Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hvað þýðir að ríða á vaðið?

JGÞ

Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um.

Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera eitthvað eða eigi frumkvæði að því. Til dæmis mætti segja í fermingaveislu þar sem allir sitja í sætum sínum og enginn gengur að veisluborðinu: „Fyrst enginn ætlar að standa upp og gæða sér á krásunum er best að ég ríði á vaðið!“

Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera eitthvað eða eigi frumkvæði að því. Líkingin vísar til þess þegar knapi ríður fyrstur á hesti yfir vað.

Líkingin felst í því að þegar nokkrir koma saman á hestum og þurfa að fara yfir á, er best að gera það á vaði þar sem hestarnir komast yfir og straumþungi er ekki of mikill. Einn úr hópnum fer þá fyrstur af stað, ríður á vaðið. Aðrir fylgja í kjölfarið, þegar ljóst er að hestur og knapi muni komast klakklaust yfir, það er að segja heilir á húfi.

Elsta þekkta dæmi um orðatiltækið er úr bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, frá því snemma á 17. öld. Í fornu máli var til orðasambandið 'ríða vaðið'.

Heimild:
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.6.2022

Spyrjandi

Nonni

Tilvísun

JGÞ. „Hvað þýðir að ríða á vaðið?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2022. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83747.

JGÞ. (2022, 2. júní). Hvað þýðir að ríða á vaðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83747

JGÞ. „Hvað þýðir að ríða á vaðið?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2022. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83747>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að ríða á vaðið?
Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um.

Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera eitthvað eða eigi frumkvæði að því. Til dæmis mætti segja í fermingaveislu þar sem allir sitja í sætum sínum og enginn gengur að veisluborðinu: „Fyrst enginn ætlar að standa upp og gæða sér á krásunum er best að ég ríði á vaðið!“

Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera eitthvað eða eigi frumkvæði að því. Líkingin vísar til þess þegar knapi ríður fyrstur á hesti yfir vað.

Líkingin felst í því að þegar nokkrir koma saman á hestum og þurfa að fara yfir á, er best að gera það á vaði þar sem hestarnir komast yfir og straumþungi er ekki of mikill. Einn úr hópnum fer þá fyrstur af stað, ríður á vaðið. Aðrir fylgja í kjölfarið, þegar ljóst er að hestur og knapi muni komast klakklaust yfir, það er að segja heilir á húfi.

Elsta þekkta dæmi um orðatiltækið er úr bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, frá því snemma á 17. öld. Í fornu máli var til orðasambandið 'ríða vaðið'.

Heimild:
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:...