Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þar sem þyngri bagginn var. Að ríða baggamuninn var það kallað þegar einhver var látinn sitja reiðingshest og halla sér til annarrar hliðar, þeirrar með léttari bagganum, til þess að baggarnir héldu æskilegu jafnvægi. Einnig mun hafa þekkst, ef enginn heppilegur reiðmaður var tiltækur, að eitthvað var hengt við léttari baggann til að jafna þyngslin.



Í yfirfærðri merkingu er sambandið notað um að eitthvað ráði úrslitum, til dæmis: „Nýr leikmaður kom inn á völlinn og reið það baggamuninn og liðið sigraði“. Í þessari merkingu er sambandið þekkt frá fyrri hluta 19. aldar. Frá sama tíma er annað afbrigði orðasambandsins, það er ríða af baggamuninn og nær það upphaflegu merkingunni öllu betur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.9.2010

Spyrjandi

Eggert Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?“ Vísindavefurinn, 14. september 2010, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13887.

Guðrún Kvaran. (2010, 14. september). Hvernig fara menn að því að ríða baggamun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13887

Guðrún Kvaran. „Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2010. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13887>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?
Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þar sem þyngri bagginn var. Að ríða baggamuninn var það kallað þegar einhver var látinn sitja reiðingshest og halla sér til annarrar hliðar, þeirrar með léttari bagganum, til þess að baggarnir héldu æskilegu jafnvægi. Einnig mun hafa þekkst, ef enginn heppilegur reiðmaður var tiltækur, að eitthvað var hengt við léttari baggann til að jafna þyngslin.



Í yfirfærðri merkingu er sambandið notað um að eitthvað ráði úrslitum, til dæmis: „Nýr leikmaður kom inn á völlinn og reið það baggamuninn og liðið sigraði“. Í þessari merkingu er sambandið þekkt frá fyrri hluta 19. aldar. Frá sama tíma er annað afbrigði orðasambandsins, það er ríða af baggamuninn og nær það upphaflegu merkingunni öllu betur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...