Gögn á geisladiskum (og DVD-diskum) eru skrifuð í spíral (kuðungsferil) sem liggur frá miðju disksins og út að brún hans (sjá mynd til hægri). Ferillinn er mjög grannur, breidd hans er 1,6 míkrómetrar (µm), eða um 1/20 af breidd mannshárs. Heildarlengd ferilsins er um 5,4 km, það er ef allur diskurinn er skrifaður. Gögnin eru táknuð með holum á spíralferlinum; diskurinn samanstendur því af einni langri runu af holum. Holurnar eru örsmáar, frá 0,83 upp í 3,56 µm að lengd, 0,5-0,6 µm að breidd og 0,11-0,15 µm að dýpt. Þessi smáa stærð holanna gerir það að verkum að hægt er geyma mjög mikið gagnamagn á geisladiskum.

- Hvernig les geislaspilari af geisladisk? eftir Vigni Má Lýðsson
- Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum? eftir Stefán Inga Valdimarsson
- Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- Howstuffworks.com - Spírallesning á geisladiski. Sótt 24.08.10.
- Howstuffworks.com - Holur á geisladiski. Sótt 24.08.10. Mynd breytt af ritstjórn.
- Hvernig getur maður sett tónlist og hundruð megabæta af upplýsingum á svona lítinn disk?
- Hvað snýst venjulegur geisladiskur marga hringi á hverri mínútu?