Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?

Halldór Gunnar Haraldsson

Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998 eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. Spyrja má hvort þetta ákvæði samrýmist 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ýmsir fræðimenn hafa þó talið að vernd svokallaðs viðskiptalegs tjáningarfrelsis (auglýsinga) sé minni en vernd tjáningarfrelsis almennt.

Með þessa kenningu að vopni hefur löggjafinn bannað áfengisauglýsingar. Skal ekki lagður dómur á það hér hvort bannið samrýmist 73. gr. stjórnarskrárinnar en þess í stað vísað til þess sem segir í Hrd. 1999, bls. 781. Þar segir að bann löggjafans við áfengisauglýsingum sé í samræmi við 73. gr. stjórnarskrárinnar og réttlætist af því að verið sé að vernda heilsu manna.

Í 1. tl. 4. mgr. 20. gr. áfengislaga eru auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins undanþegnar auglýsingabanninu, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi. Þessi undanþága er vissulega vafasöm með tilliti til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem hér er Íslendingum mismunað gagnvart útlendingum. Þessi mismunun hefur þó verið talin réttlætast af því, að lög um algjört auglýsingabann væru illframkvæmanleg.

Spurning er hvernig skilgreina skuli erlend prentrit. Ljóst er samkvæmt ákvæði 1. tl. 4. mgr. 20. gr. að prentritið má ekki vera á íslensku. Engu að síður má hugsa sér að íslenskir aðilar gæfu út rit í litlu upplagi erlendis á erlendu tungumáli en dreifðu því svo í miklu upplagi hérlendis. Þannig væri fræðilegur möguleiki á að komast fram hjá auglýsingabanni 20. gr. áfengislaga. Þó er þetta á gráu svæði.

Í 1. mgr. 7. gr. laga um tóbaksvarnir er sambærilegt ákvæði og í 20. gr. áfengislaga. Þar er þó gengið lengra því að þar er sérstaklega tekið fram að rit þurfi að vera útgefið af erlendum aðilum til þess að vera undanþegið auglýsingabanninu. Þar að auki bannar 3. tl. 3. mgr. 7. gr. tóbaksvarnalaga hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu.

Í huga höfundar leikur enginn vafi á því að 3. tl. 3. mgr. 7. gr. tóbaksvarnalaga brýtur í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur hefur þó ekki tekið afstöðu til þess álitaefnis enn þá. Þar sem tekið er fram í 1. mgr. 7. gr. tóbaksvarnalaga að rit þurfi að vera útgefið af erlendum aðilum til að vera undanþegið auglýsingabanninu yrði líklega erfiðara að komast fram hjá því hvað varðar tóbaksauglýsingar en þegar áfengi er auglýst. Þó mætti til dæmis hugsa sér að Íslendingar stofnuðu hlutafélag sem væri skráð erlendis. Þá væri hlutafélagið hugsanlega sem erlendur lögaðili í skilningi laganna talið undanþegið auglýsingabanninu þó að eigendurnir væru Íslendingar.

Svar höfundar við spurningunni er því það að í lögfræði er ekkert til sem heitir svart eða hvítt, aðeins mismunandi grátt. Vissulega er ekki unnt að útiloka þann möguleika fræðilega að klókir menn víki sér undan auglýsingabanninu en það verður þó að teljast afskaplega erfitt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ritið mætti ekki vera á íslensku. Líklega væri heldur ekki nóg að skrá ritið útgefið erlendis heldur yrði það að vera raunverulega útgefið erlendis.

Höfundur

Útgáfudagur

8.2.2001

Spyrjandi

Markús Már Sigurðsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2001. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1327.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 8. febrúar). Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1327

Halldór Gunnar Haraldsson. „Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2001. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?
Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998 eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. Spyrja má hvort þetta ákvæði samrýmist 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ýmsir fræðimenn hafa þó talið að vernd svokallaðs viðskiptalegs tjáningarfrelsis (auglýsinga) sé minni en vernd tjáningarfrelsis almennt.

Með þessa kenningu að vopni hefur löggjafinn bannað áfengisauglýsingar. Skal ekki lagður dómur á það hér hvort bannið samrýmist 73. gr. stjórnarskrárinnar en þess í stað vísað til þess sem segir í Hrd. 1999, bls. 781. Þar segir að bann löggjafans við áfengisauglýsingum sé í samræmi við 73. gr. stjórnarskrárinnar og réttlætist af því að verið sé að vernda heilsu manna.

Í 1. tl. 4. mgr. 20. gr. áfengislaga eru auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins undanþegnar auglýsingabanninu, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi. Þessi undanþága er vissulega vafasöm með tilliti til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem hér er Íslendingum mismunað gagnvart útlendingum. Þessi mismunun hefur þó verið talin réttlætast af því, að lög um algjört auglýsingabann væru illframkvæmanleg.

Spurning er hvernig skilgreina skuli erlend prentrit. Ljóst er samkvæmt ákvæði 1. tl. 4. mgr. 20. gr. að prentritið má ekki vera á íslensku. Engu að síður má hugsa sér að íslenskir aðilar gæfu út rit í litlu upplagi erlendis á erlendu tungumáli en dreifðu því svo í miklu upplagi hérlendis. Þannig væri fræðilegur möguleiki á að komast fram hjá auglýsingabanni 20. gr. áfengislaga. Þó er þetta á gráu svæði.

Í 1. mgr. 7. gr. laga um tóbaksvarnir er sambærilegt ákvæði og í 20. gr. áfengislaga. Þar er þó gengið lengra því að þar er sérstaklega tekið fram að rit þurfi að vera útgefið af erlendum aðilum til þess að vera undanþegið auglýsingabanninu. Þar að auki bannar 3. tl. 3. mgr. 7. gr. tóbaksvarnalaga hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu.

Í huga höfundar leikur enginn vafi á því að 3. tl. 3. mgr. 7. gr. tóbaksvarnalaga brýtur í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur hefur þó ekki tekið afstöðu til þess álitaefnis enn þá. Þar sem tekið er fram í 1. mgr. 7. gr. tóbaksvarnalaga að rit þurfi að vera útgefið af erlendum aðilum til að vera undanþegið auglýsingabanninu yrði líklega erfiðara að komast fram hjá því hvað varðar tóbaksauglýsingar en þegar áfengi er auglýst. Þó mætti til dæmis hugsa sér að Íslendingar stofnuðu hlutafélag sem væri skráð erlendis. Þá væri hlutafélagið hugsanlega sem erlendur lögaðili í skilningi laganna talið undanþegið auglýsingabanninu þó að eigendurnir væru Íslendingar.

Svar höfundar við spurningunni er því það að í lögfræði er ekkert til sem heitir svart eða hvítt, aðeins mismunandi grátt. Vissulega er ekki unnt að útiloka þann möguleika fræðilega að klókir menn víki sér undan auglýsingabanninu en það verður þó að teljast afskaplega erfitt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ritið mætti ekki vera á íslensku. Líklega væri heldur ekki nóg að skrá ritið útgefið erlendis heldur yrði það að vera raunverulega útgefið erlendis....