Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?

María J. Gunnarsdóttir

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni?

Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það er því ekki háð reglubundnu eftirliti eins og neysluvatnið og því ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matvæli. Tekin eru sýni reglulega úr neysluvatni og mælt hvort í þeim séu örverur eða efni sem eru hættuleg heilsu manna, sem er ekki gert við hitaveituvatnið. Sýnatakan og eftirlit er í höndum viðkomandi heilbrigðiseftirlits. Eftirlitið með neysluvatni er tvíþætt. Annars vegar reglubundin greining á örverulegum þáttum sem eru vísar á mengun og hins vegar heildarefnagreiningar til að greina ólífræn efni og tilbúin lífræn eiturefni. Tíðni sýnatöku fer eftir stærð vatnsveitunnar og eru þær tíðari fyrir örverur en heildarefnagreiningar.

Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það er því ekki háð reglubundnu eftirliti eins og neysluvatnið og því ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matvæli.

Aðeins örfá ólífræn efni í neysluvatni hafa valdið víðtækum skaða á lýðheilsu á heimsvísu. Það eru fyrst og fremst arsen, flúoríð, blý, nítrat og selen. Sum þeirra eru gjarnan náttúrleg í vatni eins og arsen og flúoríð meðan önnur eru þar vegna athafna mannsins. Íslenskt neysluvatn er mjög efnasnautt og mjög sjaldgæft að í því greinist ólífræn efni yfir hættumörkum og ekkert af áðurnefndum efnum hefur greinst yfir hættumörkum í íslensku neysluvatni.

Nokkuð er um að örverur greinist yfir mörkum hjá íslenskum vatnsveitum en það er þó fyrst og fremst hjá minni vatnsveitum. Ef það kemur fyrir er ráðlagt að sjóða vatn þar til orsök mengunar er fundin og hún upprætt.

Annað sem ber að hafa í huga er munurinn á bráðaeitrun og langtíma eitrun. Ef sjúkdómsvaldandi örverur eru í vatni valda þær veikindum jafnvel þó í litlu magni sé en ef ólífræn efni eins og þungmálmar eru í vatni þá eru viðmiðunarmörkin sett við neyslu þeirra í ákveðnu magni í langan tíma. Með öðrum orðum það er hægt að verða veikur af einu glasi af vatni sem hefur í sér sjúkdómsvaldandi örverur á meðan þarf að neyta vatns sem mengað er af þungmálum í langan tíma áður en eituráhrifa fer að gæta.

Ekki er ráðlagt að nota hitaveituvatn í matseld nema að það sé viðurkennt af heilbrigðiseftirlitinu til manneldis. Suða á vatni drepur allar örverur en hefur engin áhrif á þungmálma sem gætu verið í hitaveituvatni.

Hitaveituvatn á Íslandi er að mestu lághitavatn eða upphitað kalt vatn. Það fyrrnefnda er einnig efnasnautt en þó með að minnsta kosti helmingi hærra efnainnihald en neysluvatn. Það er, eins og kalda vatnið, að stofni til úrkomuvatn. Í sumum tilfellum er hitaveituvatn blandað sjó og því með meira af steinefnum en ferskvatn og með efnum sem eru í miklu magni í sjó svo sem klóríð, natrín (natríum) og súlfat. Það eru þau efni sem eru oftast yfir mörkum í hitaveituvatni. Þau eru ekki hættuleg heilsu en eyðileggja bragðgæði vatnsins. Einnig er flúoríð stundum yfir leyfðum heilsufarsmörkum í jarðhitavatni. Ef magn flúoríðs er um 1 mg/l þá kemur það í veg fyrir tannskemmdir og er í sumum löndum bætt í vatnið til að forðast tannskemmdir, en magn yfir 3-4 mg/l getur valdið flúoreitrun (fluorosis) sem skaðar tannglerjung og bein. Sjá umfjöllun Hermanns Þórðarsonar um flúoríð.

Hitaveituvatn getur einnig innihaldið snefilefni og þungmálma og þá yfir leyfðum heilsufarsmörkum. Ekki er mikið um greint sé fyrir snefilefnum í hitaveituvatni og erfitt að nálgast slíkar upplýsingar. Þær sem eru til benda til dæmis til að arsen, ál, kvikasilfur og selen geti verið yfir mörkum í hitaveituvatni á sumum stöðum. Það er því eins og áður sagði ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matseld nema að það sé viðurkennt af heilbrigðiseftirlitinu til manneldis.

Heimildir:
 • Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M. and Olafsdottir, S. (2016). Íslenskt neysluvatn: yfirlit og staða gæða. Verktækni 22(1) 32-37. Sótt 30.03.20 af Issuu.
 • Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M., Jonsson, G.J. and Bartram J. (2016). Chemical Quality and Regulatory Compliance of Drinking Water in Iceland. Int. J. Hyg. Environ. Health. 219 (2016) 724-733.
 • Kristmannsdóttir, H. (1994). Jarðhitavatn á Íslandi. Efnafræði og nýting til heilsubaða. OS-94002/JHD-01 B.
 • Kristmannsdottir, H., Arnórsson, S., Sveinbjornsdottir, A. & Armannsson, H. (2010). Chemical Variety of Water in Icelandic Heating Systems. Proceedings World Geothermal Congress 2010.
 • Reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001.
 • WHO (2011). Guidelines for Drinking-Water quality, fourth ed. World Health Organization, Geneva. (Sótt 30.03.20)

Myndir:

Höfundur

María J. Gunnarsdóttir

sérfræðingur hjá Vatnaverkfræðistofnun Háskóla Íslands

Útgáfudagur

17.4.2020

Spyrjandi

Páll Friðriksson

Tilvísun

María J. Gunnarsdóttir. „Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2020, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78782.

