Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?

Björn Sigurður Gunnarsson

Hér er einnig svarað spurningu Guðrúnar Jóhannsdóttur:
Æskilegt er að maður drekki að minnsta kosti 2 lítra af vökva á dag. Skiptir máli hvort það sé vatn eða eitthvað annað, til dæmis ávaxtasafi?
Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt manninum og öðrum lifandi verum. Meðal hlutverka vatns í líkamanum er að flytja úrgangsefni, sem verða til í efnaskiptum, með þvagi úr líkamanum. Einnig tapast vatn sem gufa frá lungum, frá húð sem sviti og með hægðum. Daglegt heildarvatnstap eftir þessum leiðum er að meðaltali um 2 - 2,5 lítrar á dag.

Vatnsinntaka verður því að mæta þessu tapi til að halda jafnvægi í líkamanum; annars getur verið hætta á þornun þó að örlítið vatn myndist við efnaskipti í líkamanum. Lítil hætta er þó yfirleitt á þornun því að hormón stjórna vatnsinntöku með því að örva eða letja þorstatilfinningu og þvagútskilnað. Undir eðlilegum kringumstæðum þarf því ekki fylgjast meðvitað með vatnsinntökunni. Líkur á þornun aukast helst við mikið vatnstap, til dæmis í veikindum þegar viðkomandi er með niðurgang eða fær mikil svitaköst.

Besti kosturinn til að uppfylla vatnsþörf er vatnið sjálft, en aðra drykki má einnig nota til að fullnægja hluta af þörfinni fyrir vatn, til dæmis eru ávaxtasafar og mjólk að 9 tíunduhlutum vatn og innihalda einnig mikilvæg næringarefni. Sykraðir drykkir eru þó óæskilegir að því leyti að þeir eru orkuríkir en næringarefnasnauðir. Áfengir drykkir og drykkir sem innihalda koffein, svo sem kaffi, te og gosdrykkir (sem eru líka oft sykraðir), eru heldur ekki góðir vatnsgjafar, þar sem þeir eru þvagdrífandi og ýta því undir vatnstap úr líkamanum.

Mikið vatn er einnig að finna í ýmsum öðrum matvælum en drykkjum. Til dæmis eru tómatar og gúrkur 95% vatn (í 100 grömmum eru 95 grömm af vatni), eða meira en í fljótandi afurðum eins og mjólk og söfum. Annað grænmeti og ávextir eru vatnsríkir, til dæmis er vatnsinnihald í appelsínum og gulrótum svipað og í mjólkinni. Í pítsum og ostum er upp undir helmingurinn vatn og í brauði er vatnsinnihald um 35-40%. Í raun er eitthvað af vatni í nær öllum matvörum.

Dagleg vatnsdrykkja umfram vatnsþörf er í sjálfu sér ekki holl en þó yfirleitt skaðlaus þar sem vatn umfram þörf er auðveldlega losað með þvagi og öðrum leiðum. Þörfin getur hins vegar verið mjög mismunandi, bæði einstaklingsbundin og einnig háð umhverfisaðstæðum. Til dæmis er þörfin meiri í heitu og þurru loftslagi og einnig við líkamlega áreynslu og eftir hana. Þörfin getur því auðveldlega farið talsvert yfir tvo lítra á dag og þá er æskilegt að fá nóg vatn til að fullnægja þörf.

Sjá einnig svar við spurningunni Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju? eftir Ingu Þórsdóttur.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

4.1.2001

Spyrjandi

Björg Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2001. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1260.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2001, 4. janúar). Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1260

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2001. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1260>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?
Hér er einnig svarað spurningu Guðrúnar Jóhannsdóttur:

Æskilegt er að maður drekki að minnsta kosti 2 lítra af vökva á dag. Skiptir máli hvort það sé vatn eða eitthvað annað, til dæmis ávaxtasafi?
Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt manninum og öðrum lifandi verum. Meðal hlutverka vatns í líkamanum er að flytja úrgangsefni, sem verða til í efnaskiptum, með þvagi úr líkamanum. Einnig tapast vatn sem gufa frá lungum, frá húð sem sviti og með hægðum. Daglegt heildarvatnstap eftir þessum leiðum er að meðaltali um 2 - 2,5 lítrar á dag.

Vatnsinntaka verður því að mæta þessu tapi til að halda jafnvægi í líkamanum; annars getur verið hætta á þornun þó að örlítið vatn myndist við efnaskipti í líkamanum. Lítil hætta er þó yfirleitt á þornun því að hormón stjórna vatnsinntöku með því að örva eða letja þorstatilfinningu og þvagútskilnað. Undir eðlilegum kringumstæðum þarf því ekki fylgjast meðvitað með vatnsinntökunni. Líkur á þornun aukast helst við mikið vatnstap, til dæmis í veikindum þegar viðkomandi er með niðurgang eða fær mikil svitaköst.

Besti kosturinn til að uppfylla vatnsþörf er vatnið sjálft, en aðra drykki má einnig nota til að fullnægja hluta af þörfinni fyrir vatn, til dæmis eru ávaxtasafar og mjólk að 9 tíunduhlutum vatn og innihalda einnig mikilvæg næringarefni. Sykraðir drykkir eru þó óæskilegir að því leyti að þeir eru orkuríkir en næringarefnasnauðir. Áfengir drykkir og drykkir sem innihalda koffein, svo sem kaffi, te og gosdrykkir (sem eru líka oft sykraðir), eru heldur ekki góðir vatnsgjafar, þar sem þeir eru þvagdrífandi og ýta því undir vatnstap úr líkamanum.

Mikið vatn er einnig að finna í ýmsum öðrum matvælum en drykkjum. Til dæmis eru tómatar og gúrkur 95% vatn (í 100 grömmum eru 95 grömm af vatni), eða meira en í fljótandi afurðum eins og mjólk og söfum. Annað grænmeti og ávextir eru vatnsríkir, til dæmis er vatnsinnihald í appelsínum og gulrótum svipað og í mjólkinni. Í pítsum og ostum er upp undir helmingurinn vatn og í brauði er vatnsinnihald um 35-40%. Í raun er eitthvað af vatni í nær öllum matvörum.

Dagleg vatnsdrykkja umfram vatnsþörf er í sjálfu sér ekki holl en þó yfirleitt skaðlaus þar sem vatn umfram þörf er auðveldlega losað með þvagi og öðrum leiðum. Þörfin getur hins vegar verið mjög mismunandi, bæði einstaklingsbundin og einnig háð umhverfisaðstæðum. Til dæmis er þörfin meiri í heitu og þurru loftslagi og einnig við líkamlega áreynslu og eftir hana. Þörfin getur því auðveldlega farið talsvert yfir tvo lítra á dag og þá er æskilegt að fá nóg vatn til að fullnægja þörf.

Sjá einnig svar við spurningunni Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju? eftir Ingu Þórsdóttur....