Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?

Svavar Sigmundsson

Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er.


Purkey í Hvammsfirði.

Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, Purkey og svo framvegis. Örnefni tengd sauðfé eru líka mjög mörg, ef allt er talið, til dæmis Hrútafell, Ærlækur, Lambafell, Sauðafell og Gimluklettur. Fljótt á litið virðist mun meira vera til af örnefnum sem tengjast sauðfé en svínum.

Mynd:

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Á ferðum mínum um landið hef ég tekið eftir því að mjög mörg heiti og örnefni tengjast svínum, til dæmis Svínavatn, Svínadalur, Sýrnes og svo framvegis. Ég hef einnig tekið eftir því að tiltölulega fá heiti og örnefni tengjast sauðfé, til dæmis Lambhagi, Hrútafjörður, Sauðafell og svo framvegis. Hvernig stendur á þessu?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

20.2.2001

Spyrjandi

Ársæll Þorsteinsson

Efnisorð

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2001. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1343.

Svavar Sigmundsson. (2001, 20. febrúar). Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1343

Svavar Sigmundsson. „Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2001. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1343>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?
Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er.


Purkey í Hvammsfirði.

Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, Purkey og svo framvegis. Örnefni tengd sauðfé eru líka mjög mörg, ef allt er talið, til dæmis Hrútafell, Ærlækur, Lambafell, Sauðafell og Gimluklettur. Fljótt á litið virðist mun meira vera til af örnefnum sem tengjast sauðfé en svínum.

Mynd:

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Á ferðum mínum um landið hef ég tekið eftir því að mjög mörg heiti og örnefni tengjast svínum, til dæmis Svínavatn, Svínadalur, Sýrnes og svo framvegis. Ég hef einnig tekið eftir því að tiltölulega fá heiti og örnefni tengjast sauðfé, til dæmis Lambhagi, Hrútafjörður, Sauðafell og svo framvegis. Hvernig stendur á þessu?
...