Það dýr sem talið er að innbyrði mesta fæðu er steypireyðurin (Balaenoptera musculus).
Steypireyðurin er stærsta dýr jarðarinnar og geta þessir hvalir orðið rúmir 30 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Hún étur dýrasvif sem eru örlitlar krabbaflær sem fljóta um í efstu lögum sjávarins.
Talið er að fullorðin steypireyður éti um 4 tonn af þessum krabbaflóm á dag. Hún gerir það með því að gleypa mikinn sjó og þrýsta honum síðan út á milli skíðanna sem koma í staðinn fyrir tennur. Skíðin eru með hárum sem veldur því að örsmáar krabbaflær festast við hárin og verða eftir í munninum á hvalnum. Að síðustu kyngir hvalurinn þessari fæðu niður. Sennilega gleypir steypireyðurin mörg tonn af sjó í hvert skipti með þessum hætti.
Sjá einnig:
Mynd: britannica.com