Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur.

Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum ekki ástæðu til að ætla að til sé nákvæmari tala er sé nægilega rökstudd, og sjáum kannski ekki heldur hverju við værum bættari með slíkri tölu!

Engu að síður vilja sumir af okkar ágætu gestum spyrja aftur og líklega fá svar eins og "Eyjarnar á Breiðafirði eru 2753".[punktur]

Aðalvandinn við að telja eyjarnar er að sjálfsögðu fólginn í því að skera úr um hvað skuli teljast eyja og hvað sé sker. Okkur er ekki kunnugt um að til sé nein nákvæm skilgreining á þessu.

Hugsanlegt er til dæmis að miða við grænan gróður sem þrífst á landi en ekki í sjó, og tala um 'eyju' þegar slíkt finnst en annars um 'sker'. En hvað eiga þá stráin að vera mörg til þess að við köllum staðinn eyju?

Einnig er að sjálfsögðu hugsanlegt að miða við sjávarföllin og athuga til dæmis hvað stendur upp úr sjó á stórstraumsflóði. En þau eru ekki öll eins og svo er sjórinn oft úfinn og ósléttur hér við land þannig að hann gengur yfir býsna margt sem hann ætti í rauninni alls ekki að gera.

Enn er þess að gæta að nákvæm tala eyjanna gæti aldrei orðið föst og óbreytanleg staðreynd. Ef síðustu stráin í einhverri eynni/skerinu deyja út, fækkar þá ekki "eyjunum" um eina? Ef sjórinn sverfur burt síðasta steininn sem stóð upp úr á mesta stórstraumsflóði ársins, hefur þá ekki líka fækkað um eina samkvæmt þeirri skilgreiningu?

Því hefur löngum verið haldið fram á Íslandi að vötnin á Arnarvatnsheiði og hólarnir í Vatnsdal væru líka óteljandi. En hvenær er vatnið vatn og hvenær er það pollur? Hvenær er hóllinn hóll og hvenær er hann þúfa?

Sjá einnig svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvenær verður teinn að öxli?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.3.2001

Spyrjandi

NN

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1411.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 23. mars). Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1411

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1411>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?
Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur.

Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum ekki ástæðu til að ætla að til sé nákvæmari tala er sé nægilega rökstudd, og sjáum kannski ekki heldur hverju við værum bættari með slíkri tölu!

Engu að síður vilja sumir af okkar ágætu gestum spyrja aftur og líklega fá svar eins og "Eyjarnar á Breiðafirði eru 2753".[punktur]

Aðalvandinn við að telja eyjarnar er að sjálfsögðu fólginn í því að skera úr um hvað skuli teljast eyja og hvað sé sker. Okkur er ekki kunnugt um að til sé nein nákvæm skilgreining á þessu.

Hugsanlegt er til dæmis að miða við grænan gróður sem þrífst á landi en ekki í sjó, og tala um 'eyju' þegar slíkt finnst en annars um 'sker'. En hvað eiga þá stráin að vera mörg til þess að við köllum staðinn eyju?

Einnig er að sjálfsögðu hugsanlegt að miða við sjávarföllin og athuga til dæmis hvað stendur upp úr sjó á stórstraumsflóði. En þau eru ekki öll eins og svo er sjórinn oft úfinn og ósléttur hér við land þannig að hann gengur yfir býsna margt sem hann ætti í rauninni alls ekki að gera.

Enn er þess að gæta að nákvæm tala eyjanna gæti aldrei orðið föst og óbreytanleg staðreynd. Ef síðustu stráin í einhverri eynni/skerinu deyja út, fækkar þá ekki "eyjunum" um eina? Ef sjórinn sverfur burt síðasta steininn sem stóð upp úr á mesta stórstraumsflóði ársins, hefur þá ekki líka fækkað um eina samkvæmt þeirri skilgreiningu?

Því hefur löngum verið haldið fram á Íslandi að vötnin á Arnarvatnsheiði og hólarnir í Vatnsdal væru líka óteljandi. En hvenær er vatnið vatn og hvenær er það pollur? Hvenær er hóllinn hóll og hvenær er hann þúfa?

Sjá einnig svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvenær verður teinn að öxli?

...