýsingar á notkun einhvers konar frumstæðrar fallbyssu í hernaði í Kína á fyrri hluta 12. aldar. Talið er að elsta byssa sem fundist hefur sé vopn sem fannst í þorpi í Mansjúríu í Kína og er hún frá um 1290. Múslimar voru farnir að nota einhvers konar handfallbyssur á 13. öld.

Smám saman þróuðust byssur frekar og tæknin breiddist út. Fyrst er getið um múskettur (framhlaðninga, forvera riffils) í Kína á 14. öld en seinna í Evrópu. Múskettur urðu með tímanum helsta vopn fótgönguliða og héldu þeim sess allt fram á 19. öld þegar rifflar tóku við. Vitað er að skammbyssur voru komnar fram á sjónarsviðið á 15. öld en þær náðu ekki útbreiðslu fyrr en kom fram á 19. öldina.

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Haraldur Rúnar Einarsson, Gunnar Dofri, Davíð Agnar Davíðsson

Tilvísun

EDS. „Hvenær var byssan fundin upp?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7162.

EDS. (2008, 4. mars). Hvenær var byssan fundin upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7162

EDS. „Hvenær var byssan fundin upp?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7162>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var byssan fundin upp?
Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til.

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju eru byssur til? segir meðal annars:
Til þess að byssur yrðu til í aldanna rás þurftu menn aðallega tvennt: Í fyrsta lagi kunnáttu til að smíða byssurnar sjálfar og skotin, og í öðru lagi þekkingu á púðri og púðurgerð. Fyrra atriðið kom til smám saman í Evrópu í framvindu sögunnar frá steinöld til bronsaldar og þaðan til járnaldar. Að því er varðar síðara atriðið, púðurgerðina, þá tókst Kínverjum það fyrstum manna á áttundu öld eftir Krist eða svo. Þessi þekking og kunnátta barst svo til Evrópu frá Kína á þrettándu öld.

Til eru lýsingar á notkun einhvers konar frumstæðrar fallbyssu í hernaði í Kína á fyrri hluta 12. aldar. Talið er að elsta byssa sem fundist hefur sé vopn sem fannst í þorpi í Mansjúríu í Kína og er hún frá um 1290. Múslimar voru farnir að nota einhvers konar handfallbyssur á 13. öld.

Smám saman þróuðust byssur frekar og tæknin breiddist út. Fyrst er getið um múskettur (framhlaðninga, forvera riffils) í Kína á 14. öld en seinna í Evrópu. Múskettur urðu með tímanum helsta vopn fótgönguliða og héldu þeim sess allt fram á 19. öld þegar rifflar tóku við. Vitað er að skammbyssur voru komnar fram á sjónarsviðið á 15. öld en þær náðu ekki útbreiðslu fyrr en kom fram á 19. öldina.

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....