Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er atóm eða frumeind?

ÁE

Það var Grikkinn Demókrítos (5. öld f.Kr.) sem fyrstur kom fram með hugtakið atóm (ódeilanlegur). Hann hugsaði sér að það væri smæsta byggingareining alls efnis. Það var síðan Dalton sem endurvakti hugmyndina snemma á nítjándu öld. Á þeirri öld færðist hugtakið yfir á minnstu eindir sem voru þekktar á þeim tíma og eru allar eins í hverju frumefni í lotukerfinu, en atómin eru líka kölluð frumeindir. Við vitum hins vegar núna að atómin sjálf eru sett saman úr enn minni eindum, róteindum, nifteindum og rafeindum. Og sögunni lýkur ekki þar því róteindirnar og nifteindirnar eru einnig samsettar úr eindum sem kallast kvarkar.

Lesa má nánar um atóm í svari við spurningunni Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Höfundur

Marie Curie-styrkþegi við Dark Cosmology Centre í Danmörku

Útgáfudagur

6.2.2001

Spyrjandi

María Reynisdóttir, Jón Árni,
Skarphéðinn Án Runólfsson

Tilvísun

ÁE. „Hvað er atóm eða frumeind?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2001, sótt 12. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1317.

ÁE. (2001, 6. febrúar). Hvað er atóm eða frumeind? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1317

ÁE. „Hvað er atóm eða frumeind?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2001. Vefsíða. 12. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1317>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er atóm eða frumeind?
Það var Grikkinn Demókrítos (5. öld f.Kr.) sem fyrstur kom fram með hugtakið atóm (ódeilanlegur). Hann hugsaði sér að það væri smæsta byggingareining alls efnis. Það var síðan Dalton sem endurvakti hugmyndina snemma á nítjándu öld. Á þeirri öld færðist hugtakið yfir á minnstu eindir sem voru þekktar á þeim tíma og eru allar eins í hverju frumefni í lotukerfinu, en atómin eru líka kölluð frumeindir. Við vitum hins vegar núna að atómin sjálf eru sett saman úr enn minni eindum, róteindum, nifteindum og rafeindum. Og sögunni lýkur ekki þar því róteindirnar og nifteindirnar eru einnig samsettar úr eindum sem kallast kvarkar.

Lesa má nánar um atóm í svari við spurningunni Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins? ...