María J. Gunnarsdóttir. (2020, 17. apríl). Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78782

María J. Gunnarsdóttir. „Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2020. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78782>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni?

Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það er því ekki háð reglubundnu eftirliti eins og neysluvatnið og því ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matvæli. Tekin eru sýni reglulega úr neysluvatni og mælt hvort í þeim séu örverur eða efni sem eru hættuleg heilsu manna, sem er ekki gert við hitaveituvatnið. Sýnatakan og eftirlit er í höndum viðkomandi heilbrigðiseftirlits. Eftirlitið með neysluvatni er tvíþætt. Annars vegar reglubundin greining á örverulegum þáttum sem eru vísar á mengun og hins vegar heildarefnagreiningar til að greina ólífræn efni og tilbúin lífræn eiturefni. Tíðni sýnatöku fer eftir stærð vatnsveitunnar og eru þær tíðari fyrir örverur en heildarefnagreiningar.

Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það er því ekki háð reglubundnu eftirliti eins og neysluvatnið og því ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matvæli.

Aðeins örfá ólífræn efni í neysluvatni hafa valdið víðtækum skaða á lýðheilsu á heimsvísu. Það eru fyrst og fremst arsen, flúoríð, blý, nítrat og selen. Sum þeirra eru gjarnan náttúrleg í vatni eins og arsen og flúoríð meðan önnur eru þar vegna athafna mannsins. Íslenskt neysluvatn er mjög efnasnautt og mjög sjaldgæft að í því greinist ólífræn efni yfir hættumörkum og ekkert af áðurnefndum efnum hefur greinst yfir hættumörkum í íslensku neysluvatni.

Nokkuð er um að örverur greinist yfir mörkum hjá íslenskum vatnsveitum en það er þó fyrst og fremst hjá minni vatnsveitum. Ef það kemur fyrir er ráðlagt að sjóða vatn þar til orsök mengunar er fundin og hún upprætt.

Annað sem ber að hafa í huga er munurinn á bráðaeitrun og langtíma eitrun. Ef sjúkdómsvaldandi örverur eru í vatni valda þær veikindum jafnvel þó í litlu magni sé en ef ólífræn efni eins og þungmálmar eru í vatni þá eru viðmiðunarmörkin sett við neyslu þeirra í ákveðnu magni í langan tíma. Með öðrum orðum það er hægt að verða veikur af einu glasi af vatni sem hefur í sér sjúkdómsvaldandi örverur á meðan þarf að neyta vatns sem mengað er af þungmálum í langan tíma áður en eituráhrifa fer að gæta.

Ekki er ráðlagt að nota hitaveituvatn í matseld nema að það sé viðurkennt af heilbrigðiseftirlitinu til manneldis. Suða á vatni drepur allar örverur en hefur engin áhrif á þungmálma sem gætu verið í hitaveituvatni.

Hitaveituvatn á Íslandi er að mestu lághitavatn eða upphitað kalt vatn. Það fyrrnefnda er einnig efnasnautt en þó með að minnsta kosti helmingi hærra efnainnihald en neysluvatn. Það er, eins og kalda vatnið, að stofni til úrkomuvatn. Í sumum tilfellum er hitaveituvatn blandað sjó og því með meira af steinefnum en ferskvatn og með efnum sem eru í miklu magni í sjó svo sem klóríð, natrín (natríum) og súlfat. Það eru þau efni sem eru oftast yfir mörkum í hitaveituvatni. Þau eru ekki hættuleg heilsu en eyðileggja bragðgæði vatnsins. Einnig er flúoríð stundum yfir leyfðum heilsufarsmörkum í jarðhitavatni. Ef magn flúoríðs er um 1 mg/l þá kemur það í veg fyrir tannskemmdir og er í sumum löndum bætt í vatnið til að forðast tannskemmdir, en magn yfir 3-4 mg/l getur valdið flúoreitrun (fluorosis) sem skaðar tannglerjung og bein. Sjá umfjöllun Hermanns Þórðarsonar um flúoríð.

Hitaveituvatn getur einnig innihaldið snefilefni og þungmálma og þá yfir leyfðum heilsufarsmörkum. Ekki er mikið um greint sé fyrir snefilefnum í hitaveituvatni og erfitt að nálgast slíkar upplýsingar. Þær sem eru til benda til dæmis til að arsen, ál, kvikasilfur og selen geti verið yfir mörkum í hitaveituvatni á sumum stöðum. Það er því eins og áður sagði ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matseld nema að það sé viðurkennt af heilbrigðiseftirlitinu til manneldis.

Heimildir:
 • Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M. and Olafsdottir, S. (2016). Íslenskt neysluvatn: yfirlit og staða gæða. Verktækni 22(1) 32-37. Sótt 30.03.20 af Issuu.
 • Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M., Jonsson, G.J. and Bartram J. (2016). Chemical Quality and Regulatory Compliance of Drinking Water in Iceland. Int. J. Hyg. Environ. Health. 219 (2016) 724-733.
 • Kristmannsdóttir, H. (1994). Jarðhitavatn á Íslandi. Efnafræði og nýting til heilsubaða. OS-94002/JHD-01 B.
 • Kristmannsdottir, H., Arnórsson, S., Sveinbjornsdottir, A. & Armannsson, H. (2010). Chemical Variety of Water in Icelandic Heating Systems. Proceedings World Geothermal Congress 2010.
 • Reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001.
 • WHO (2011). Guidelines for Drinking-Water quality, fourth ed. World Health Organization, Geneva. (Sótt 30.03.20)

Myndir:...