Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins. Mynni hans er 70 km á breidd. Innan til, þar sem hann er grynnri og mjórri, eru nær óteljandi eyjar, um það bil 2700-2800 með einhverjum gróðri sem þrífst á landi, og auk þess fjöldamörg sker og boðar. Ýmsar þessara eyja voru byggðar fyrrum en langflestar þeirra eru nú í eyði.Nokkrar eyjar á Breiðafirði.

Eyjarnar eiga að hafa myndast undan afli skriðjökla á ísaldartímanum. Eyjarnar eru flatlendar og jarðlögin svipuð og á Vestfjörðum. Vestureyjar liggja á stórri megineldstöð sem kennd er við Flatey. Í mörgum eyjanna er mikil gróska og margar tegundir plantna. Stór hluti af hérlendum stofnum fugla eins og lunda, æðarfugls og teistu er á firðinum.

Sagt er að fólk sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjaldan eða aldrei liðið matarskort. Eyjarnar iða af fuglalífi og flesta fuglana má nytja. Auk þess var gnægð fisks og sjávarspendýra í flóanum, fjörubeit og fleira. Lífríki eða vistkerfi svæðisins er óvenju fjölþætt og stóð af sér harðæri sem komu verr niður annars staðar og ollu þá jafnvel fólksflutningum til Breiðafjarðarsvæðisins.

Heimildir og mynd:

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

22.3.2001

Spyrjandi

Guðrún Sigurbjörnsdóttir

Tilvísun

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. „Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2001. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1401.

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. (2001, 22. mars). Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1401

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. „Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2001. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1401>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins. Mynni hans er 70 km á breidd. Innan til, þar sem hann er grynnri og mjórri, eru nær óteljandi eyjar, um það bil 2700-2800 með einhverjum gróðri sem þrífst á landi, og auk þess fjöldamörg sker og boðar. Ýmsar þessara eyja voru byggðar fyrrum en langflestar þeirra eru nú í eyði.Nokkrar eyjar á Breiðafirði.

Eyjarnar eiga að hafa myndast undan afli skriðjökla á ísaldartímanum. Eyjarnar eru flatlendar og jarðlögin svipuð og á Vestfjörðum. Vestureyjar liggja á stórri megineldstöð sem kennd er við Flatey. Í mörgum eyjanna er mikil gróska og margar tegundir plantna. Stór hluti af hérlendum stofnum fugla eins og lunda, æðarfugls og teistu er á firðinum.

Sagt er að fólk sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjaldan eða aldrei liðið matarskort. Eyjarnar iða af fuglalífi og flesta fuglana má nytja. Auk þess var gnægð fisks og sjávarspendýra í flóanum, fjörubeit og fleira. Lífríki eða vistkerfi svæðisins er óvenju fjölþætt og stóð af sér harðæri sem komu verr niður annars staðar og ollu þá jafnvel fólksflutningum til Breiðafjarðarsvæðisins.

Heimildir og mynd:

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....