Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Af hverju eru byssur til?

ÞV

Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis önnur vopn, svo sem spjót, boga og örvar og fleira.

Til þess að byssur yrðu til í aldanna rás þurftu menn aðallega tvennt: Í fyrsta lagi kunnáttu til að smíða byssurnar sjálfar og skotin, og í öðru lagi þekkingu á púðri og púðurgerð. Fyrra atriðið kom til smám saman í Evrópu í framvindu sögunnar frá steinöld til bronsaldar og þaðan til járnaldar. Að því er varðar síðara atriðið, púðurgerðina, þá tókst Kínverjum það fyrstum manna á áttundu öld eftir Krist eða svo. Þessi þekking og kunnátta barst svo til Evrópu frá Kína á þrettándu öld.


Nýtískuhaglabyssa.

Fyrstu byssurnar voru að sjálfsögðu bæði klunnalegar, hættulegar eigendum sínum og erfiðar í notkun. Engu að síður héldu menn áfram að þróa þær sem vopn enda höfðu þær meðal annars mikið fælingargildi vegna skothvellsins og fleiri merkilegra fyrirbæra sem tengjast þeim.

Menn velta því stundum fyrir sér af hverju Spánverjar og aðrar suðlægari þjóðir námu land í Ameríku um og upp úr 1500 en norrænir menn gerðu það ekki 500 árum fyrr þegar Leifur heppni og fleiri voru á ferð í Vínlandi. Eina meðverkandi skýringu á þessu má sjá í lýsingum á fyrstu bardögum Spánverja við innfædda Ameríkumenn. Evrópumenn beittu þá byssum gegn Indíánunum en þeir höfðu aldrei séð eða heyrt neitt því líkt áður. Þeir fylltust því skelfingu og mótstaða þeirra veiktist mjög. Þannig hefur byssan með ýmsu móti haft margvísleg áhrif á mannkynssöguna allar götur síðan hún kom til sögu.

Stutt yfirlit um sögu byssupúðursins á ensku er að finna hér

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.4.2006

Spyrjandi

Jóhanna Ólafsdóttir, f. 1995

Tilvísun

ÞV. „Af hverju eru byssur til?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2006. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5783.

ÞV. (2006, 4. apríl). Af hverju eru byssur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5783

ÞV. „Af hverju eru byssur til?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2006. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5783>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru byssur til?
Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis önnur vopn, svo sem spjót, boga og örvar og fleira.

Til þess að byssur yrðu til í aldanna rás þurftu menn aðallega tvennt: Í fyrsta lagi kunnáttu til að smíða byssurnar sjálfar og skotin, og í öðru lagi þekkingu á púðri og púðurgerð. Fyrra atriðið kom til smám saman í Evrópu í framvindu sögunnar frá steinöld til bronsaldar og þaðan til járnaldar. Að því er varðar síðara atriðið, púðurgerðina, þá tókst Kínverjum það fyrstum manna á áttundu öld eftir Krist eða svo. Þessi þekking og kunnátta barst svo til Evrópu frá Kína á þrettándu öld.


Nýtískuhaglabyssa.

Fyrstu byssurnar voru að sjálfsögðu bæði klunnalegar, hættulegar eigendum sínum og erfiðar í notkun. Engu að síður héldu menn áfram að þróa þær sem vopn enda höfðu þær meðal annars mikið fælingargildi vegna skothvellsins og fleiri merkilegra fyrirbæra sem tengjast þeim.

Menn velta því stundum fyrir sér af hverju Spánverjar og aðrar suðlægari þjóðir námu land í Ameríku um og upp úr 1500 en norrænir menn gerðu það ekki 500 árum fyrr þegar Leifur heppni og fleiri voru á ferð í Vínlandi. Eina meðverkandi skýringu á þessu má sjá í lýsingum á fyrstu bardögum Spánverja við innfædda Ameríkumenn. Evrópumenn beittu þá byssum gegn Indíánunum en þeir höfðu aldrei séð eða heyrt neitt því líkt áður. Þeir fylltust því skelfingu og mótstaða þeirra veiktist mjög. Þannig hefur byssan með ýmsu móti haft margvísleg áhrif á mannkynssöguna allar götur síðan hún kom til sögu.

Stutt yfirlit um sögu byssupúðursins á ensku er að finna hér

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...