Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?

Haraldur Briem

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Er mögulegt að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn gæti leynst í nautgripasæðinu sem flytja á inn frá Noregi? frá sama spyrjanda.
Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreiðslu sumra þeirra. Útbreiðsla Kuru á Papúa í Nýju-Gíneu var stöðvuð 1956 með því að fá innfædda til að hætta mannáti í tengslum við greftrunarsiði. Svo liðu margir áratugir frá því að smitleiðin var rofin þar til sjúkdómurinn hvarf vegna þess hve meðgöngutími hans er langur.

Eftir að kúariðan uppgötvaðist í Bretlandi á miðjum 9. áratug 20. aldar hættu Bretar árið 1988 að fóðra jórturdýr á kjöt- og beinmjöli, sem unnið var úr dýrahræjum jórturdýra. Ári síðar var lagt bann við því að ákveðnar nautgripaafurðir sem talið var að gætu verið mengaðar af skaðlegum príónum kæmust í fæðu manna. Þessar afurðir eru heili, mæna, hóstarkirtill, hálseitlar, milta og innyfli.

Meðgöngutími kúariðu er langur. Því var Bretum ljóst að kúariðan mundi færast í vöxt fyrstu árin eftir að smitleiðin var rofin áður en draga mundi úr fjölda tilfella. Þessar aðgerðir hafa síðan skilað þeim árangri sem vænst var því að stórlega hefur dregið úr kúariðunni þar í landi á undanförnum árum. Af árangri aðgerða gegn þessum tveim sjúkdómum má draga mikilsverðar faraldsfræðilegar ályktanir.

Riða virðist hvorki smitast frá móður til barns (Kuru) né frá kú til kálfs (kúariða). Því má álykta sem svo að fósturvísar nautgripa beri ekki með sér smit. Ekki hefur tekist að sýkja dýr með því að fóðra þau á hreinum vöðvum sem ekki hafa í sér vef frá miðtaugakerfi og rannsóknir benda heldur ekki til þess að sæði nauta beri í sér smit. Ekki er heldur ástæða til að ætla að öll venjuleg umgengni við riðusýkta einstaklinga leiði til smitunar. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á tilteknar smitleiðir er erfitt að útiloka þær, einkum þar sem um tiltölulega nýja sjúkdóma er að ræða sem hvergi nærri eru fullrannsakaðir.

Dæmi eru um að flutningur á hornhimnu augans og heilahimnu milli manna til ígræðslu, ígræðsla heilarita og heilaskurðaðgerðir með menguðum áhöldum hafi valdið smiti af völdum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins (CJS). Einnig hefur vaxtarhormón unnið úr heilum látinna manna valdið slíku smiti. Núorðið eru slík hormón framleidd með erfðatækni og valda ekki lengur smiti.

Engar vísbendingar eru til um það að CJS smitist með blóðgjöf. Bretar hafa fylgst náið með því frá 1997 hvort mannariða hafi smitast með blóðgjöf þar í landi. Hingað til er vitað um 12 manns sem hafa fengið blóð frá fólki með mannariðu en enginn blóðþeganna hefur sýkst. Einn þeirra sem fengið hefur mannariðu hefur fengið blóðgjöf en enginn sem gaf honum blóð hefur greinst með sjúkdóminn. Kúa- og mannariða eru hins vegar nýir sjúkdómar og gera má ráð fyrir að mannariðan eigi eftir að aukast til muna og verða mun algengari en venjulegur CJS vegna fjölda þeirra sem þegar eru smitaðir. Í framtíðinni er því nauðsynlegt að stunda nákvæma smitgát við læknisaðgerðir.

Þótt engar vísbendingar hafi ennþá komið fram sem benda til þess að mannariða geti smitað með blóðgjöf er á þessu stigi málsins ekki hægt að útiloka slíkt. Þótt ekki sé vitað til þess að blóðgjafir valdi smiti hafa margar þjóðir farið þá leið að banna blóðgjafir frá þeim sem hafa dvalist í Bretlandi í meira en 6 mánuði á árunum 1980-1996 eða að nota frá þeim einungis blóð sem er laust við hvít blóðkorn. Þetta eru erfiðar ákvarðanir sem menn standa þarna frammi fyrir þar sem annars vegar þarf að taka tillit til hagsmuna þeirra sem nauðsynlega þurfa á blóðgjöf að halda og hins vegar fræðilegs möguleika á því að blóðgjöf geti borið með sér smit.

Afurðir nautgripa hafa meðal annars verið notaðar í lyfjaiðnaði. Þess hefur verið gætt frá því snemma á síðasta áratug að nota ekki slíkar afurðir í þessum iðnaði frá löndum þar sem kúariða hefur greinst.


Sjá einnig eftirfarandi svör tengd kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum:

Höfundur

Haraldur Briem

læknir, dr.med.

Útgáfudagur

31.1.2001

Spyrjandi

Axel Sölvason

Tilvísun

Haraldur Briem. „Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2001. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1310.

