Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

ÍDÞ

Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014 en þar mátti sjá leikmyndir frá þekktum atburðum í Íslandssögunni. Sumarið 2017 opnaði sýningin Jöklar og íshellir í tankinum.


Tankar Perlunnar eru upplýstir með ljóskösturum.

Tankarnir sjálfir eru 10 m á hæð og 23 m í þvermál. Hver tankur er þannig um 4.150 m3 en það má reikna með eftirfarandi formúlu fyrir rúmmáli sívalnings:

\[R=h\cdot \pi \cdot r^{2}\] þar sem \(R\) er rúmmálið, \(h\) er hæðin, \(\pi\approx 3,14\) og \(r\) er geislinn (e. radius). Geymslurými þeirra er hins vegar um það bil 4.000 m3.

Í 1 lítra eru 1000 cm3 og því 1000 lítrar í 1 m3. Hver tankur rúmar þá um 4 milljón lítra. Tankarnir 5, sem innihalda vatn, geyma því alls um 12 milljón lítra af 80°C heitu vatni og um 8 milljón lítra af 30°C heitu vatni.

Heimildir og mynd:


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað eru tankar Perlunnar háir, og hvert er þvermál þeirra og rúmmál?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er vatn í mörgum tönkum Perlunnar?


Athugasemd frá ritstjórn: Þetta svar var uppfært þann 20. júlí árið 2017 eftir ábendingu frá Eysteini Guðna Guðnasyni um að sýningin Jöklar og íshellir væri nú í einum tanki perlunnar í stað sögusafnsins. Ritstjórn þakkar Eysteini fyrir ábendinguna.

Höfundur

Útgáfudagur

17.8.2010

Spyrjandi

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 1995; Fjóla Dögg Sverrisdóttir

Tilvísun

ÍDÞ. „Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar? “ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56418.

ÍDÞ. (2010, 17. ágúst). Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56418

ÍDÞ. „Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar? “ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56418>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?
Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014 en þar mátti sjá leikmyndir frá þekktum atburðum í Íslandssögunni. Sumarið 2017 opnaði sýningin Jöklar og íshellir í tankinum.


Tankar Perlunnar eru upplýstir með ljóskösturum.

Tankarnir sjálfir eru 10 m á hæð og 23 m í þvermál. Hver tankur er þannig um 4.150 m3 en það má reikna með eftirfarandi formúlu fyrir rúmmáli sívalnings:

\[R=h\cdot \pi \cdot r^{2}\] þar sem \(R\) er rúmmálið, \(h\) er hæðin, \(\pi\approx 3,14\) og \(r\) er geislinn (e. radius). Geymslurými þeirra er hins vegar um það bil 4.000 m3.

Í 1 lítra eru 1000 cm3 og því 1000 lítrar í 1 m3. Hver tankur rúmar þá um 4 milljón lítra. Tankarnir 5, sem innihalda vatn, geyma því alls um 12 milljón lítra af 80°C heitu vatni og um 8 milljón lítra af 30°C heitu vatni.

Heimildir og mynd:


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað eru tankar Perlunnar háir, og hvert er þvermál þeirra og rúmmál?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er vatn í mörgum tönkum Perlunnar?


Athugasemd frá ritstjórn: Þetta svar var uppfært þann 20. júlí árið 2017 eftir ábendingu frá Eysteini Guðna Guðnasyni um að sýningin Jöklar og íshellir væri nú í einum tanki perlunnar í stað sögusafnsins. Ritstjórn þakkar Eysteini fyrir ábendinguna....