Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?

Magnús Viðar Skúlason

Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og var bannið numið úr gildi með 57,7% atkvæða en 42,3% voru á móti. Skiptingin var meira afgerandi í öðrum málum eins og til dæmis þegar greidd voru atkvæði um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá árinu 1918. Þá voru 97,4% fylgjandi niðurfellingunni en 0,5% voru á móti. Það sem þessar atkvæðagreiðslur sýna kannski er að á liðinni öld hefur þjóðin yfirleitt verið nokkuð klofin gagnvart málefnum sem tengjast áfengi. Áfengi er mikill áhrifavaldur í lífi manna og á einn eða annan hátt tengist það öllum manneskjum hér á landi, beint eða óbeint. Sá áhrifavaldur sem hefur átt mestan þátt í því að fjölskyldur leysast upp er án efa áfengisdrykkja.

Afleiðing allrar þeirrar umfjöllunar sem áfengi hefur fengið gegnum árin er sú að einstaklingur þarf að vera orðinn 20 ára til þess að öðlast réttindi til að kaupa áfengi, hafa það undir höndum og neyta þess. Maður öðlast í raun öll önnur réttindi við 18 ára aldur; leyfi til að meðhöndla fjármuni sína, ganga í hjónaband og axla alla helstu ábyrgð sem samfélag nútímans býður upp á. Ökuréttindi öðlast maður meira að segja við 17 ára aldur þótt sitt sýnist hverjum um það. Kannski má lesa út úr þessu að maður hafi þroska til að meðhöndla bifreið þegar maður verður 17 ára en ekki þroska til áfengisdrykkju fyrr en 20 ára. Kannski er líka góð og gild ástæða fyrir því.

Í ársskýrslu lögreglunnar í Reykjavík árið 1999 eru nefnd tvö vandamál sem hafa vaxið frá árinu áður, það að umferðarhraði innan þéttbýlis sem utan hefur stóraukist og er í engu samræmi við ástand umferðarmannvirkja, og að almennt skeytingarleysi ríkir gagnvart reglum um ölvunarakstur, enda líður varla sá dagur að ekki komi slíkt mál inn á borð lögreglunnar. Ástæðan fyrir sérstaklega ströngum skilyrðum á sviði áfengislöggjafarinnar er án efa hin gífurlega misnotkun á áfengi sem á sér stað á ári hverju.

Á Íslandi er til áfengislöggjöf, lög nr. 75 frá árinu 1998, og er þar í fyrstu grein talað um að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun á áfengi. Í 18. grein stendur: „Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.“ Í 2. mgr. sömu greinar er hinsvegar tekið fram: „Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka.“ Má þá væntanlega gera ráð fyrir að makinn eigi að vera 18 ára eða eldri.

Brot á þessum lögum geta varðað allt að sex ára tukthúsvist. Í 28. gr. er talað um að gera megi upptæk öll þau tól og tæki sem notuð eru til að framleiða áfengi á ólöglegan hátt (það er að „brugga“) og samkvæmt 3. mgr. sömu greinar má gera áfengi upptækt:

  1. Sem ólöglega er flutt til landsins
  2. Sem flutt hefur verið ólöglega inn á veitingastað eða út af honum
  3. Sem er undir höndum einstaklings yngri 20 ára
  4. Ef maður gerist brotlegur skv. 21. gr. áðurnefndra laga

Hvergi er kveðið á um viðurlög gagnvart 18 ára einstaklingi sem kaupir áfengi og ábyrgðin hvílir alfarið á söluaðilanum. 18 ára einstaklingi er ekki skylt að gefa upp aldur ef hann freistar þess að kaupa áfengi þó að hinn gegni og skynsami maður myndi ekki reyna slíkt. Ef 18 ára einstaklingur villir hins vegar á sér heimildir og þykist til dæmis vera 20 ára er málið orðið mun alvarlegra og myndi það flokkast sem svik af hálfu hins 18 ára. Í slíku tilviki væri ekki um ólögmætt athæfi að ræða af hálfu söluaðilans nema hann hefði vitað að kaupandinn væri 18 ára.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

12.1.2001

Spyrjandi

Matthías Jóhannsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2001, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1277.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 12. janúar). Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1277

