Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?

Gylfi Magnússon

Það getur verið álitamál hvað ber að telja til fyrirtækja í þessu samhengi, til dæmis hefur Rauði herinn í Kína sennilega fleiri menn á launum en nokkur önnur stofnun í heimi. Það er þó vart hægt að líta á heri sem fyrirtæki og því virðist Indverska járnbrautafélagið hafa vinninginn en þar störfuðu rétt ríflega ein og hálf milljón manna árið 1997. Þess má geta að um 11 milljónir manna ferðast með fyrirtækinu á degi hverjum.

Rauði herinn í Kína.

Á Íslandi starfa flestir hjá Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, en þann 1. mars 2001 voru þar 4.970 starfsmenn í 3.903 stöðugildum. Næstfjölmennasta fyrirtækið og um leið fjölmennasta einkafyrirtækið eru Flugleiðir með um 2.600 starfsmenn að starfsmönnum hjá dótturfélögum meðtöldum, þar af um 2.400 á Íslandi. Ef starfsmenn dótturfyrirtækja erlendis eru taldir með hefur þó Pharmaco vinninginn því hjá dótturfyrirtæki þess í Búlgaríu, Balkanpharma, starfa um 4.450 manns. Að þeim meðtöldum eru starfsmenn Pharmaco um 4.600.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Heimsmetabók Guinness
  • Ársskýrsla Flugleiða
  • Hag- og upplýsingasvið Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.3.2001

Spyrjandi

Haraldur Sv Eyjólfsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1406.

Gylfi Magnússon. (2001, 23. mars). Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1406

Gylfi Magnússon. „Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?
Það getur verið álitamál hvað ber að telja til fyrirtækja í þessu samhengi, til dæmis hefur Rauði herinn í Kína sennilega fleiri menn á launum en nokkur önnur stofnun í heimi. Það er þó vart hægt að líta á heri sem fyrirtæki og því virðist Indverska járnbrautafélagið hafa vinninginn en þar störfuðu rétt ríflega ein og hálf milljón manna árið 1997. Þess má geta að um 11 milljónir manna ferðast með fyrirtækinu á degi hverjum.

Rauði herinn í Kína.

Á Íslandi starfa flestir hjá Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, en þann 1. mars 2001 voru þar 4.970 starfsmenn í 3.903 stöðugildum. Næstfjölmennasta fyrirtækið og um leið fjölmennasta einkafyrirtækið eru Flugleiðir með um 2.600 starfsmenn að starfsmönnum hjá dótturfélögum meðtöldum, þar af um 2.400 á Íslandi. Ef starfsmenn dótturfyrirtækja erlendis eru taldir með hefur þó Pharmaco vinninginn því hjá dótturfyrirtæki þess í Búlgaríu, Balkanpharma, starfa um 4.450 manns. Að þeim meðtöldum eru starfsmenn Pharmaco um 4.600.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Heimsmetabók Guinness
  • Ársskýrsla Flugleiða
  • Hag- og upplýsingasvið Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Mynd:...