Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Á hvað trúa Mongólar?

Edda Karlsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir og Nanna Kristjánsdóttir

Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru kristnir og 0,4% tilheyra öðrum trúarbrögðum.

Flestir Mongólar sem aðhyllast trúarbrögð eru búddistar.

Það ríkir trúfrelsi í Mongólíu. Lengst af 20. öldinni, á tímum kommúnistastjórnarinnar, var trúarbrögðum hins vegar haldið niðri og jafnvel gengið hart gegn þeim sem vildu iðka trúarlíf. Sem dæmi má nefna að seint á fjórða áratug aldarinnar var stórum hluta af þeim 700 búddaklaustrum sem þá voru í landinu lokað og búddamunkum fækkaði úr 100.000 árið 1924 í 110 árið 1990.

Mongólar eru komnir af hirðingjaættflokkum sem héldu til á sléttum Mið-Asíu í margar aldir. Á 13. öld sameinaði Ghenghis Khan marga ættbálka og með hernaði og hörku gerði hann Mongólíu að stórveldi. Sonarsonur hans, Kúblai Khan, hélt landvinningum og stríðsrekstri áfram og þegar veldi Mongóla var hvað stærst náði það allt frá Japanshafi í austri að Ungverjalandi í vestri. Um þetta má lesa í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan? Það reyndist þó ekki auðvelt að halda svo stóru ríki saman til lengdar og fljótlega leystist ríkið upp í minni einingar. Seinna náðu Kínverjar yfirráðum yfir Mongólíu og skiptu því í Innri- og Ytri-Mongólíu sem voru héruð innan Kína. Ytri-Mongólía varð sjálfstætt land árið 1921.

Í Mongólíu hefur búddisminn tíbetskan bakgrunn þar sem trúarleiðtoginn zanabazar er einna áhrifamestur. Zanabazar hefur öðlast viðurkenningu sem endurholdgaður lama, eða tülku. Tülku er tignarmikill titill sem gefinn er mönnum sem endurfæðast þegar þeir komast á stig fullkomnunar og ná nirvana. Túlku-ar eru „fullkomnir spekingar og kennarar“, hafa öðlast uppljómunina með „réttum viðhorfum, réttum ásetningi, réttri ræðu, réttri breytni, réttu líferni, réttri áreynslu, réttu hugarfari og réttri hugleiðslu“. Dalai lama er túlku sem hefur endurfæðst fjórtán sinnum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

24.6.2014

Spyrjandi

Erna Valtýsdóttir

Tilvísun

Edda Karlsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir og Nanna Kristjánsdóttir. „Á hvað trúa Mongólar?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2014. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12968.

Edda Karlsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir og Nanna Kristjánsdóttir. (2014, 24. júní). Á hvað trúa Mongólar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12968

Edda Karlsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir og Nanna Kristjánsdóttir. „Á hvað trúa Mongólar?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2014. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12968>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á hvað trúa Mongólar?
Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru kristnir og 0,4% tilheyra öðrum trúarbrögðum.

Flestir Mongólar sem aðhyllast trúarbrögð eru búddistar.

Það ríkir trúfrelsi í Mongólíu. Lengst af 20. öldinni, á tímum kommúnistastjórnarinnar, var trúarbrögðum hins vegar haldið niðri og jafnvel gengið hart gegn þeim sem vildu iðka trúarlíf. Sem dæmi má nefna að seint á fjórða áratug aldarinnar var stórum hluta af þeim 700 búddaklaustrum sem þá voru í landinu lokað og búddamunkum fækkaði úr 100.000 árið 1924 í 110 árið 1990.

Mongólar eru komnir af hirðingjaættflokkum sem héldu til á sléttum Mið-Asíu í margar aldir. Á 13. öld sameinaði Ghenghis Khan marga ættbálka og með hernaði og hörku gerði hann Mongólíu að stórveldi. Sonarsonur hans, Kúblai Khan, hélt landvinningum og stríðsrekstri áfram og þegar veldi Mongóla var hvað stærst náði það allt frá Japanshafi í austri að Ungverjalandi í vestri. Um þetta má lesa í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan? Það reyndist þó ekki auðvelt að halda svo stóru ríki saman til lengdar og fljótlega leystist ríkið upp í minni einingar. Seinna náðu Kínverjar yfirráðum yfir Mongólíu og skiptu því í Innri- og Ytri-Mongólíu sem voru héruð innan Kína. Ytri-Mongólía varð sjálfstætt land árið 1921.

Í Mongólíu hefur búddisminn tíbetskan bakgrunn þar sem trúarleiðtoginn zanabazar er einna áhrifamestur. Zanabazar hefur öðlast viðurkenningu sem endurholdgaður lama, eða tülku. Tülku er tignarmikill titill sem gefinn er mönnum sem endurfæðast þegar þeir komast á stig fullkomnunar og ná nirvana. Túlku-ar eru „fullkomnir spekingar og kennarar“, hafa öðlast uppljómunina með „réttum viðhorfum, réttum ásetningi, réttri ræðu, réttri breytni, réttu líferni, réttri áreynslu, réttu hugarfari og réttri hugleiðslu“. Dalai lama er túlku sem hefur endurfæðst fjórtán sinnum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...