Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? kemur margt fróðlegt fram um heitavatnsnotkun Íslendinga.

Þar má meðal annars lesa að það beið 20. aldar að Íslendingar leiddu heitt vatn í hús sín til upphitunar. Fyrstur mun hafa gert það Stefán B. Jónsson á Suður-Reykjum í Mosfellssveit, líklega árið 1908, en Erlendur Gunnarsson á Sturlureykjum í Borgarfirði leiddi hveragufu í hús sitt um það bil þremur árum síðar.

Útgáfudagur

26.7.2005

Spyrjandi

Þóra Lóa Pálsdóttir, f. 1997

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

HMS. „Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2005. Sótt 26. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5158.

HMS. (2005, 26. júlí). Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5158

HMS. „Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2005. Vefsíða. 26. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5158>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðmundur Ævar Oddsson

1978

Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.