Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?

Árni Helgason

Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama.

Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samkvæmt 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 skal skipa embættismenn tímabundið, til fimm ára í senn. Í sömu grein segir að embættismanninum skuli tilkynnt í síðasta lagi sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert framlengist skipunartími hans í embætti sjálfkrafa um fimm ár, nema hann óski eftir að láta af störfum.

Í lögunum eru talin upp þau opinberu embætti sem þessi regla tekur til en þau eru: skrifstofustjóri Alþingis, ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis, forsetaritari, ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar í Stjórnarráði, sendiherrar og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni, hæstaréttardómarar, skrifstofustjóri Hæstaréttar og héraðsdómarar, biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar, ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari og saksóknarar, ríkislögmaður, ríkissáttasemjari og umboðsmaður barna, sýslumenn, ríkislögreglustjóri, aðstoðarríkislögreglustjórar, lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, forstjóri Útlendingastofnunar og lögreglumenn, tollstjórinn í Reykjavík og tollverðir, forstjóri fangelsismálastofnunar, forstöðumenn fangelsa og fangaverðir, ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri ríkisins, yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi og skattstjórar, yfirdýralæknir og aðrir forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja.

Falli maður frá sem hefur verið skipaður í embætti, eða er fjarverandi um lengri tíð vegna veikinda eða af öðrum ástæðum þá er unnt að setja annan mann í að gegna embættinu um stundarsakir. Jafnframt má setja mann til reynslu í embætti, áður en hann er skipaður í það, til eins árs í senn, þó aldrei lengur en tvö ár, að því er fram kemur í 24. gr. laganna. Setning manns í embætti er því aðeins heimil í tveimur tilfellum, annars vegar í forföllum annars embættismanns og hins vegar til reynslu.

Töluverður munur er því á stöðu embættismanna sem hafa verið skipaðir og þeirra sem hafa verið settir í embætti. Raunar er litið svo á að þeir sem hafa verið settir í embætti verði ekki sjálfkrafa embættismenn í skilningi laganna. Þeir aftur á móti njóta réttinda samkvæmt ákvæðum laganna um lausn frá embætti og bera skyldur í samræmi við ýmis ákvæði laganna.

Heimild:
  • "Er heimilt að setja útlending í embætti seðlabankastjóra?" Ásmundur Helgason. Fréttablaðið. 20. mars. 2009.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er munurinn á að setja mann í embætti og skipa mann í embætti? Ég myndi halda enginn en Jóhanna Sigurðardóttir heldur öðru fram á myndbandinu hér á youtube.com.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

13.10.2009

Spyrjandi

Bjarni Rafn Gunnarsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?“ Vísindavefurinn, 13. október 2009. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52523.

Árni Helgason. (2009, 13. október). Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52523

Árni Helgason. „Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2009. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52523>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?
Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama.

Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samkvæmt 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 skal skipa embættismenn tímabundið, til fimm ára í senn. Í sömu grein segir að embættismanninum skuli tilkynnt í síðasta lagi sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert framlengist skipunartími hans í embætti sjálfkrafa um fimm ár, nema hann óski eftir að láta af störfum.

Í lögunum eru talin upp þau opinberu embætti sem þessi regla tekur til en þau eru: skrifstofustjóri Alþingis, ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis, forsetaritari, ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar í Stjórnarráði, sendiherrar og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni, hæstaréttardómarar, skrifstofustjóri Hæstaréttar og héraðsdómarar, biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar, ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari og saksóknarar, ríkislögmaður, ríkissáttasemjari og umboðsmaður barna, sýslumenn, ríkislögreglustjóri, aðstoðarríkislögreglustjórar, lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, forstjóri Útlendingastofnunar og lögreglumenn, tollstjórinn í Reykjavík og tollverðir, forstjóri fangelsismálastofnunar, forstöðumenn fangelsa og fangaverðir, ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri ríkisins, yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi og skattstjórar, yfirdýralæknir og aðrir forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja.

Falli maður frá sem hefur verið skipaður í embætti, eða er fjarverandi um lengri tíð vegna veikinda eða af öðrum ástæðum þá er unnt að setja annan mann í að gegna embættinu um stundarsakir. Jafnframt má setja mann til reynslu í embætti, áður en hann er skipaður í það, til eins árs í senn, þó aldrei lengur en tvö ár, að því er fram kemur í 24. gr. laganna. Setning manns í embætti er því aðeins heimil í tveimur tilfellum, annars vegar í forföllum annars embættismanns og hins vegar til reynslu.

Töluverður munur er því á stöðu embættismanna sem hafa verið skipaðir og þeirra sem hafa verið settir í embætti. Raunar er litið svo á að þeir sem hafa verið settir í embætti verði ekki sjálfkrafa embættismenn í skilningi laganna. Þeir aftur á móti njóta réttinda samkvæmt ákvæðum laganna um lausn frá embætti og bera skyldur í samræmi við ýmis ákvæði laganna.

Heimild:
  • "Er heimilt að setja útlending í embætti seðlabankastjóra?" Ásmundur Helgason. Fréttablaðið. 20. mars. 2009.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er munurinn á að setja mann í embætti og skipa mann í embætti? Ég myndi halda enginn en Jóhanna Sigurðardóttir heldur öðru fram á myndbandinu hér á youtube.com.
...