Haraldur Briem. (2001, 31. janúar). Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1310

Haraldur Briem. „Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2001. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1310>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Er mögulegt að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn gæti leynst í nautgripasæðinu sem flytja á inn frá Noregi? frá sama spyrjanda.
Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreiðslu sumra þeirra. Útbreiðsla Kuru á Papúa í Nýju-Gíneu var stöðvuð 1956 með því að fá innfædda til að hætta mannáti í tengslum við greftrunarsiði. Svo liðu margir áratugir frá því að smitleiðin var rofin þar til sjúkdómurinn hvarf vegna þess hve meðgöngutími hans er langur.

Eftir að kúariðan uppgötvaðist í Bretlandi á miðjum 9. áratug 20. aldar hættu Bretar árið 1988 að fóðra jórturdýr á kjöt- og beinmjöli, sem unnið var úr dýrahræjum jórturdýra. Ári síðar var lagt bann við því að ákveðnar nautgripaafurðir sem talið var að gætu verið mengaðar af skaðlegum príónum kæmust í fæðu manna. Þessar afurðir eru heili, mæna, hóstarkirtill, hálseitlar, milta og innyfli.

Meðgöngutími kúariðu er langur. Því var Bretum ljóst að kúariðan mundi færast í vöxt fyrstu árin eftir að smitleiðin var rofin áður en draga mundi úr fjölda tilfella. Þessar aðgerðir hafa síðan skilað þeim árangri sem vænst var því að stórlega hefur dregið úr kúariðunni þar í landi á undanförnum árum. Af árangri aðgerða gegn þessum tveim sjúkdómum má draga mikilsverðar faraldsfræðilegar ályktanir.

Riða virðist hvorki smitast frá móður til barns (Kuru) né frá kú til kálfs (kúariða). Því má álykta sem svo að fósturvísar nautgripa beri ekki með sér smit. Ekki hefur tekist að sýkja dýr með því að fóðra þau á hreinum vöðvum sem ekki hafa í sér vef frá miðtaugakerfi og rannsóknir benda heldur ekki til þess að sæði nauta beri í sér smit. Ekki er heldur ástæða til að ætla að öll venjuleg umgengni við riðusýkta einstaklinga leiði til smitunar. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á tilteknar smitleiðir er erfitt að útiloka þær, einkum þar sem um tiltölulega nýja sjúkdóma er að ræða sem hvergi nærri eru fullrannsakaðir.

Dæmi eru um að flutningur á hornhimnu augans og heilahimnu milli manna til ígræðslu, ígræðsla heilarita og heilaskurðaðgerðir með menguðum áhöldum hafi valdið smiti af völdum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins (CJS). Einnig hefur vaxtarhormón unnið úr heilum látinna manna valdið slíku smiti. Núorðið eru slík hormón framleidd með erfðatækni og valda ekki lengur smiti.

Engar vísbendingar eru til um það að CJS smitist með blóðgjöf. Bretar hafa fylgst náið með því frá 1997 hvort mannariða hafi smitast með blóðgjöf þar í landi. Hingað til er vitað um 12 manns sem hafa fengið blóð frá fólki með mannariðu en enginn blóðþeganna hefur sýkst. Einn þeirra sem fengið hefur mannariðu hefur fengið blóðgjöf en enginn sem gaf honum blóð hefur greinst með sjúkdóminn. Kúa- og mannariða eru hins vegar nýir sjúkdómar og gera má ráð fyrir að mannariðan eigi eftir að aukast til muna og verða mun algengari en venjulegur CJS vegna fjölda þeirra sem þegar eru smitaðir. Í framtíðinni er því nauðsynlegt að stunda nákvæma smitgát við læknisaðgerðir.

Þótt engar vísbendingar hafi ennþá komið fram sem benda til þess að mannariða geti smitað með blóðgjöf er á þessu stigi málsins ekki hægt að útiloka slíkt. Þótt ekki sé vitað til þess að blóðgjafir valdi smiti hafa margar þjóðir farið þá leið að banna blóðgjafir frá þeim sem hafa dvalist í Bretlandi í meira en 6 mánuði á árunum 1980-1996 eða að nota frá þeim einungis blóð sem er laust við hvít blóðkorn. Þetta eru erfiðar ákvarðanir sem menn standa þarna frammi fyrir þar sem annars vegar þarf að taka tillit til hagsmuna þeirra sem nauðsynlega þurfa á blóðgjöf að halda og hins vegar fræðilegs möguleika á því að blóðgjöf geti borið með sér smit.

Afurðir nautgripa hafa meðal annars verið notaðar í lyfjaiðnaði. Þess hefur verið gætt frá því snemma á síðasta áratug að nota ekki slíkar afurðir í þessum iðnaði frá löndum þar sem kúariða hefur greinst.


Sjá einnig eftirfarandi svör tengd kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum:

...