Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?

Ég tel að nánast engar líkur séu á því að þeim sem neyttu írska nautakjötsins verði meint af. Þá skoðun byggi ég á eftirfarandi atriðum:

  1. Kúariða er tiltölulega sjaldgæf á Írlandi. Á síðasta ári greindust þar aðeins um 150 tilfelli en í landinu eru 7,5 milljónir nautgripa.
  2. Ekkert smit hafði greinst í þeim hjörðum sem kjötið sem flutt var til Íslands kom frá.
  3. Kjötið sem flutt var inn var af ungneytum 1-2 ára gömlum, en kúariðusmit hefur einvörðungu fundist í 4-6 ára kúm.
  4. Ekki hefur verið sýnt fram á að smitefnið sé að finna í vöðvum riðusýktra nautgripa.

Fyrstu tilfellin af kúariðu í Írlandi voru greind árið 1987 og síðan þá hafa um 600 tilfelli fundist. Írar hafa því haft nokkurn tíma til að bregðast við og komu á laggirnar góðu eftirlitskerfi og prófunum fyrir riðusmiti fyrir 4-5 árum. Þeir hafa því nokkuð góða sýn yfir ástandið. Gripir með riðusmit fara ekki á markað.

Hvað Þýskaland varðar er staðan nokkuð önnur og óvissari en á Írlandi hvað varðar kúariðu. Ekki er nema um það bil ár síðan fyrstu tilfelli kúariðu greindust þar. Nú hafa fundist alls 19 tilfelli. Skammt er síðan Þjóðverjar fóru að prófa hjarðir fyrir riðusmiti en hafa þó prófað ríflega 100 þúsund nautgripi. Þeir hafa þó ekki eins góða sýn yfir útbreiðslu smits og Írar. En ljóst er að afurðir af nautgripum hjá þeim fara ekki á markað nema að sýnt hafi verið fram á að gripirnir séu ekki með riðusmit. Með hliðsjón af því og ofansögðu um að smitefni er ekki að finna í vöðva og hefur reyndar ekki fundist í öðrum vefjum í ungneytum tel ég áhættuna við að neyta nautakjöts í Þýskalandi hverfandi ef nokkra. Þess skal að lokum getið að ekkert tilfelli af nýja afbrigðinu af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum, vCJD, sem talið er tengjast kúariðu, hefur greinst í Þýskalandi.


Sjá einnig eftirfarandi svör tengd kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum:

Útgáfudagur

31.1.2001

Spyrjandi

Gunnlaugur Norðquist

Höfundur

forstöðumaður Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum

Tilvísun

Guðmundur Georgsson. „Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2001. Sótt 15. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1311.

Guðmundur Georgsson. (2001, 31. janúar). Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1311

Guðmundur Georgsson. „Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2001. Vefsíða. 15. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1311>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnþórunn Guðmundsdóttir

1968

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga.