Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?

Magnús Viðar Skúlason

Sveppaflóra Íslands er fjölbreytileg og eru margar tegundir sem finnast hér á landi. Af því sem lesa má úr almennu fræðsluefni um sveppi má draga þá ályktun að meginreglan sé að sveppi sem finnast villtir úti í náttúrunni skuli láta vera. Margar af þeim sveppategundum sem finnast hér landi eru lífshættulegar og geta valdið stórskaða á starfsemi líkamans sem og varanlegum skaða á líffærum. Það efni sem fyrirfinnst í eitursveppum og er hvað hættulegast heitir cyclopeptíð og getur valdið lífshættulegum skaða á lifrinni.

Í grein sem dr. Jóhannes Bergsveinsson skrifaði á fikn.is eru hugleiðingar um eitursveppi sem finnast í náttúrunni sem og í þéttbýli hér á landi. Þar er vikið að ákveðinni sveppategund sem þekkt er meðal fíkniefnaneytenda hér á landi og inniheldur efnið psilocybin sem getur valdið geðrænum truflunum hjá þeim sem neyta þess. Sveppina sem innihalda þessa ákveðnu tegund af eitri má meðal annars finna á umferðareyjum, hringtorgum og stórum túnblettum á höfuðborgarsvæðinu. Í greininni er einnig að finna annan athyglisverðan fróðleik, eins og um notkun sveppa í helgiathöfnum Asteka.

Í lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er tekið fram í 2. gr. að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna sem talin eru upp í 6. gr. samnefndra laga sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Í 4. mgr. sömu greinar er tekið fram að með orðunum „varsla“ og „meðferð“ sé átt við innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku, framleiðslu, tilbúning og vörslu þeirra efna sem talin eru upp í 6. gr. og að þetta sé bannað nema heimild til undanþágu sé til staðar. Ráðherra getur veitt undanþágur frá lögum um meðferð ávana- og fíkniefna en slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar.

Í 6. gr. þessara laga eru talin upp nokkur efni sem þekkt eru meðal almennings eins og kannabis, heróín og meskalín. Einnig eru talin upp efni sem meðalmaðurinn hefur að öllu jöfnu ekki heyrt getið eins og til dæmis parahexýl, tetrahýdrócannabínólar og áðurnefnt psilocybin. Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að ólöglegt sé að tína upp sveppi sem innihalda þetta efni því að samkvæmt lögum nr. 65 frá árinu 1974 um ávana- og fíkniefni myndi slíkur sveppur flokkast sem ávana- og fíkniefni. Slíkt er refsivert samkvæmt 5. gr. þessara laga og getur refsing numið allt að 6 árum eða sektum. Vegna ítrekaðra brota má beita aukinni refsingu og hafi menn auðgast á einhvern hátt af vörslu eða meðferð fíkniefna er slíkt refsivert samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá árinu 1940.

Í lokin má minnast á þá staðreynd að sveppir, sem og annar gróður, eru næmir fyrir mengun og taka þeir í sig þungmálma og fleiri eiturefni. Því er óráðlegt að tína sveppi nálægt mikilli bílaumferð eða verksmiðjum eða þar sem sprautað hefur verið með skordýraeitri (sjá Villtir matsveppir á Íslandi eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur og Guðrúnu Magnúsdóttur).

Ritstjórn vill árétta að "viðurlög" í málum sem þessum eru ekki bara þau sem réttarkerfið ákveður. Einstaklingur sem neytir umræddra sveppa getur þannig orðið fyrir tjóni á líkama sínum og sú refsing kann að verða þyngri en hin sem mennirnir ákveða.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

2.1.2001

Spyrjandi

Stefán Sigurðsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2001, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1253.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 2. janúar). Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1253

Magnús Viðar Skúlason. „Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2001. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1253>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?
Sveppaflóra Íslands er fjölbreytileg og eru margar tegundir sem finnast hér á landi. Af því sem lesa má úr almennu fræðsluefni um sveppi má draga þá ályktun að meginreglan sé að sveppi sem finnast villtir úti í náttúrunni skuli láta vera. Margar af þeim sveppategundum sem finnast hér landi eru lífshættulegar og geta valdið stórskaða á starfsemi líkamans sem og varanlegum skaða á líffærum. Það efni sem fyrirfinnst í eitursveppum og er hvað hættulegast heitir cyclopeptíð og getur valdið lífshættulegum skaða á lifrinni.

Í grein sem dr. Jóhannes Bergsveinsson skrifaði á fikn.is eru hugleiðingar um eitursveppi sem finnast í náttúrunni sem og í þéttbýli hér á landi. Þar er vikið að ákveðinni sveppategund sem þekkt er meðal fíkniefnaneytenda hér á landi og inniheldur efnið psilocybin sem getur valdið geðrænum truflunum hjá þeim sem neyta þess. Sveppina sem innihalda þessa ákveðnu tegund af eitri má meðal annars finna á umferðareyjum, hringtorgum og stórum túnblettum á höfuðborgarsvæðinu. Í greininni er einnig að finna annan athyglisverðan fróðleik, eins og um notkun sveppa í helgiathöfnum Asteka.

Í lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er tekið fram í 2. gr. að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna sem talin eru upp í 6. gr. samnefndra laga sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Í 4. mgr. sömu greinar er tekið fram að með orðunum „varsla“ og „meðferð“ sé átt við innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku, framleiðslu, tilbúning og vörslu þeirra efna sem talin eru upp í 6. gr. og að þetta sé bannað nema heimild til undanþágu sé til staðar. Ráðherra getur veitt undanþágur frá lögum um meðferð ávana- og fíkniefna en slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar.

Í 6. gr. þessara laga eru talin upp nokkur efni sem þekkt eru meðal almennings eins og kannabis, heróín og meskalín. Einnig eru talin upp efni sem meðalmaðurinn hefur að öllu jöfnu ekki heyrt getið eins og til dæmis parahexýl, tetrahýdrócannabínólar og áðurnefnt psilocybin. Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að ólöglegt sé að tína upp sveppi sem innihalda þetta efni því að samkvæmt lögum nr. 65 frá árinu 1974 um ávana- og fíkniefni myndi slíkur sveppur flokkast sem ávana- og fíkniefni. Slíkt er refsivert samkvæmt 5. gr. þessara laga og getur refsing numið allt að 6 árum eða sektum. Vegna ítrekaðra brota má beita aukinni refsingu og hafi menn auðgast á einhvern hátt af vörslu eða meðferð fíkniefna er slíkt refsivert samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá árinu 1940.

Í lokin má minnast á þá staðreynd að sveppir, sem og annar gróður, eru næmir fyrir mengun og taka þeir í sig þungmálma og fleiri eiturefni. Því er óráðlegt að tína sveppi nálægt mikilli bílaumferð eða verksmiðjum eða þar sem sprautað hefur verið með skordýraeitri (sjá Villtir matsveppir á Íslandi eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur og Guðrúnu Magnúsdóttur).

Ritstjórn vill árétta að "viðurlög" í málum sem þessum eru ekki bara þau sem réttarkerfið ákveður. Einstaklingur sem neytir umræddra sveppa getur þannig orðið fyrir tjóni á líkama sínum og sú refsing kann að verða þyngri en hin sem mennirnir ákveða....