Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?

Emelía Eiríksdóttir

Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. isotope). Þannig er eitt mól sá fjöldi einda sem samsvarar fjölda frumeinda í 12 grömmum af kolefnis-12 samsætunni, það er að segja\[1\;mól = 6,02214179×10^{^{23}}eindir\]en þessi stærð er einnig kölluð tala Avogadros. Skilgreiningin var sett fram af Alþjóðanefndinni um vog og mál (CIPM) og hefur verið við lýði síðan 1971. Mólmagnshugtakið er hins vegar hægt að rekja aftur til ársins 1811 úr grein ítalska raunvísindamannsins Avogadros. Orðið mól birtist ekki á prenti fyrr en árið 1898 og var það í bók þýska eðlisefnafræðingsins Walthers Nernsts (1864-1941) en hann ritaði það sem Mol á þýsku. Hugtakið mole birtist hin vegar fyrst á ensku í bókinni Principles of Inorganic Chemistry árið 1902.

Mól kemur fyrir í fjölmörgum formúlum innan efna- og eðlisfræði. Helstu jöfnurnar eru eftirfarandi: \[PV=nRT=NkT\]þar sem P er þrýstingur (mælieining Pa), V er rúmmál (mælieining L), n er fjöldi einda mælt í einingunni mól, R er gasfastinn (e. universal gas constant, R = 8,314 J/(K·mol)), T er hitastig mælt í einingunni kelvín, N er fjöldi einda og k er fasti Boltzmanns ($1,38066×10^{-23} J/K$). Þessi jafna gengur oft undir nafninu kjörgaslögmálið. Við staðalaðstæður, það er eina loftþyngd (1 atm) og 25°C, eru 22,4 lítrar af kjörgasi eitt mól af eindum, sama hvers eðlis kjörgasið er.

22,4 lítrar af kjörgasi eru eitt mól af eindum við staðalaðstæður (ein loftþyngd (1 atm) og 25°C), sama hvers eðlis kjörgasið er.

\[m=Mn\]þar sem m er massi efnis (mælieining g) og M er mólmassi efnis (mælieining g/mól). Þessi jafna er mikið notuð til að reikna út massa efna sem nota á í efnahvörf eða mólmagn efnis með tiltekinn massa.

\[C=\frac{n}{V}\]þar sem C er mólstyrkur lausnar (mælieining M sem stendur fyrir molar, það er mol/L) og V er rúmmál lausnar (mælieining L). Þessi jafna er mikið notuð til að reikna út rúmmál efna sem nota á í efnahvörf eða rúmmál efnis sem þarf til að úbúa lausn með tiltekinn mólstyrk.

\[N_{A}=\frac{N}{n}\]þar sem NA er tala Avogadros (sem er fasti) og N er fjöldi einda.

Út frá öllum þessum jöfnum er hægt að leika sér að reikna út einhverja óþekkta breytu í jöfnunni ef hinar breyturnar eru þekktar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.9.2013

Spyrjandi

Karen Ósk Lárusdóttir, Gauti Rafn Ólafsson, Arna Sif, Eðvald Ingi Gíslason, Jóhanna Guðnadottir, Vilhelmína Smára

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?“ Vísindavefurinn, 25. september 2013, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14305.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 25. september). Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14305

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2013. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?
Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. isotope). Þannig er eitt mól sá fjöldi einda sem samsvarar fjölda frumeinda í 12 grömmum af kolefnis-12 samsætunni, það er að segja\[1\;mól = 6,02214179×10^{^{23}}eindir\]en þessi stærð er einnig kölluð tala Avogadros. Skilgreiningin var sett fram af Alþjóðanefndinni um vog og mál (CIPM) og hefur verið við lýði síðan 1971. Mólmagnshugtakið er hins vegar hægt að rekja aftur til ársins 1811 úr grein ítalska raunvísindamannsins Avogadros. Orðið mól birtist ekki á prenti fyrr en árið 1898 og var það í bók þýska eðlisefnafræðingsins Walthers Nernsts (1864-1941) en hann ritaði það sem Mol á þýsku. Hugtakið mole birtist hin vegar fyrst á ensku í bókinni Principles of Inorganic Chemistry árið 1902.

Mól kemur fyrir í fjölmörgum formúlum innan efna- og eðlisfræði. Helstu jöfnurnar eru eftirfarandi: \[PV=nRT=NkT\]þar sem P er þrýstingur (mælieining Pa), V er rúmmál (mælieining L), n er fjöldi einda mælt í einingunni mól, R er gasfastinn (e. universal gas constant, R = 8,314 J/(K·mol)), T er hitastig mælt í einingunni kelvín, N er fjöldi einda og k er fasti Boltzmanns ($1,38066×10^{-23} J/K$). Þessi jafna gengur oft undir nafninu kjörgaslögmálið. Við staðalaðstæður, það er eina loftþyngd (1 atm) og 25°C, eru 22,4 lítrar af kjörgasi eitt mól af eindum, sama hvers eðlis kjörgasið er.

22,4 lítrar af kjörgasi eru eitt mól af eindum við staðalaðstæður (ein loftþyngd (1 atm) og 25°C), sama hvers eðlis kjörgasið er.

\[m=Mn\]þar sem m er massi efnis (mælieining g) og M er mólmassi efnis (mælieining g/mól). Þessi jafna er mikið notuð til að reikna út massa efna sem nota á í efnahvörf eða mólmagn efnis með tiltekinn massa.

\[C=\frac{n}{V}\]þar sem C er mólstyrkur lausnar (mælieining M sem stendur fyrir molar, það er mol/L) og V er rúmmál lausnar (mælieining L). Þessi jafna er mikið notuð til að reikna út rúmmál efna sem nota á í efnahvörf eða rúmmál efnis sem þarf til að úbúa lausn með tiltekinn mólstyrk.

\[N_{A}=\frac{N}{n}\]þar sem NA er tala Avogadros (sem er fasti) og N er fjöldi einda.

Út frá öllum þessum jöfnum er hægt að leika sér að reikna út einhverja óþekkta breytu í jöfnunni ef hinar breyturnar eru þekktar.

Heimildir:

Mynd:

...