Magnús Viðar Skúlason. „Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2001. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1277>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?
Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og var bannið numið úr gildi með 57,7% atkvæða en 42,3% voru á móti. Skiptingin var meira afgerandi í öðrum málum eins og til dæmis þegar greidd voru atkvæði um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá árinu 1918. Þá voru 97,4% fylgjandi niðurfellingunni en 0,5% voru á móti. Það sem þessar atkvæðagreiðslur sýna kannski er að á liðinni öld hefur þjóðin yfirleitt verið nokkuð klofin gagnvart málefnum sem tengjast áfengi. Áfengi er mikill áhrifavaldur í lífi manna og á einn eða annan hátt tengist það öllum manneskjum hér á landi, beint eða óbeint. Sá áhrifavaldur sem hefur átt mestan þátt í því að fjölskyldur leysast upp er án efa áfengisdrykkja.

Afleiðing allrar þeirrar umfjöllunar sem áfengi hefur fengið gegnum árin er sú að einstaklingur þarf að vera orðinn 20 ára til þess að öðlast réttindi til að kaupa áfengi, hafa það undir höndum og neyta þess. Maður öðlast í raun öll önnur réttindi við 18 ára aldur; leyfi til að meðhöndla fjármuni sína, ganga í hjónaband og axla alla helstu ábyrgð sem samfélag nútímans býður upp á. Ökuréttindi öðlast maður meira að segja við 17 ára aldur þótt sitt sýnist hverjum um það. Kannski má lesa út úr þessu að maður hafi þroska til að meðhöndla bifreið þegar maður verður 17 ára en ekki þroska til áfengisdrykkju fyrr en 20 ára. Kannski er líka góð og gild ástæða fyrir því.

Í ársskýrslu lögreglunnar í Reykjavík árið 1999 eru nefnd tvö vandamál sem hafa vaxið frá árinu áður, það að umferðarhraði innan þéttbýlis sem utan hefur stóraukist og er í engu samræmi við ástand umferðarmannvirkja, og að almennt skeytingarleysi ríkir gagnvart reglum um ölvunarakstur, enda líður varla sá dagur að ekki komi slíkt mál inn á borð lögreglunnar. Ástæðan fyrir sérstaklega ströngum skilyrðum á sviði áfengislöggjafarinnar er án efa hin gífurlega misnotkun á áfengi sem á sér stað á ári hverju.

Á Íslandi er til áfengislöggjöf, lög nr. 75 frá árinu 1998, og er þar í fyrstu grein talað um að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun á áfengi. Í 18. grein stendur: „Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.“ Í 2. mgr. sömu greinar er hinsvegar tekið fram: „Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka.“ Má þá væntanlega gera ráð fyrir að makinn eigi að vera 18 ára eða eldri.

Brot á þessum lögum geta varðað allt að sex ára tukthúsvist. Í 28. gr. er talað um að gera megi upptæk öll þau tól og tæki sem notuð eru til að framleiða áfengi á ólöglegan hátt (það er að „brugga“) og samkvæmt 3. mgr. sömu greinar má gera áfengi upptækt:

  1. Sem ólöglega er flutt til landsins
  2. Sem flutt hefur verið ólöglega inn á veitingastað eða út af honum
  3. Sem er undir höndum einstaklings yngri 20 ára
  4. Ef maður gerist brotlegur skv. 21. gr. áðurnefndra laga

Hvergi er kveðið á um viðurlög gagnvart 18 ára einstaklingi sem kaupir áfengi og ábyrgðin hvílir alfarið á söluaðilanum. 18 ára einstaklingi er ekki skylt að gefa upp aldur ef hann freistar þess að kaupa áfengi þó að hinn gegni og skynsami maður myndi ekki reyna slíkt. Ef 18 ára einstaklingur villir hins vegar á sér heimildir og þykist til dæmis vera 20 ára er málið orðið mun alvarlegra og myndi það flokkast sem svik af hálfu hins 18 ára. Í slíku tilviki væri ekki um ólögmætt athæfi að ræða af hálfu söluaðilans nema hann hefði vitað að kaupandinn væri 18 ára.

...