
Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, Purkey og svo framvegis. Örnefni tengd sauðfé eru líka mjög mörg, ef allt er talið, til dæmis Hrútafell, Ærlækur, Lambafell, Sauðafell og Gimluklettur. Fljótt á litið virðist mun meira vera til af örnefnum sem tengjast sauðfé en svínum. Mynd:
- Mats:Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 14.7.2010.
Á ferðum mínum um landið hef ég tekið eftir því að mjög mörg heiti og örnefni tengjast svínum, til dæmis Svínavatn, Svínadalur, Sýrnes og svo framvegis. Ég hef einnig tekið eftir því að tiltölulega fá heiti og örnefni tengjast sauðfé, til dæmis Lambhagi, Hrútafjörður, Sauðafell og svo framvegis. Hvernig stendur á þessu?