Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvernig er púður gert?

JGÞ

Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa? er fjallað um púður. Þar segir meðal annars:
Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blöndunni súrefni. Hún verður því sérlega eldfim þar sem hún þarf ekki að fá súrefnið úr loftinu eins og venjulegast er við bruna. Þegar kviknar í púðrinu verður sprenging og hiti og ljós myndast.

Púður af þessu tagi er oft nefnt svartpúður og á líklega rætur að rekja til Kína á 10. öld eða eitthvað fyrr. Í dag nota flugeldaframleiðendur kraftmeiri efni í púður. Sterkja, sykur og efni sem unnin eru úr jarðolíu eru notuð sem eldsneyti og efnið kalínklórat (e. potassium chlorate) er notað í staðinn fyrir saltpétur (e. potassium nitrate).Svartpúður.

Hægt er að lesa meira um púður í fyrrnefndu svari um flugelda og einnig er vert að benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvenær var byssan fundin upp?

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvaða efni eru í púðri?

Höfundur

Útgáfudagur

13.11.2009

Spyrjandi

Kristofer Henry Geirsson, Valdimar Thorlacius, Birgir Ragnarsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er púður gert?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2009. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54100.

JGÞ. (2009, 13. nóvember). Hvernig er púður gert? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54100

JGÞ. „Hvernig er púður gert?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2009. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54100>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er púður gert?
Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa? er fjallað um púður. Þar segir meðal annars:

Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blöndunni súrefni. Hún verður því sérlega eldfim þar sem hún þarf ekki að fá súrefnið úr loftinu eins og venjulegast er við bruna. Þegar kviknar í púðrinu verður sprenging og hiti og ljós myndast.

Púður af þessu tagi er oft nefnt svartpúður og á líklega rætur að rekja til Kína á 10. öld eða eitthvað fyrr. Í dag nota flugeldaframleiðendur kraftmeiri efni í púður. Sterkja, sykur og efni sem unnin eru úr jarðolíu eru notuð sem eldsneyti og efnið kalínklórat (e. potassium chlorate) er notað í staðinn fyrir saltpétur (e. potassium nitrate).Svartpúður.

Hægt er að lesa meira um púður í fyrrnefndu svari um flugelda og einnig er vert að benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvenær var byssan fundin upp?

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvaða efni eru í púðri?
...