Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvað er eind?

Emelía Eiríksdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"?

Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað sé agnarsmátt eða agnarlítið og orðið agnarögn er jafnvel stundum notað.

Orðið eind er hins vegar svokallað fagorð eða íðorð, notað í efnafræði, eðlisfræði og skyldum greinum, yfir örsmá fyrirbæri. Ögn á vanalega við um efni sem sést með berum augum en eind er notað um mun minni fyrirbæri sem eru á stærð við sameind (e. molecule), frumeind (e. atom), róteind (e. proton) og rafeind (e. electron). Það kemur þó fyrir að orðið ögn sé notað þegar verið er að útskýra þessar eindir til að fólk glöggvi sig betur á fyrirbærunum.

Ögn á vanalega við um efni sem sést með berum augum en eind er notað um mun minni fyrirbæri sem eru á stærð við sameind (e. molecule), frumeind (e. atom), róteind (e. proton) og rafeind (e. electron).

Þessi örsmáu fyrirbæri eru fjölmörg og í íslensku endurspeglast endingin -eind í flestum heitum þeirra, eins og til dæmis efniseind, andeind, sameind, þungeind, frumeind, kjarneind, róteind, nifteind, miðeind, öreind (e. elementary particle), límeind (e. gluon), ljóseind, Higgs-bóseind, fiseind (e. neutrino), jáeind, Guðseind (e. God particle), vigurbóseind (e. intermediate vector boson) og fermíeind.

Það er þó ekki svo að allar agnir undir ákveðinni stærð beri endinguna eind því ein af grunneiningum alheimsins (og ein af minnstu einingum alheimsins ásamt rafeindum) heitir kvarkur (e. quark, kvarkar í fleirtölu).

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.7.2020

Spyrjandi

Hafdís Eva

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er eind?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2020. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78684.

Emelía Eiríksdóttir. (2020, 13. júlí). Hvað er eind? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78684

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er eind?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2020. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78684>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er eind?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"?

Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað sé agnarsmátt eða agnarlítið og orðið agnarögn er jafnvel stundum notað.

Orðið eind er hins vegar svokallað fagorð eða íðorð, notað í efnafræði, eðlisfræði og skyldum greinum, yfir örsmá fyrirbæri. Ögn á vanalega við um efni sem sést með berum augum en eind er notað um mun minni fyrirbæri sem eru á stærð við sameind (e. molecule), frumeind (e. atom), róteind (e. proton) og rafeind (e. electron). Það kemur þó fyrir að orðið ögn sé notað þegar verið er að útskýra þessar eindir til að fólk glöggvi sig betur á fyrirbærunum.

Ögn á vanalega við um efni sem sést með berum augum en eind er notað um mun minni fyrirbæri sem eru á stærð við sameind (e. molecule), frumeind (e. atom), róteind (e. proton) og rafeind (e. electron).

Þessi örsmáu fyrirbæri eru fjölmörg og í íslensku endurspeglast endingin -eind í flestum heitum þeirra, eins og til dæmis efniseind, andeind, sameind, þungeind, frumeind, kjarneind, róteind, nifteind, miðeind, öreind (e. elementary particle), límeind (e. gluon), ljóseind, Higgs-bóseind, fiseind (e. neutrino), jáeind, Guðseind (e. God particle), vigurbóseind (e. intermediate vector boson) og fermíeind.

Það er þó ekki svo að allar agnir undir ákveðinni stærð beri endinguna eind því ein af grunneiningum alheimsins (og ein af minnstu einingum alheimsins ásamt rafeindum) heitir kvarkur (e. quark, kvarkar í fleirtölu).

Heimildir og mynd:

...