Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:

Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun?

Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, sem yfirleitt starfar í þágu almennings á einhvern hátt“. Því falla bæði Landspítalinn og Þjóðkirkjan undir ofangreindar skilgreiningar.

Landspítalinn er ríkisstofnun.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Er þjóðkirkjan ríkisstofnun? er hugtakið ríkisstofnun hvergi skilgreint í lögum. Hins vegar er hægt að miða við hugtakið ríkisaðili sem eru þær stofnanir sem fara með ríkisvald og aðrir aðilar sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.

Rekstur Þjóðkirkjunnar er með nokkuð sérstöku móti, eins og rakið er í fyrrnefndu svari en skýrara er að ná utan um rekstur Landspítalans. Spítalinn er í A-hluta ríkissjóðs og er fjármagnaður með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum og framlögum. Landspítalinn er ríkisaðili og líka stofnun. Þjóðkirkjan er hins vegar stofnun en ekki beinlínis ríkisaðili.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

19.7.2021

Spyrjandi

María Fortescue

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2021, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81624.

Baldur S. Blöndal. (2021, 19. júlí). Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81624

Baldur S. Blöndal. „Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2021. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81624>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?
Upprunalega spurningin var:

Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun?

Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, sem yfirleitt starfar í þágu almennings á einhvern hátt“. Því falla bæði Landspítalinn og Þjóðkirkjan undir ofangreindar skilgreiningar.

Landspítalinn er ríkisstofnun.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Er þjóðkirkjan ríkisstofnun? er hugtakið ríkisstofnun hvergi skilgreint í lögum. Hins vegar er hægt að miða við hugtakið ríkisaðili sem eru þær stofnanir sem fara með ríkisvald og aðrir aðilar sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.

Rekstur Þjóðkirkjunnar er með nokkuð sérstöku móti, eins og rakið er í fyrrnefndu svari en skýrara er að ná utan um rekstur Landspítalans. Spítalinn er í A-hluta ríkissjóðs og er fjármagnaður með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum og framlögum. Landspítalinn er ríkisaðili og líka stofnun. Þjóðkirkjan er hins vegar stofnun en ekki beinlínis ríkisaðili.

Heimildir og mynd:...