Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?

Talað er um halla á viðskiptum við útlönd ef land hefur minni tekjur af útflutningi á vörum og þjónustu en það ver til kaupa á innfluttum vörum og þjónustu. Til að greiða fyrir þetta er hægt að selja útlendingum erlendar eða innlendar eignir landsmanna eða taka erlend lán. Hversu langt er hægt að ganga án þess að landið lendi í greiðsluþroti, það er geti ekki greitt fyrir innflutning, fer því eftir því hve miklar eignir landsmenn eiga sem hægt er að selja útlendingum og hve mikið útlendingar eru reiðubúnir að lána.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

21.3.2001

Spyrjandi

Ragnar Valsson

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2001. Sótt 16. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1397.

Gylfi Magnússon. (2001, 21. mars). Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1397

Gylfi Magnússon. „Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2001. Vefsíða. 16. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1397>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir

1952

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði HÍ og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa m.a. snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu.